Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 38
Sigfinnur Sigurðsson: Um verkefni sveitarfélaga og ríkis legustu unglingar hverrar byggð- ar hverfi þaðan um leið og lang- skólanám þeirra hefst og sjáist þar ekki nema sem gestir. Síðar komi svo e. t. v. að því að for- eldrar þeirra flytji einnig á brott til þess að þeir megi dveljast nær börnum sínum í ellinni. Atvinnufyrirtæki úti um land hafa furðulega fáa háskóla- menntaða menn í þjómistu sinni eða menn, sem á annan hátt hafa aflað sér sérþekkingar í þágu at- vinnulífsins. Hér verður ekki komizt hjá að minnast á þátt samvinnuhreyfingarinnar, er víða rekur fyrirtæki, sem eru lífsakk- eri heilla byggða í atvinnulegu tilliti. Samvinnuhreyfingin virð- ist hafa verið furðulega sljó við að klófesta menntuðustu menn sem völ var á í sína þjónustu. Hvað eru t. d. margir langskóla- menntaðir menn í þjónustu kaup- félaga Húnvetninga, Skagfirð- inga, Eyfirðinga og Þingeyinga? Sumir segja að sú menntun, sem menn öðlist hér við langskóla- göngu, sé þessum fyrirtækjum einskis virði. Víst má gagnrýna hagnýtt gildi eða öllu fremur skort á hagnýtu gildi þeirrar menntunar, sem menn fá t. d. við háskólanám í viðskiptafræð- um, en það er athyglisvert, að margir þeir, sem telja hagnýtt gildi háskólanáms lítils vert, leggja um leið allt kapp á það að börn þeirra geti notið háskóla- menntunar. Og almennt má vafa- laust segja, að í þjóðfélagi okkar í dag afli þeir einstaklingar, sem bezta námshæfileika hafa, sér al- mennrar framhaldsmenntunar og síðan ýmiss konar sérfræðikunn- áttu. Það hefur líka verið orðað við höfund þessa greinarkorns, að við langt nám verði menn fjarlægir þeim anda, sem að baki samvinnuhreyfingarinnar býr — hinum rétta samvinnu- anda. Ekki er ég kannski alls kostar fær um að dæma um gildi þessarar kenningar, en mér sýn- ist hún vera vitleysa. En sé hún rétt, væri þá ekki skynsamara fyrir samvinnuhreyfinguna að nýta skóla sinn — Samvinnuskól- ann — til þess að framhalds- mennta þá starfsmenn, sem ráðn- ir yrðu til fyrirtækja samvinnu- hreyfingarinnar eftir að þeir haíi aflað sér beztu fáanlegrar mennt- unar í fræðslustofnunum hins op- inbera — í stað þess að reka al- mennan verzlunarskóla á svip uðu stigi og væntanlegum fram- haldsdeildum gagnfræðaskólanna í verzlunarfræðum er ætlað að gera? Slík framhaldsmenntun gæti t. d. verið fólgin í þekkingu á sögu samvinnuhreyfingarinnar, rekstraruppbyggingu íslenzkra samvinnufélaga o. s. frv. Ég held að hagnaður samvinnufélag- anna yrði augljós, en hagnaður byggðarlaga dreifbýlisins yrði þó enn meiri. Fjöldi þeirra einstakl- inga, sem nú flytjast á Reykja- víkursvæðið á ári hverju, fengi starfstækiíæri í samræmi við menntun sína og þekkingu. Þeir fyndu það, að starfskrafta þeirra væri óskað í þeirra heimabyggð- um, en hæfileikar þeirra nýttust byggðarlögunum á margvíslegan hátt. En það eru fleiri fyrirtæki en samvinnufélögin, sem stuðlað gætu að því að draga úr atgervis- straumnum frá dreifbýlinu. Svo er um öll stærri fyrirtæki á landsbyggðinni ásamt sveitaríé- lögunum og stofnunum þeirra. Einnig mætti minnast á almanna- samtök eins og verkalýðshreyf- inguna, sem þarfnast fleiri starfs- manna. Loks er rétt að benda á nauð- syn þess að dreifa eftir föngum stoínunum ríkisins milli helztu þéttbýliskjarna landsins. Margar stofnanir ríkisins, sem aðsetur hafa í Reykjavík, eru reyndar ekkert við Reykjavík bundnar og starfsemi þeirra fer að mestu fram utan Reykjavíkur. Með sjálfvirku símasambandi og stór- bættu samgöngukerfi er nú auð- velt að reka þessar stofnanir eða stærstan hluta þeirra utan Reykjavíkur. Við það ynnist það tvennt, að starfsmenn stofnan- anna nýttust þjóðfélaginu betur og starfsliðið og skyldulið þess mundi auka styrk viðkomandi byggðar gegn fólksflutningunum til Reykjavíkursvæðisins. Sem dæmi um slíkar stofnanir má nefna skrifstofu rafmagnsveitna rikisins, skipulagsskrifstofu bæja, kauptúna og sjávarþorpa, vita- málaskrifstofuna, vegamálaskrif- stofuna, rannsóknarstofnanir at- vinnuveganna o. fl. Þá er brýn nauðsyn á, að fleiri menntastofnanir verði staðsettar utan Reykjavíkursvæðisins. — Fjölgun þeirra er hvort sem er óhjákvæmileg, en staðsetning þeirra í hinum ýmsu þéttbýlis- kjörnum úti um landið skapar