Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 67

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 67
ákvörðunarrétti allra þjóða með frjálsu at kvæði.“ Friðarályktun þessi, sem samþykkt var á öðru Alrússneska ráðstjórnarþinginu, hafði ekki aðeins áróðursgildi meðal almennings í Evrópu. Hún varð beinlínis tilefni þess, að Wilson forseti samdi eða lét semja hin 14 frægu stefnuatriði og birti 8. janúar 1918. Bandaríski sendiherrann í Pétursborg og fulltrúi amerísku fréttaþjónustunnar þar iögðu fast að Wilson forseta að taka saman í stuttu ávarpi bandarísk stríðsmarkmið, ef afstýra mætti með því skilnaði Rússlands við bandamenn sína. Meðal hinna 14 stefnu- atriða Wilsons má greinilega sjá áhrif hinn- ar rússnesku friðarályktunar, ekki sízt þar sem rætt er um leynisamninga ríkja á milli og leynimakk í utanríkispólitískum við- skiptum. En athyglisverðari eru þó þau at- riði stríðsmarkmiðanna, sem fjalla um skip- an ríkja og þjóða í Evrópu eftir gerðan frið. Wilson hafði árinu áður boðað „frið án sigurs", og því telur hann það nú í þessari stefnuskrá sinni sjálfsagt og sanngjarnt, að erlendir herir verði á brott úr öllum her- setnum héruðum Rússlands, og sama máli gegm um hernumin héruð Frakklands og Bclgíu. Þjóðverjum ber þá að láta Elsass- Lótringen af hendi við Frakkland, en landa- mæri Austurríkis og ítalíu skulu löguð að þjóðernislegum aðstæðum. Þjóðum Austur- ríkis-Ungverjalands skal veitast kostur á sjálfsforræði (hér er ekki gert ráð fyrir rík- isréttarlegu sjálfstæði). Að því er varðar suðausturhluta Evrópu skal erlendu hernámi létt af Rúmeníu, Serb íu og Montenegró, og lönd þessi endur- heimta aftur sjálfstæði sitt óskert. Af orða lagi hinna 14 stefnuatriða um Serbíu og nauðsyn þess, að ríki þetta yrði að fá lönd við Adríahaf, mátti ráða, að Wilson hafði þegar í ársbyrjun 1918 í huga útlínur suður- slavnesks ríkis, er síðar varð Júgóslavía nú- tímans. Um Tyrkland var það sagt, að fullveldi þess skyldi tryggt, og var þá aðeins átt við tyrkneska hluta hins gamla Osmanaveldis, en landamærin ekki nánar ákvörðuð. Um Sundin var það eitt staðfest, að þau skyldu vera öllum frjáls siglingaleið. Hið þrettánda stefnuatriði Wilsons fjallaði um sjálfstæði Póllands, er taka skyldi til allra landsvæða, er byggð væru án alls efa fólki af pólsku kyni. Það skyldi hafa órugga og frjálsa legu að sjó. Lokaatriði stríðsmarkmiða Wilsons mætti kannski heimfæra undir heiðingjatrú- boð hans, svo tekið sé mið af ummælum Lloyd George: þar lýsti hann stofnun al- menns Þjóðabandalags „í þeim tilgangi að tryggja stórum ríkjum sem smáum gagn- kvæmt öryggi og vernda pólitískt sjálfstæði þeirra og friðhelgi landamæranna". Hvað sem segja má um heimsfrelsunarhugmynd Wilsons, þá var þetta fjórtánda atriði stríðs- markmiðanna pólitísk konungshugsjón manns, sem kaldgeðja evrópskum stjórn- málamönnum virtist vera hálfgerður furðu- fugl. Meðal Bandamanna sjálfra var stefnuat riðum Wilsons ekki tekið með óblandinni gleði. Þar mátti kenna leyndan ótta við of- urmátt þessa unga stórveldis vestursins. En Þýzkaland hafnaði friðarkostum forsetans skilyrðislaust. Ef það gengi að þeim, væru stórveldisdraumar þess, svo ekki sé talað um heimsveldisdrauminn, orðnir reykur einn. Við þetta bættist, að þýzkur her stóð á erlendri grund í austri og vestri og suðri. Átti hinn óbugaði her að afsala sér öllu því, sem unnið hafði verið og fórnað fyrir göf- ugu germönsku blóði? Allra sízt á þessari stundu, er samið hafði verið vopnahlé á austurvígstöðvunum og friðarsamningar hafnir. Bandamenn höfðu ekki virt friðar- ályktun sovétstjórnarinnar viðlits, ekki hirt um að svara henni, nema að því leyti sem henni hafði verið svarað óbeint í hinum 14 stefnuatriðum Bandarikjaforseta. Hinn 5. des. 1917 færðist kyrrð vopnahlésins yfir austurvígstöðvarnar. Um sama leyti hófst eirðarlaus athafna- semi í hinu hátimbraða stjórnarkerfi þýzka ríkisins til undirbúnings væntanlegum frið- arsamningum. Kröfur til landa eru ræddar frá öllum sjónarmiðum, og allir leggja orð í belg: keisarinn sem vill verða konungur í Kúrlandi og Litháen, yfirherstjórnin sem vill bæta Líflandi og Eistlandi við þau svæði er lúti drottinvaldi Þýzkalands; Hindenburg segist nefnilega þurfa olnboga rými handa vinstra fylkingararmi sínum í næsta stríði! Það er komið á viðamikilli nýrri stjórnardeild, sem Helfferich innan- ríkisráðherra veitir forstöðu. Þessari deild er ætlað að samræma óskir iðjuhölda og atvinnurekenda í sambandi við friðinn. En þýzka yfirherstjórnin kemur sér líka fyrir á biðlista þessarar stjórnardeildar. Luden- dorff skrifar Helfferich og krefst hráefna úr löndum Rússaveldis til hergagnafram- leiðslu. Flotamálaráðuneytið biður um að tryggja flutninga á olíu frá Batum yfir Svartahaf til Constanza í Rúmeníu, og því verði Þýzkaland að ná tangarhaldi á þessari Herstjórar Þjóðverja 1918: Vilhjálmur keisari (snýr baki í myndavélina), Ludendorff (með hönd á mjöðm), Hindenburg (með hönd i vasa) og krónprinsinn (hallar sér uppað dyrastafnum). 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.