Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 23
arleg áhrif voru sterk í uppvexti Gandhís, því móðir hans var ákaflega trúrækin kona, fastaði reglulega og baðst fyrir, þó hún væri ólæs. Á bernskuslóðum Gandhís hafði hindúasiður mjög mótazt af hreintrúarstefn- um sem lögðu ríka áherzlu á grænmetisát og töldu allt líf heilagt. „Syndsamlegt“ at- hæfi Gandhís á unglingsárunum var einkum fólgið í kjötáti og reykingum, en seinna á ævinni vann hann það heit að snerta aldrei vín, kvenfólk eða kjöt. Einsog títt var um Indverja hafði hann kvænzt kornungur, aðeins 13 ára, og kona hans, Kastúrba, kaup- mannsdóttir, var nokkrum mánuðum yngri. Meðalævi karlmanna í Indlandi var þá 20— 25 ár, og var því lögð megináherzla á að giftast sem fyrst og eignast börn snemma. Þessi siðvenja var meðal þess sem Gandhí barðist einarðlega gegn síðar á ævinni. Hjónabandið truflaði þroska hans, gerði honum skólagönguna erfiða og lagði alltof þunga ábyrgð á hann og kornunga barns- móður hans. Þetta átti sinn stóra þátt í þeirri ákvörðun hans, þegar hann var 36 ára gamall, að segja skilið við kynlífið og vinna skírlífisheit sem hann stóð við til æviloka. Hann var feiminn og atkvæðalítill ungl- ingur, en nám hans gekk samt svo vel, að 19 ára gamall kvaddi hann fjölskyldu sína og hélt til Lundúna til lögfræðináms. Faðir hans var látinn og móðir hans treg til að sjá af honum, einkanlega þareð stéttarleið- togarnir höfðu neitað að samþykkja brott- för hans; óhlýðni hans gerði hann í raun- inni að stéttarúrhraki: öldungarnir útskúf- uðu honum. Gandhí kemur fremur einkennilega fyrir sjónir á Lundúnaskeiðinu. Hann lagði sig mjög eftir brezkum siðum. Auk laganáms lagði hann stund á dans, frönsku, ræðulist, fiðluleik, gekk í Náttúrulækningafélag Lund- úna, hataðist við mataræði borgarbúa og lifði mjög sparlega. Hann var fámáll og viðkvæmur, en leitaðist af öllum mætti við að verða ósvikinn brezkur herramaður með snjáðan harðan hatt, litríkt hálsbindi, klæddur lafafrakka og röndóttum buxum, með ökklahlífar og silfurtypptan göngustaf. Hann var samvizkusamur námsmaður og náði sæmilegu lögfræðiprófi 1891. Daginn eftir prófið sigldi hann heimleiðis, fáfróður í hindúískri og múhameðskri lögspeki, ennþá „útskúfaður" heimafyrir og vonlítill um fi-ama á sínum kjörna vettvangi. Ekki bötn- uðu horfurnar þegar honum lenti saman við brezkan stjórnarerindreka á staðnum og var rekinn á dyr. Særður, auðmýktur og gramur tók hann því fegins hendi boði um að fara til Suður-Afríku og sækja þar mál fyrir rétti. Hroki brezka embættismannsins hafði af- drifaríkar afleiðingar fyrir heimsveldið, sem hann var fulltrúi fyrir, því Gandhí dvaldist í Suður-Afríku 21 ár og kynntist þar bæði eigin hæfileikum og lærði að veita löndum sínum forustu í réttindabaráttu þeirra. í Suður-Afríku voru margir Indverjar. Þeir höfðu komið þangað hópum saman síð- an 1860 sem samningsbundnir verkamenn, og í kjölfar verkamannanna höfðu komið indverskir kaupmenn. Þeir voru af öllum stéttum hindúasiðar, og svo voru margir Indverjar af öðrum trúflokkum, einkum múhameðstrúarmenn og parsar. Gandhí komst brátt að raun um að kynþáttamisrétti og umburðarleysi í Suður-Afríku var miklu verra en hann hafði kynnzt í Indlandi eða Bretlandi. Hann varð einatt að sæta sömu meðferð og verkamennirnir, var neyddur til að taka ofan túrbaninn í réttarsalnum, hrakinn úr fyrsta farrými járnbrautarlesta, synjað um þjónustu á gistihúsum, sparkað í hann og