Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 37
Atgervisflottinn úr sveitar- félögum strjálbýlisins vinnugreinarnar einnig. Af þessu verður ljóst, að hluti af því unga fólki, sem elst upp í sveit eða minni þorpum á Norðurlandi, fær ekki vinnu þar vegna óhaggan- legra lögmála atvinnulífsins, jafn- vel þótt til ýmissa aðgerða sé gripið til eflingar atvinnu á þess- um stöðum. Þetta fólk þarf að leita annað eftir atvinnu. Ef þétt- býlismiðstöðvarnar á Norður- landi, þar sem bezt skilyrði eru fyrir vöxt iðnaðar og þjónustu- atvinnugreina, geta ekki boðið upp á fjölþætt atvinnutækifæri fyrir þetta fólk, auk síns eigin, hlýtur það að leita atvinnu út fyrir svæðið, eins og áður. Sér- stök efling atvinnulífsins á þess- um stöðum hefur því úrslitaþýð- ingu fyrir þróun Norðurlands næstu áratugi. Norðurlandsáætlunin Efnahagsstofnunin hefur nú lokið við tillögur sínar að at- vinnumálaþætti Norðurlandsáætl- unar. í þessum tillögum er gert ráð fyrir að allmiklu fjármagni verði varið til sérstakrar efling- ar atvinnulífsins á Norðurlandi, og settar eru fram almennar tillögur um aðgerðir í sama skyni. Lagt er til að byggt verði staðl- að iðnaðarhúsnæði til útleigu fyr- ir iðnrekendur, leitað að hent- ugri gerð þorskveiðiskipa með vísindalegum aðferðum, orku- rannsóknum flýtt, fiskileit aukin o. s. frv. Hér er að sjálfsögðu fátt eitt talið, en segja má að Norðurlandsáætlun muni fela í sér atvinnumálastefnu ríkis- valds, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins á Norðurlandi sem þegar hefur verið aflað sér- staks fjármagns til þess að fram- kvæma. Ákveðnu stjórnkerfi verður einnig komið á fót til þess. Hér er um að ræða örvun- ar- eða hvatningarkerfi, sem mið- ar að því að efla allt framtak, bæði einstaklinga og félaga á byggðasvæðinu, til aukinna at- vinnuumsvifa. Mikilvægi stóriðju Stóriðnþróun Norðurlands er augljóslega forsenda þess, auk almennra aðgerða Norðurlands- áætlunar, að vöxtur atvinnulífs- ins þar geti orðið nægilega hrað- ur næstu ár. Hin skörpu atvinnu- þáttaskil í sögu þjóðarinnar, sem áður getur, valda hér miklu um. Samtímis því sem síldarhátekj- urnar hætta að streyma á Norður- landi eru fyrirsjáanlegar vaxandi stórframkvæmdir á Suðvestur- landi. Á mynd nr. III er sýnt hversu mikil áhrif til eða frá staðarval hliðstæðs stóriðjufyrir- tækis og álbræðslunnar íStraums- vík hefði, annars vegar ef því er valinn staður við Eyjafjörð, hins vegar á SV-landi. í fyrra til- vikinu hefði það í för með sér 3000 manna íbúaaukningu á Norðurlandi, en í hinu síðara tos- aði það til sín, ef svo mætti segja, 1—2000 manns í viðbót við ann- að aðdráttarafl vaxtarsvæðisins á Suðvesturlandi. Staðarval stór- iðju á Norðurlandi hefði þar í för með sér 4—5000 manna áhrif á mannfjölda til eða frá. Hagstæðasti staður fyrir stór- iðjufyrirtæki, sem áhrif á að hafa á byggðaþróun landsins, er í Eyjafjarðarbyggð. Þar er fyrir mikill iðnaður, og þjónustuat- vinnugreinar eru þar öflugastar utan höfuðborgarsvæðisins. Þeg- ar háar tekjur þeirra, sem starfa við slíkt stóriðjufyrirtæki, og aðrar greiðslur þess, sem sam- tals gætu numið um 500 millj- ónum króna á ári, streyma inn í byggðarlag, þar sem mikill iðnaður og þjónusta eru fyrir, þá er augljóst að margfeldis- áhrifin á vöxt atvinnulífsins verða þeim mun meiri eftir því sem fleira fólk vinnur að iðn- aðar- og þjónustustörfum í við- komandi byggð, og þjónustusvið hennar er stærra. Þessi skilyrði eru bezt í landinu við Eyjafjörð, ef á annað borð er farið út fyrir áhrifasvæði höfuðborgarinnar, og þar er því staðarvalið áhrifarík- ast fyrir byggðaþróun Norður- lands og alls landsins. Framtíðarþróun Norðurlands Ef saman fara almennar að- gerðir Norðurlandsáætlunar og stóriðjuþróun Norðurlands, er talsverð von til þess, að ná mætti því marki innan skamms, að eðli- leg fólksfjölgun yrði þar, sem hefði þá í för með sér örari fram- farir á Norðurlandi og minni of- vöxt á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu ári hefur nokkuð þokazt í þessa átt á nokkrum stöðum norð- anlands, sem hafa mikla þýðingu fyrir þróun alls byggðasvæðisins. Á Sauðárkróki fer nú fram mikil iðnaðaruppbygging, og á Húsavík hefur stækkun Kísiliðjunnar mik- il örvunaráhrif á næstu árum. Þar er auk heldur í byggingu hita- veita og ýmis áform um aukin atvinnuumsvif. Á Siglufirði og fleiri útgerðarstöðum norðan- lands eru uppi mikil áform