Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 12
Stefán
Jónsson
námsstjóri:
Móöur-
málið
og
skdl-
arnir
Föstudaginn 14. ágúst 1959
birtist í Morgunblaðinu grein-
arstúfur eftir Helga Hjörvar
rithöfund.
Greinin með yfirskrift var
svohljóðandi:
GRETTISHÓLMI A
SKAGAFIRÐI.
„Það viljum vér ætla, að eftir
30 ár muni eitthvert bezta og
fegursta blað lands vors heita
t. d. Framtíðin. Hinn 14. ágúst
1989 mun í því blaði standa
glæsileg frásaga eftir ungan og
stórefnilegan blaðafulltrúa,
frægan íþróttaritara. Þá verð-
ur fögur tíð og ferðasögur tíðar
og allra helzt íþrótta „árangr-
ar“ stórkostlegir. Þá mun í því
blaði gefast þetta að lesa:
„Grettishólmi er í akkúrat
miðjum Skagafirði, nefnilega í
sjónum, sem heitir Skagafjörð-
ur, en þeir þar í kring kalla
líka mýrarnar og holtin Skaga-
fjörð, þó það sé lengst upp í
sveit. Þessi hólmi er úr klett-
um og ansi hár og bara pen.
Einu sinni var einkur maður,
sem heitti Grettir. Hann stal
kindum og synti kappsund (lík-
lega bara bringusund) undan
þeim sem áttu sk áturnar út í
þennan klett, því þeir þorðu
ekki að synda og hann þorði
aldrei upp á landið aftur, því
þeiv sem áttu stóra hrútinn
ætluðu að drepa hann með
öngli. Af því er kletturinn kall-
aður Grettishólmi, en heitti
víst áður Drangaklettur eða
Grettingsey."
Þá mun einhver blaðamaður
þykjast vita betur og segist hafa
lesið gamla bók sem heiti Grett-
issaga. En sá ágæti íþróttarit-
ari er ekki aldeilis upp á slíkt
kominn og svarar fullum hálsi,
að hann hafi spurt allar skvís-
urnar í síldinni, og þær hafi
barasta aldrei heyrt klettinn
kallaðan annað en Grettars-
hóima.
Takk. Útrætt mál.“
Á sama ári var leikið í út-
varp vinsælt framhaldsleikrit,
eftir Agnar Þórðarson, rithöf-
und, sem nefndist Víxlar með
afföllum.
Fulltrúi Reykjavíkuræskunn-
ar í þessu leikriti var nefndur
Danni. Pabbi hans var nýríkur
kaupsýslumaður. í leikritinu
lætur höfundur Danna tala
eins konar „sjoppumál“ æsku-
fólks í Reykjavík.
Sem sýnishorn af máli Danna
leyfi ég mér að birta hér (með
leyfi höfundar) ræðukafla, er
Danni hélt í einskonar sam-
sæti, sem honum var haldið í
heiðursskyni fyrir björgunaraf-
rek, sem hann hafði unnið er
hann bjargaði tveimur börnum
frá drukknun í Þingvallavatni.
Ræða Danna er svohljóð-
andi:
„Nú, af því að ég hef verið
beðinn að pípa út með það,
hvernig það atvikaðist, að ég
reddaði rollingunum frá því að
súpa sig inn í eilífðina, þarna
austur í Þingvallavatni, þá get
ég náttúrlega sagt nokkur orð.
Við gæjarnir vorum komnir
austur á Þingvöll til að ... nú
svona til að líta í kringum okk-
ur á þessum ... þessum þjóð-
fræga stað, þar sem ... ja, þar
sem svo margir íslendingar
hafa borið beinin ... þar sem
þeir börðust og brunnu inni...
eins og ... ja eins og þeir Njáll
og Snorri ... Ókei ... Ég hafði
krambúlerað á mér annan aft-
urfótinn oní hraungjótu og var
orðinn draghaltur — en þarf-
asti þjónninn á hverju strái
allt í kringum mann. — Það
var svona einhver hrossakon-
ferens. — Þá datt mér í hug,
það sem stendur í íslendinga-
sögunum, að haltur ríffi hrossi,
og ég skveraði mér á bak einni
bikkjunni. Nú helvítis bikkjan
maður tók á rás með mig og
allt liðið á eftir mér öskrandi
og æpandi maður. Nú réð ég
ekkert við merina fyrr en við
vorum komin langt niður með
vatni. Nú það var ekkert annað
að gera, heldur en að sulla hon-
um bara út í. (Maður er nú
vanur að fá sér munlæt svim
he — he — já — já).
Klárinn fór á sullandi kaf
maður — nú og ég sá að bát-
urinn var alveg að fara í kaf
og — nú, ég kippti bara í end-
ann á þeim og lét merina
svamla með okkur til baka —
ja hún ætlaði varla að hafa
það. Svo steyptist hún dauð
niður í vatnsborðinu — nú og
svo komu allir mera-kóngarnir
og ætluðu bökstaflega að drepa
mig — nú ég — nú þeir réðust
á mig og ætluðu að rífa utan
af mér leppana, — maður, en
svo áttuðu þeir sig og gáfu
mér séns.“
Ekki er ég viss um að öllum
lesendum mínum sé það strax
fullljóst, hvert stefnt er með
því að þirta þessa pistla í upp-
hafi greinar um móðurmálið
og skólana. — En ég mun nú
reyna að skýra mál mitt. —
Þessar skopstælingar hinna
gáfuðu rithöfunda af rithætti
blaðamanna að liðnum þrjátiu
árum og fákænsku og „sjoppu-
máli“ nútíma æskumanna í
Reykjavík, eru ekki gerðar út
í bláinn. Skopstæling sem ekki
hittir að einhverju leyti í mark,
er engin skopstæling. — Ég tel
að rithöfundarnir vilji þarna
vekja athygli á hættulegum
þverbresti í meðferö móður-
málsins. Þverbresti, sem sé
móðurmálinu enn hættulegri,
en allar dönskuslettur og
„ensku-apanir“, sem skólarnir
eru að berjast við og reyna að
útrýma. Og segja má, að gam-
aldags dönskuslettur séu nú
þegar horfnar úr daglegu máli,
og áhrif enskunnar munu
naumast eins hættuleg og á-
hrif dönskunnar á sínum tíma,
af því að enskan er ekki eins
skyld íslenzku máli. —
En ég tel að höfuðfjandi
móðurmálsins nú á tímum sé
orfffæff ungmenna, stíllaus frá-
sögn, án hrynjandi, tafsandi
framburffur og ruglingur hug-
taka. — En þessir erkifjendur
og bölvaldar móðurmálsins eru
málinu enn hættulegri fyrir þá
sök, að þeir dyljast alltof mörg-
um og erfiðara er þarna að fást
12 SAMVINNAN