Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 57
mynd Jóhanns sem fullþroska skálds, heldur sýnir okkur aðeins betur hvílíkri innblásinni ljóðgáfu Jóhann var gæddur allt frá æsku- árum sínum. Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að margt skáldið sem náð hefur háum aldri og ort vörubílsfarma af ljóðum yrði betur sæmt, ef það hefði einhvern tíma á skáldskaparferli sínum náð að seiða fram jafneinlæga tóna af hörpu huldukonunnar og Jóhann gerir í þessum skólakveðskap sínum sem ómótaður unglingur. Ég vil að lokum benda á, að þessi bréf eru aðeins örlítill hluti þeirra bréfa, er fóru á milli Jóhanns Sigurjónssonar og Þórðar Sveinssonar, en þessi ein hafa varðveitzt. - - I Um verðlaunaveitingu „Framtíðarinnar“. (Úr grein Lárusar Halldórssonar í 1. árgangi Skinfaxa nr. 3, Reykjavík, sunnudaginn 8. apríl 1898). Það hefur verið gamall og góður siður í fé- laginu „Framtíðin“ í skólanum að veita verðlaun á aðalfundi hennar þeim, sem skör- uðu fram úr öðrum að kvæða- eða ritsmíð, og er fé félagsins satt að segja naumlega betur varið en að sýna þeim sóma með því, er það eiga skilið, og hefur það sýnt mjög góðan og göfugan hugsunarhátt meðal skóla- pilta, þar sem þeir sjá þó lítið fyrir sér í því efni hér á landi, því að eins og kunnugt er, þá er lítið um það, að veitt séu skáldalaun né annar slíkur styrkur þeim, er að einhverju leyti skara fram úr öðrum.... í þetta skipti stóð svo á, að mjög lítið var um ritgerðir eða kvæði í „Framtíðinni", sem voru þess verð, að þau væru sæmd verðlaun- um, en einmitt nú voru verðlaun veitt með meira móti. Ég hugsaði og þannig munu fleiri hafa hugsað, að fáir eða enginn mundi hljóta verðlaun í þetta sinn, því að nú voru umskiptin svo tilfinnanleg í félagi voru, þar sem skáldmæringurinn Guðmundur Guð- mundsson (síðar nefndur skólaskáld; inn- skot H.G.) var alveg nýfarinn úr félaginu og hafði ávalt hlotið verðlaun fyrir kvæði sín eins og maklegt og tilhlýðilegt var. En nú var bæði mörgum gefin verðlaun og þau mikil hverjum fyrir sig, og hefði mér fundist rétt- ast, að enginn hefði fengið neitt slíkt í ár, heldur hefði féð átt að geymast til betri tíma unz „Framtíðarmenn" létu eitthvað betra frá sér fara.... Þeir, sem verðlaunin hlutu, voru þessir: Halldór Hermannsson fyrverandi forseti og dómsnefndarmaður fékk 8 krónur, Bjarni Jónsson líka í dómsnefnd 6 krónur. Guðmund- ur Bjarnason sömuleiðis í dómsnefndinni 6 krónur. Svo voru aðeins tveir menn utan dómsnefndar, sem fengu verðlaun, Jóhann Sigurjónsson 3 krónur og Lárus Sigurjónsson 7 krónur. (Hér ræðir Lárus einstaka menn, en segir svo um Jóhann:) Þá er Jóhann Sigurjónsson. Hann er eins og allir vita einn af vorum efni- legustu skáldum í skólanum og hefur látið mikið frá sér fara í þá átt. Hann hefur ort mörg fögur kvæði og fékk í þetta skipti verðlaun fyrir eitt af þeim og er það „Báran", sem er gott kvæði og átti verðlaun skilið, en Jóhann hefur ort annað jafngott í „Stella nova“, og vil ég þá nefna „Æðarfoss". Hví var það ekki með á skránni? Ég var allt af að hugsa um fossinn hans Jóhanns þegar lesin var upp launaskráin — um fossinn „sem skipar að rista þeim rammasta níð, er reyna vorn landsrétt að skerða", ef þetta er ekki vel kveðið, þá veit ég ekki hvað nær því nafni, en dómsnefndin leit ekki svo hátt í þetta sinn að hún sæi fossinn, fagra og tignar- lega, er „syngur um sigur og stríð“. Að mín- um dómi átti Jóhann eins vel skilið að fá verðlaun fyrir „Æðarfoss" og „Báruna". Báran (STELLA NOVA 3. árgangur 1897—1898). Jeg geng við sjóinn, sumarhlýja nótt, og sólin hvílist vœrt á œgisbarmi, hann vaggar henni vinarblítt og rótt, hún vefur hann í staðinn mjúkum armi. Jeg heyri hvísl i undurblíðum blœ, er bláum fjallahlíðum kossa gefur, hann strýkur mjúkri hendi saltan sœ en sjálfan mig hann örmum hlýjum vefur. Jeg langt í burtu Ijúfan heyri nið, hann lcetur furðublítt í eyrum mínum, en fossinn þann, er freyðir kletta við, hann felur nœturrökkrið hjúpi sínum. Jeg horfi yfir hafið dimmt og vítt, jeg heyri til þín sjávarbára smáa; þú ríst og hneigir hœgt og angurblítt þitt höfuð vott í móðurskautið bláa. Þú leggur þína litlu votu hönd á lausasandinn rjett við fœtur mína, þú hjalar, er þú hnígur rótt að strönd, jeg heyri unaðsfagra röddu þína. Jeg held jeg skilji hulduljóðið