um aukna útgerð á hentugum skip- um 'til þorskveiða, sem geti orðið undirstaða að verulegum vexti fiskiðnaðarins. Á Akureyri fer nú fram umtalsverð iðnaðaruppbygg- ing, en miðað við stærð staðarins og vaxtarþörf er hún þó alltof lítil. Það liggur í augum uppi, að stóriðja við Eyjafjörð hefði þar „herfræðileg" úrslitaáhrif á byggðaþróun Norðurlands og alls landsins. Lárus Jónsson. Björn Friðfinnsson: Sveitarfélag er samfélag ein- staklinga, sem eiga lögheimili sitt á afmörkuðu landssvæði inn- an ríkismarkanna. Sveitarfélög eru nauðsynlegur hluti af stjórn- skipan þjóðfélags okkar, en hlut- verk þeirra er að sinna ýmsum sameiginlegum þörfum þegna sinna. Sveitarfélög með verulega sjálfstjórn eru millistig í stjórn- arfarslegri uppbyggingu þjóðfé- lagsins, sem tryggja lífrænna samband framkvæmdavalds og þegnanna og fella ákvarðanir og framkvæmdir opinberra stjórn- valda betur að landfræðilegum staðháttum og félagslegum að- stæðum á hverjum stað. Þótt sveitarfélag sé þannig að formi til aðeins hlekkur í opin- beru stjórnkerfi okkar, þá má einnig líta á það sem umgerð þeirrar þjóðfélagsstarfsemi er fram fer innan sveitarfélagsins og byggð er upp af hinum marg- víslegu þáttum atvinnu- og menn- ingarlífs og athafnasemi einstakl- inganna. Viðgangur sveitarfélag- anna byggist á þessari þjóðfélags- starfsemi, og af hlutfallslegum vexti hennar eða hrörnun má ráða mikið um framtíðarhorfur hverrar byggðar. Til þess að samfélag sveitar- félags sé lífvænlegt þarfnast það fjölmargra einstaklinga með góða almenna menntun, með sérþekk ingu á ýmsum sviðum, með stjórnunarhæfileika o. s. frv. Þótt hin ýmsu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki njóti einkum hæfileika slíkra einstaklinga, þá nýtast þeir heimilisbyggð sinni á margvíslegan annan hátt, t. d. með þátttöku þeirra í margs kon- ar félags- og menningarmálum og forgöngu þeirra að ýmsum nýmælum. Þeir geta skapað þau viðhorf og það andrúmsloft í byggðarlaginu, sem dregur að því fólk og leiðir til framfara á flestum sviðum hins þrönga sam- félags. , Það er hins vegar sorgleg stað- reynd, að í mörgum byggðarlög- um fer þessum mönnum sífellt fækkandi og um leið verða hálf- gerð uppgjafarsjónarmið ríkjandi hjá þeim, sem eftir sitja. í stað bjartsýni og einbeitts framfara- hugar kemur vonleysi, biturleiki og ákveðin tregða til að fylgjast með þjóðfélagsþróuninni. Slíkum byggðarlögum verður að lokum ekkert gert til bjargar, svo að verulegt gagn sé að. Enginn fjár- stuðningur úr ríkissjóði eða stofnunum hans getur komið í stað þeirrar þekkingar, þess framtaks, forystuvilja og þeirrar útsjónarsemi, sem við eðlileg skil- yrði héldu atvinnu- og félagslífi staðarins öflugu. Vaxandi skort- ur á hæfileikamönnum verður enn bagalegri fyrir þá sök, að þjóðfélagsstarfsemin verður sí- fellt margbrotnari og flóknari og krefst þess, að menn tileinki sér stöðugt nýja þekkingu og nýja hætti. Gamlar og nýjar atvinnu- greinar geta ekki þróazt fram á við, nema starfsmenn þeirra geti fylgzt með erlendri tækni og markaðsmálum. Móttaka erlendra ferðamanna er víða erfiðleikum háð úti um land sökum skorts á fólki með nægilega málakunn- áttu. Bókhaldslög og flóknari skattheimtureglur verða tæpast framkvæmdar í einstaka sveitar- félögum sökum skorts á mönn- um með nægilega þekkingu í reikningsfærslu. Og þannig mætti lengi telja. Þegar menn velta framan- greindum vandamálum fyrir sér, kemur auðvitað strax í ljós, að hér er í raun og veru um að ræða mjög smækkaða mynd af því þekkingarbili milli stórvelda og smáþjóða, sem nú breikkar óðfluga. í þessu tilviki er Reykja- víkursvæðið stórveldið, sem sök um betri menntunarskilyrða, fjöl- breyttari atvinnutækifæra og margvíslegra menningarstofnana dregur að sér atgervisfólk úr öðrum sveitarfélögum. Um lausn þessa vandamáls gilda sjálfsagt engar algildar reglur, e;i byggðarlögin verða sjálf að eiga frumkvæði að þeim aðgerðum, sem snúið gætu at- gervisstraumnum við. Það er staðreynd að víðs vegar um land- ið má skapa ánægjulegri lífsskil- yrði en Reykjavíkursvæðið hef- ur upp á að bjóða þeim, sem á r.nnað borð vilja setjast að í kauptúnum. En þar verða þá að vera fyrir hendi verkefni á sem flestum sviðum fyrir þá einstakl- inga, sem aflað hafa sér lang- skólamenntunar eða sérstakrar starfsþjálfunar. Þá þarf að draga úr gildi þess lögmáls, að efni- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.