Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 47
sem rís úr lofttómri mógröf vitundarinnar nak- ið og svipt hinum áskilda réttlætingarfriði, því innsigli sem hendur böðulsins hafa leitazt við að þrykkja á skorpinn húðbelg andlitsins, og þetta höfuð lýstur núna heiminn með þögnina greypta í frosið andvarp svipsins. Hin frosnu svipmót þjáningarinnar. Hvað með það? Ha? Og enn: Hvað með það? Til hvers, ef ekki að grotna í sundur undan hægum strokum vindsins þegar hann rjátlar við hræið, flettir það klæðum sem hef- ur engan frið, vígt hlutarins eðli, upþlausn- inni. Og vindurinn kemur og tekur upplausn hr-æsins í fang sitt einn góðan veðurdag eins og hina gráhvítu meinlausu fugla sem stað- hættir hafa gert að hræsvelgjum þar sem þeir hnita hringa yfir einhæfri fæðu skolpræsanna í flæðarmálinu. Þeir svífa hreyfingarlausir yfir haffletinum í leit að æti og renna sér inn yfir steingráa ströndina, eignast land undir hið leitandi auga; og hvar er bráð að finna á hvítu nýsnævi landsins? Það mætti reyna að ganga úr skugganum djúpa um það, hvort þar væri um nokkuð nýtt að ræða (sem bærist að dauðri vitund saka- mannsins). Það kæmi einhver. Það hlyti ein- hver að koma. Einhver ætti leið fram hjá þessu afvikna skoti þar sem hinn dauði lá, dauður öngvum drottni og fann ekki fyrir mildu frost- inu þennan dag. Sá mundi velta hinum dauða á grúfu með því að stjaka við honum fæti. Þá fyrst, ef hann hefði augun hjá sér, þá fyrst mundi hann sjá gat á stórköflóttum jakkanum og dökkan blett. En hvað liggur annað að baki hins dauða? Það sést hreint ekki. Engu að síður virðist það liggja í augum uppi, morð- ið, og koma flatt upp á skoðandann, en samt verður að ætla honum, að hann hrópi: Morð. Morð. En hann horfir á fund sinn og segir ekki neitt, stendur hljóður meðan fólk drífur að úr öllum áttum og allir fara að tala. Annað er sagt, allt annað og það er látið liggja að öðru meira þennan morgun. Þá hörf- ar hann nokkur skref til baka, hann brýzt gegnum áhorfendaskarann á flótta frá því sem hann hafði fyrstur fundið, hvenær man enginn, og fær nú aldrei flúið, aldrei úr þessu af því að þessi slokknuðu augu hafa tekið sér ból- festu í vitund hans þar sem hann kæfði full- yrðingu sína eins og ófullburða fóstur, þangað sem hann dró fullyrðingu sína til baka, guð mætti vita hvert. En verður hún nokkurn tíma undir steingráum himni morgunsins, því hvað er mannsins slátrun kölluð, ef hún heitir ekki morð? Það verður ekki séð. Hvergi er neitt að sjá, engan markverðan hlut að sjá, þegar mennirnir taka af sér dökk- ar grímurnar. Innan skamms munu þeir taka af sér grímurnar til þess að fá sér að drekka. í hvíldartímanum munu þeir tylla sér niður og horfa yfir að hlutunum í kringumstæðunum, sjá hversdagslega mynd staðarins: lága ein- lyfta verksmiðjubyggingu, hrúgur af rauðleitu brotajárni bera við himin, víraflækjur og járn- teina mjóa eins og fingur með hvössum nögl- um dregna eftir steingrárri málmþynnu him- insins, en ekkert ískur sem sker f sundur allar taugar, eina eldavél með skellóttri emileringu, flugvélarskrokk, bílskrjóða, tunnur og allra handa rusl. En sumir munu ekki nenna að horfa lengur á þessa hluti, þær einingar í umhverfinu sem tengja það saman í eina heildarmynd, eins og meiningarlausa blekkingu fyrir augað til að hvíla á þar sem sérhver hlutur er bundinn þögn staðarins. Þeir munu ekki horfa á það sem stendur þeim nærri í kyrrð morgunsins. Þeir munu ekki horfa út á hafið