þitt, þinn hreimur kveður: „Jeg er alda á sœnum, en það er eigi aðallífsstarf mitt að óma rótt í hœga nœturblœnum. Nei, mjer er annað œðra takmark sett, jeg á sem fljótast sjávarströnd að breyta, jeg á að sundur mola margan klett og mynda nýja gróðursœla reita. Og þó jeg beri eigi höfuð hátt og hnígi bráðum látin ströndu viður, þá hef jeg samt þann alheims mikla mátt er myndar nýtt, en brýtur gamalt niður". Mjer sýnist lífið líkt og mikið haf, jeg lifi sjálfur eins og báran smáa er rís og hnígur hœgt og rótt á kaf með höfuð vott í móðurskautið bláa. Staka (Úr 3. árgangi „STELLA NOVA“ 1897—1898.) Opt jeg þrái angurvœr eptir háum heiðum þar sem áin tifar tœr trygg að sjánum breiðum. Svanurinn (Úr 5. árgangi „STELLA NOVA“ 1899—1900.) Heyri jeg öldurnar hjala þítt, hlœja þœr glaðar á votum sandi, hafið er sumstaðar silfurhvítt sumstaðar gárar það hœgur andi. Veturinn ríkir á legi og landi, Ijósgeislar kyssa svo vinarblítt fannþakta jökla og fjöllin háu frostrósir hvítar og dýrin smáu; skuggamynd himinsins hafið vítt hlœjandi vaggar í djúpi bláu. Fram og til baka út á fögrum sjá fuglarnir synda með Ijettu geði; ósjálfrátt hrífur mig hulin þrá, hjarta mitt titrar af leyndri gleði — jeg elska þann, sem mjer lífið Ijeði — Ijúft er og fagurt að heyra og sjá unað og fögnuð frá lífsins lindum Ijóma og skína upp á fjallatindum lágt niðri i dölum, um loptdjúpin blá lengst út á hafinu í ótal myndum. Sjáið hvar flýgur úr jjarska skjótt fannhvítur svanur um geiminn háa, vœngjum hann sveiflar og svífur hljótt svipfagur niður að djúpinu bláa; alhvítu brjóstunum aldan smáa örlítið vaggar svo blítt og rótt... Heyrið þið sönginn hans sœta og blíða, sveiflurnar skjálfandi um sinnið liða, söngurinn fœlir allt lágt og Ijótt, laðast til hjartans það viðkvœma og blíða. Hver er að lœðast með loðinn hund lotinn í sandinum út við hafið, byssunni heldur hann hœgri mund hlaupið er bláleitt og skaptið grafið? Stirnir á brjóstum í stífað trafið, stígvjelum sporar hann vota grund. Hjarta hans er kalt eins og dauðra drauga, á dúnmjúku brjóstin sem öldurnar lauga miðar hann byssunni, blóðþyrst lund bligðast sín ei fyrir drottins auga. Svanurinn kveður sín Ijúfustu Ijóð, lypta honum bárurnar upp og niður syngur hann vinbliðan vetrar óð, veit hann það alls eigi að brátt mun sá kliður sofna út á djúpinu er dauðans friður dregur að hjarta sjer brjóstin rjóð. Skothvellur heyrist; söngurinn sœtur sofnar, en drifhvíta brjóstið grœtur lifrauðum dreiranum, lituð með blóði leikur sjer báran við ískalda fœtur. Kvöldhugsjón („STELLA NOVA" 5. árgangur 1899—1900.) Svalur blœrinn svífur hljótt syngur vœr og fögur kvœði lœkir tœrir líða að grœði Ijóðar sœrinn blítt og rótt. Frostrós hlœr en freðin svœði felur snœrinn likur klœði, stjörnur skœrar skína um bjarta nótt. Horfið, sjáið Ijóssins leik Ijett um bláhrein tjöld þau streyma til og frá þau flögra og sveima faðma stráin köld og bleik. Heitt jeg þrái hátt að dreyma huggun fá og mega gleyma öllu lágu striti, riki og reyk. Þú sem rœður himna her, haga klœðir skrúða grœnum, þú, sem fœðir fiska í sœnum, faðir hœða! likna mjer; hugsjón glœð þú — heitum bœnum hálfu kvœði svara í blœnum ___ drottinn! grceð þú sárin, sem jeg ber. Feginn, hátt jeg hugsa vil, hníga ei lágt í tímans glaumi, samt jeg þrátt í þungum straumi þyrlast máttlaus, fátt jeg skil. Drottinn, láttu ei lifa í draumi, — liðinn brátt er tíminn naumi — duptkorn smátt, er langar Ijóssins til. Bliknar hey og breytast lönd, berast fley að grafarminni, fylgir meyja móður sinni, manninn beygir dauðans hönd. Þá jeg hneygi í hinnsta sinni höfuð og dey í miskun þinni lát mig eygja Ijós á dimmri strönd. Sex bréf til Þórðar Sveinssonar Kaupmannahöfn 10. nóv. 1899. Vinur minn góði! Jeg hefi fengið orð fyrir að skrifa manna verst, en fari það kolað jeg held að jeg sje þjer naumast jafnsnjall, jeg skal samt reyna að sýna lit á því að gjalda í sömu mynt og stytta þjer eina leiðinlega stund með því að láta þig geta til hvað hrafnasparkið eigi að tákna. Það var við því búið að þú værir dálítið glepsinn við mig því að brjef áttir þú að fá þegar jeg var kominn til Hafnar, en — en — og svo koma sameiginlegar viðbárur allra slæpingja. Jeg ætti að hafa heilmargt í frjettum að 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.