lumbrað á honum. Eftir að fyrstu málaferlunum lauk, var hann um kyrrt og gerðist forsvarsmaður indverskra verka- manna í Natal og Transvaal, sem höfðu verið sviptir rétti til að eignast land nema á afmörkuðum svæðum og sömuleiðis svipt- ir kosningarétti. Um þetta leyti skrifaði hann bréf til allra áhrifamanna af evrópskum stofni í Natal, þar sem meðal annars segir: „Það er á ykkar valdi að fara með Indverja einsog hunda eða meðbræður sem biðja um samúð ykkar í þeim grimmilegu ofsóknum sem þeir verða nú að sæta.“ Eftir þriggja ára starf hvarf hann um hríð til Indlands, þar sem hann samdi bækling um aðstæðurn- ar sem landar hans bjuggu við í Suður- Afríku, en sneri aftur árið 1897 ásamt konu sinni og fjórum börnum til að halda áfram baráttunni. Rangfærð þýðing á bæklingi hans hafði borizt til Afríku á undan honum, og þegar hann steig á land í Natal lá við sjálft að hann væri drepinn án dóms og laga af óðum múgi hvítra manna, sem réðust að honum með illyrðum, rotnum eggjum og grjótijasti. Honum var bjargað af hugaðri hvítri eiginkonu lögreglustjórans á staðn- um, sem gekk við hlið hans og hlífði honum fyrir grjótkastinu með sólhlíf sinni. Múgur- inn kynni að hafa gengið af Gandhí dauð- um, en hann áræddi ekki að ráðast á hvíta konu á götum úti. Forsætisráðherrann og blöðin í Natal báðu Gandhí afsökunar, en hann neitaði einsog vænta mátti að hata óvini sína og leita réttar síns gegn þeim í dómsölunum. í Búastríðinu, sem brast á skömmu síðar, tók hann þátt í að skipu- Gandhí, fertugur lögfrœðingur í Jóhannesborg leggja indverska sveit sjúkraliða, sem vann fyrir brezka herinn. Ofbeldið sem Gandhí var beittur er til vitnis um tilfinningar landsmanna í garð Indverja, sem voru enn að flytjast til Suður- Afríku. Jafnvel hófsamir og hægfara menn einsog Smuts hershöfðingi töluðu um „Asíu- krabbameinið“, sem nauðsynlegt væri að uppræta, og stjórnin í Transvaal hunzaði hollráð brezku stjórnarinnar og krafðist þess, að allir Asíubúar yrðu að láta skrá sig á nýjaleik og að sett yrðu lög til að hindra frekari innflutning Indverja. Viðbrögðin við þessum kröfum urðu sögu- fræg. Á fundi í Empire-leikhúsinu í Jó- hannesborg skoraði Gandhí djarfur á landa sína að strengja þess heit að veita friðsam- lega mótspyrnu, jafnvel þótt það hefði í för með sér fangelsun, húðlát eða jafnvel líflát. Þeir áttu ekki að skrá sig aftur. Hér hafði Gandhí dottið niðrá byltingarbragð, sem varð sérstakt framlag hans til mannkyns- sögunnar. Hann hafði líka fundið því nafn — satjagraha, sem merkir „staðfesta í sann- leikanum“. Þetta var ekki skyndileg hug- ljómun, því Gandhí hafði verið að þokast nær þessari andlegu ákvörðun árum saman. „Ég minnist þess,“ sagði hann árið 1908, „hvernig eitt erindi í gúdsjerat-ljóði, sem ég lærði í barnaskóla, loddi við mig. Inntak þess var eitthvað á þessa leið: Gefi maður þér vatnssopa og þú gefur honum sopa að launum, þá er það einskis vert; raunveru- leg fegurð er fólgin í því að launa illt með góðu.....Síðan kom Fjallræðan........Það var Nýja testamentið sem raunverulega vakti mig til vitundar um réttleika og gildi óvirkrar andstöðu.“ Ekki er erfitt að skilja hvað fyrir Gandhí vakti þegar hann sagði síðar á lífsleiðinni: „Ég er kristinn og hindúi og múhameðstrúarmaður og gyðingur." Lögin sem takmörkuðu þegnréttindi Asíu- búa voru samþykkt árið 1907. Þegar Gandhí og félögum hans var skipað að fara úr landi, 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.