Samvinnan - 01.08.1960, Síða 28
Kosningadagur
Frh. af bls. 15.
Svo var það liann Bjarni hennar. Eí
til vill var það fyrst og fremst hátta-
lag hans, sem hafði valdið henni
áhyggjum. Hann hafði hneigzt að þess-
um ofstopaflokki, sem kenndur var við
Rússa. Og þess þóttist hún fullviss, að
ekki myndi föður hans hafa geðjast
að því. Það var sagt, að þessi flokkur
væri flokkur ribbalda, sem tröðkuðu á
guðs og manna lögum, fjandsköpuð-
ust við kirkjuna og væri ekkert heil-
agt. Hún fékk sting í hjartað í hvert
sinn sem fréttir bárust af ofbeldis-
verkum þessara Rússa úti í löndum, en
það gerðist æ tíðar á síðustu og verstu
tímum — því henni bauð í grun, að
Bjarni hefði svarizt í fóstbræðralag við
fylgjendur þessara slæmu manna og
myndi réttlæta allt þeirra athæfi. Það
var mikil breyting, sem orðið hafði á
honum frá því hann var lítill drengur.
Áreiðanlega hafði hann þá verið góður
í sér, þótt hann væri dulur og stundum
þrjózkur. Og víst hafði hann Ari líka
verið góður drengur, síkátur og hvers
manns hugljúfi. Og enda þótt snemma
bæri á tilhneigingu hjá honum til þess
að sjá sinn hag í viðskiptum, þá hafði
hann samt haft lag á að hafa alla með
sér. Þannig hafði það verið. En mál-
tækið segir, að snemma beygist krók-
urinn. Ojá ojá . . .
Hún hrökk upp úr hugsunum sín-
um við að Ari sonur hennar barði að
dyrum, birtist í dyragættinni brosandi
eins og hans var vandi.
— Góðan daginn, mamma, sagði
hann vingjarnlega. Hvernig líður þér
í dag?
— Góðan daginn, Ari minn. Æ, mér
líður engan veginn. Ég er eitthvað
undarleg í dag.
— Jæja, góða mín. En gott er nú
blessað veðrið. Heldurðu þú vildir
ekki ljúka því af að koma snöggvast
með mér að kjósa til þess að koma
því frá meðan ösin er minnst á kjör-
staðnum?
— Ég fer ekkert að kjósa, sagði
gamla konan þrjózkulega.
— Jú, heldurðu að þú gerir það
ekki fyrir mig að skreppa snöggvast að
kjósa? Ég fer auðvitað með þig í bíln-
um.
— Nei, ég vil ekkert eiga við að
kj(')sa. Það verður þá engin óánægja
út úr því.
— Hm. Mér þætti nú mikils um
vert, að þú vildir kjósa í þetta skipti.
Aldrei hefur verið meiri þörf á því
en nú að standa saman til þess að
verjast áhlaupi rauðliðanna. Maður
vjeit aldrei nema eitt atkvæjði geti
riðið baggamuninn.
— Þvu, hvað ætli það skipti máli,
hvort ég kýs, hálfvitlaus kerlingaraum-
inginn. Og ætli honum Bjarna mín-
um finnist rétt, að ég sé að kjósa á
móti honum. Enda held ég sé sama,
hverjir komast að í þessum kosning-
um — bara menn séu vandaðir og góð-
ir rnenn, það er fyrir mestu. Nei, ég
ætla ekkert að kjósa.
— Jæja, þú ræður því auðvitað
mamma. Ég hélt bara, að þú myndir
gera þetta fyrir mig. En þú ræður.
Og sonur hennar gekk til dyra en
sneri sér við í dyragættinni um leið og
hann sagði:
— En ég er alltaf til taks að skreppa
með þér í bílnum, ef þér skyldi snú-
ast hugur.
Skyndilega var gamla konan orðin
æst, án sjáanlegrar ástæðu.
— Skárri er það nú eftirgangssem-
in, sagði hún.
Sonurinn lét hurðina liægt að stöf-
um á eftir sér. Það stóð ekki vel í bælið
hennar í dag, hugsaði liann. Það
skyldi þó aldrei vera, að hann Bjarni
hefði verið að hræra eitthvað í henni?
En það væri einum of mikið af honum
— honum, sem aldrei hafði lagt svo
mikið sem eyri með henni!
Gamla konan lét prjónana síga í
kjöltu sér, þegar sonur hennar var
farinn. Um leið varð henni litið á
myndina á kommóðunni. Hún teygði
út höndina eftir henni. Það var mynd
af sonum hennar frá því þeir voru 6
og 8 ára. Þannig höfðu þeir litið út
þá, drengirnir hennar, sviphreinir, fall-
egir snáðar með spyrjandi augu. Pabbi
þeirra sagði, að það væri gott að geta
hjálpað þeim til að mennta sig. En
hins vegar væri samt sem áður það
eina, sem skipti máli, að þeir yrðu
vandaðir og góðir menn. Auðvitað var
það rétt hjá honum eins og allt, sem
hann sagði. En þeir höfðu víst sjálfir
ekki haft neina sérstaka löngun til
þess — eða ekki fannst henni það.
Fólki þótti nú á dögum allt annað
skipta meiru máli. Stundum hafði hún
reynt að afsaka drengina sína með
sjálfri sér. Kannske hafði fólk heldur
ekki liugsað svo mikið um það, þegar
hún var ung, að verða vandað og gott
fólk. En þá voru líka tímarnir allt
aðrir. Þá var lífsbaráttan svo hörð, að
allt snerist um hana. Nú ætti vissu-
lega ekki að vera þess þörf. En samt. . .
Aftur var kvatt dyra hjá henni. Að
þessu sinni var það Ólína tengdadótt-
ir hennar, konan hans Bjarna.
— Sæl og blesuð, Kristín mín, sagði
tengdadóttirin og kyssti hana.
— Sæl komdu, anzaði garnla konan,
um leið og illur grunur um, að hún
væri kornin til þess að fá sig til að
kjósa, læddist að henni.
— Ja, ég átti leið hérna fram hjá, er
nefnilega að fara til þess að kjósa og
datt í hug að spyrja þig, hvort þú
yrðir kannske samferða. Ég meina, við
getum auðvitað farið í bíl.
— Þvu! Ég er búin að margsegja
ykkur, margsegja ykkur, að ég fer ekk-
ert að kjósa! Um leið kom þetta yfir
hana, þetta, sem hana hafði verið að
dreyma. Umhverfið fjarlægðist hana,
eins og því væri kippt burt. — Ég er
----ég er. Meira gat hún ekki sagt.
Henni fannst hún verða að komast upp
úr stólnum og tókst það. Jafnskjótt
sortnaði henni fyrir augum, og hún
riðaði og greip um stólbakið.
Tengdadóttirin kom þjótandi og
greip utan um hana.
— Ertu lasin, Kristín mín.
Gamla konan japlaði með munn-
inum en engin orð komu.
— Ertu lasin, Kristín mín, endur-
tók tengdadóttirin, en fann um leið,
að gamla konan var að hníga niður.
Andlit hennar varð náfölt. Og þótt
augu henanr væru opin sá hún ekki
tengdadóttur sína, skynjaði ekkert,
þráðurinn var í sundur.
28 SAMVINNAN