Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Síða 31

Samvinnan - 01.08.1960, Síða 31
lyftan var að fara upp, þegar ég kom á stöðina. Hún var fengin til að hinkra við meðan ég keypti miða, og kom svo blaðskellandi í flasið á öllum íslenzku þátttakendunum í Evrópumeistara- mótinu, sem þennan dag voru komn- ir alla leið frá Reykjavík. Undrun minni verður ekki með orðum lýst, og hefði ég ekki rekist á þá þarna, hefði ég e. t. v. ekki fundið stað þann, sem við áttum að gista á þá um nóttina, þó hann væri inni í skógi þar upp á fjalli. Þarna var dásamlegt að vera, út- sýni eitt hið fegursta á jörðu hér, borg- in fyrir fótum okkar, en Alparnir í baksýn. Ekki var árangurinn hjá mér upp á marga fiska, er þrístökkskeppnin fór fram 27. ágúst. Ég stökk 14.11 metra og varð 23. Sigurvegarinn varð Sjerbak ov, Rússlandi, 15.90, en annar Svíinn Norman, 15.40. Af þessu má bezt sjá yfirburði Rússans. Gott er að hugleiða það, nú þegar verið er að búast á enn eitt stórmótið, þ. e. Olympíuleikana í Róm, að það er fleira en sigur, sem skiptir máli. í Olympíueiðnum segir, að aðalatriðið sé ekki að sigra, heldur að taka þátt og keppa drengilega. Sá, sem tapar í dag, getur einnig sigrað á morgun. Á þessu móti í Bern komust íslendingar hvergi í úrslit, en þátttaka þjóðarinn- ar í mótinu var henni aðeins til sóma, og sannaði það fyrir öðrum þjóðum álfunnar og öllum heiminum, að litla ,,eyríkið“ á hjara veraldar hefur skip- að sér á bekk með menningarþjóðum heims, og er staðráðið í því að halda því sæti og bera merkið hátt. e/1 afbMqbsqéw H BRÚNKÖKUKRYDD T M ALLRAHANDA / * / M ENGIFER M KANILL M KARDEMOMMDR . 1 KARRY J KÚMEN p\ . 1 MÚSKAT 1 NEGULL PIPAR VANILLESYKUR mrnmíSmm lárviðarlauf y" ■Ú.i.gf PAPRIKA ámtskm VANILLE 8AMVINNAN 31

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.