Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Qupperneq 4

Samvinnan - 01.08.1964, Qupperneq 4
Myndskreyting: BENEDIKT GUNNARSSON 7. J^unn a n uhr clurinn Hafiö rennur saman við fjallgarö í vestri. Á vinstri hönd blœs sunnanvindurinn og cerir okkur, vindurinn sem sviptir holdinu af beinunum. Hús okkar innanum furur og brauöaldintré. Stórir gluggar. Stór borö til aö skrifa bréfin sem viÖ höfum skrifaö þér alla þessa mánuöi, og viö fleygjum þeim í tóm skilnaöarins til aö fylla þaö. Morgunstjarna, þegar þú leizt niöur voru stundir okkar Ijúfari en smyrsl á sárið, glaöari en svalt vatn á gómnum, rólegri en vœngir svansins. Þú hélzt lífi okkar í lófa þér. Ef viö stöndum viö hvíta múrinn um nótt eftir hiö beiska brauö útlegöarinnar berst rödd þín til okkar einsog von um eld, og aftur slípar þessi vindur rakliníf á taugum okkar. ViÖ skrifum þér öll þaö sama og öll erum viö þögul hvert viö annaö, öll sjáum viö, hvert meö sínum hœtti, sama heiminn, birtuna og myrkriö á fjallgaröinum — og þig. Hver mun létta þessum liarmi af hjarta okkar? í gœrkvöldi steypiregn og í dag þrúgar aftur skýjaður himinn. Hugsanir okkar einsog furunálarnar eftir steypiregnið í gœr sem hrúgast ónýtar við húsdyrnar og reyna aö reisa turn sem látlaust hrynur. í þessum mannauöu þorpum, á þessu nesi, nöktu fyrir sunnanvindánum, meö fjallgarðinn, sem felur þig, fyrir augum, liver mun heimta af okkur skil fyrir þann ásetning að gleyma? Hver mun þiggja fórn okkar nú þegar líöur aö haustnóttum? Úr ljóðaflokknum GOÐSAGA eftir Gíorgos Seferis 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.