menningarlega kjölfestu i við- komandi héruðum og aukið jafn- vægi i þvi atgervisstreymi, sem mér hefur hér orðið svo tíðrætt um. Björn Friðfinnsson. Hlutföll þéttbýlis og dreifbýlis á íslandi 1910— ■1967. Ár Þéttbýli % Dreifbýli % 1910 32,2 67,8 1920 42,7 57,3 1930 54,5 45,5 1940 61,7 38,3 1950 72,3 27,7 1960 81,9 18,1 1967 85,3 14,7 Sveitarfélög eru 227 á landinu, þau eru of mörg. Af þeim hafa 150 sveitarfélög færri en 300 íbúa, 58 sveitarfélög hafa 300— 1000 íbúa, en 19 hafa fleiri en 1000 íbúa hvert. Út af fyrir sig gefa þessar stað- reyndir til kynna, að skipting landsins í sveitarstjórnarumdæmi sé ekki hagkvæm, en margt fleira kemur til, sem ekki verður rak- ið hér. En nú er unnið markvisst að því að undirbúa sameiningu sveitarfélaga. Það er m. a. gert með því að kynna vandamálin og auka skilning á kostum og göllum þeirra tillagna, sem liggja fyrir um sameiningu. Gera sveitarstjórnir skyldu sína? Óhætt er að fullyrða, að flest- um sveitarfélögum er það alger- lega ofviða vegna smæðar að sinna þeim skyldum, sem á þau eru lagðar. Þetta bitnar á íbú- unum. íbúarnir njóta ekki hlið- stæðrar þjónustu og stærri sveit- arfélög veita skv. lögum, hvað þá heldur að þar sé nokkur möguleiki að veita þjónustu um- i'ram beina skyldu. Eitt gleggsta aæmið eru fræðslumálin og heil- brigðismálin, sem víða er mjög abótavant. I sveitarféiögum, sem ekki hafa ráðið bæjarstjóra eða sveitar- stjóra, fer oddviti venjulega með framkvæmdastjórn. atörf hans eru oftast hrein aukastörf með þvi markmiði annars vegar að innheimta sveitarfélagsgjöld, sem fara eiga að mestum hluta til rik- isins, og hins vegar að standa í stappi við ríkissjóð og fleiri um styrki og lán til löngu tímabærra verkefna, sem sveitarfélagið sjálft hefði getað staðið undir. Opinber þjónusta og sveitarfélög Á undanförnum árum hefur það orðið ljósara en fyrr, hve mikla nauðsyn ber til endurskoðunar á þjónustuhlutverkum hinna ýmsu opinberu aðila. Þetta á við um skipulag og framkvæmd þjónust- unnar ekki síður en fjáröflun til framkvæmda og rekstrar. Þetta verður hér gert að umræðuefni að því er tekur til sveitarfélag- anna og tengsla þeirra við rikis- valdið. Ástæðurnar til þess, að endur- skoðunar er þörf, eru ekki þær að hið opinbera veiti nú verri þjónustu en fyrrum; þvert á móti munu allir sammála um, að þjón- ustan hefur, þegar á allt er litið, aldrei verið umfangsmeiri né betri gagnvart borgurunum held- ur en í dag. Ástæðurnar til þess, að endur- skoðunar er nú þörf, eru einkum tvíþættar. Annars vegar er nauð- synleg samræming og einföldun þeirra kerfa sem fyrir eru, bæði þeirra er snerta samskipti ríkis og sveitarfélaganna og ekki síð- ur þeirra, er snerta samskipti þessara aðila við borgarana. Sem dæmi um hið fyrra má nefna greiðslustrauma tryggingakerf- anna og heilbrigðismálanna, en dæmi um hið síðara væru fræðslu- og menntamálin og fé- lagsmálaþjónustan. Nú er það svo að heildarendur- skoðun og sér í lagi heildarbreyt- ingar orka að ýmsu leyti tvímæl- is. En með því er átt við, að stórir þættir þjónustunnar, jafn- vel fleiri en einn, séu teknir fyrir og stokkaðir upp. Kemur þar hvort tveggja til, að slíkt tekur mikinn tíma í undirbúningi og mjög erfitt er að gera sér ná- kvæma grein fyrir ýmsum auka- verkunum slikra breytinga. En það er höfuðnauðsyn, að stjórnendur séu sífellt á verði um að virkja þær nýjungar, sem komið geta að gagni við að bæta eða auka sanngjarna þjónustu eða þjónustukerfi með sem minnstum tilkostnaði miðað við þann árangur sem vænta má. Hins vegar er endurskoðun verkefna og hlutverkaskiptingar orðin mjög brýn að því er tekur til sveitarfélaganna sjálfra, þeirra isjálfra vegna, þ. e. borgaranna í hverju sveitarfélagi. Þess gerist ekki þörf að rekja sérstaklega þá þróun, sem átt hefur sér stað í tæknilegum framförum og þróun byggðamála undanfarna áratugi. En minnzt skal í þessu tilliti ann- ars vegar gamalla stjórnunar- og þjónustuhátta, og hins vegar mik- illar aukningar þéttbýlis í land- inu, fólksfækkunar í sveitum, bættra samgangna og aukinna þjónustukrafna almennings til þess opinbera og þá ekki sízt til sveitarfélaganna. Sveitarstjórnarmenn finna oft mjög til þess, hve máttarvana 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.