blágrátt og þögult, láta hugann reika um blágráan flötinn í leit að nýjum þætti í atburðarleysi morguns- ins, finna kannski umtalsverð veðurbrigði eða nokkra flutningadalla við festar úti á legunni, hvíta fiskibátana koma hlaðna af hafi eins og eistu sjómannanna, þessar merkilegu kúlur sem hanga í poka undir manni og eru auga- steinar framtíðarinnar, skynlausir, blindir, þvi það er engin framtíð í nokkru skauti, aldrei og hvergi, aðeins nokkrir svartklæddir menn dagsins í dag við störf sín kolsvartir eins og brot úr myrkum spegli næturinnar. Andlit þessara manna eru ekki hvít. Þau sjást ekki. Þeir bera grímur úr málmi fyrir andlitunum. Á dökkum grimunum er eitt op aflangt og ferkantað eins og álímdur renningur úr dökkbláu gleri svo birtan hvítblá og tær- andi éti ekki augun upp til agna. Þau felast þar á bak við þessar stóru dökku málmgrím- ur sem Sþenntar eru með leðurólum á höf- uðin. Það heyrast engin orð, þau berast ekki eftir neinum leiðum. Kannski eru þeir þó að tala saman án þess að það heyrist. Ef þeir eru ekki að skiptast á orðum hver við annan, er þá brýn þörf að hlusta, hlera eftir einhverju, svo hugurinn geti hafnað að hvíla lengur tóm- ur og sambandslaus? Hvar? Svo ekki má skjóta loku fyrir að þeir séu að tala, hver og einn láti hugann sóla um myrkvið eldsins, ef það verður afborið eina morgunstund án þess að missa þá tízku sem augnablikið býður að viðhafa á þessum annríku tímum. En tómleikinn bergmálar mynd sína á stein- gráan himin þessa morguns, svo það er ekki aðkenning minnstu vonar sem blaktir í lífi þessa bölvaða staðar; eins og frostið situr hinn júblandi stríðsguð æðrulaus yfir sínum dauða hlut, nennir ekki að veita honum lengur náð eiturlyfsins, og maðurinn liggur eins og flattur fiskur á rauðri mölinni sem kemur undan snjónum og biður ekki um náð, biður um hreint ekki neitt. Hve undarlegur og kyrr í öllu frost- inu. En því staulast hann ekki á fætur aftur og hleypur burtu? Hvert? Já hvert? Ekki hent- ar í leiknum að banka á ennið og spyrja. Það er ekki fallegt að láta í hugann koma svo mikla frekju, næstum skepnuskapur. Kannski er hann í fríi, hefur tekið sér hvíld frá störfum. Á þann hátt skýrist eitt og annað. Hvíld frá öllu tilgangsleysinu, hinum kröfuríku boðháttum lifsins, og þá fær hinn hlutlausi áhorfandi átyllu að standa að nýju frammi fyrir hinum sjálfdauða og horfa í þetta andlit, sjá hina eilífu angist fá á sig hlutarins mynd einn morgun eins og tunga hins dauða haldi áfram að tala sínu máli, máli þagnarinnar, og slöngv- ist eins og heiftug elding af himni og brenni við hlustir áhorfandans, brenni sem þögnin meðan hann horfir hljóður á útskeifa fætur hins sjálfdauða, sólana með sín sundurétnu andlit og hvíta leggina hárlausa og meyjar- lega koma eins og mjóar stengur út úr skónum. Slitnir skórnir hallast hvor frá öðrum þann- ig að augaleið gefst upp eftir hinum dauða endilöngum. Andlitið snjóhvítt, sumstaðar blátt og munnurinn þögul, litlaus rispa fyrir ofan höku. Svo koma augun, þau lýsa enn blæ- brigðalausari kapítula, gína svo ömurlega hálflukt líkt og þau séu vön að sofa þannig starandi tveimur víddum úr volgum holum svipsins sem geymir augasteinana runna á bak við, bak við hvað? Já hvurt í andskotan- um? Eins og hin sambandslausa sjón gefi svipnum eitthvert gildi sem grennslast megi fyrir um í tómstundum morgundagsins. Að láta hugann staldra við þennan dauða hlut undir gráum himni eins og fugl sem er þreytt- ur eftir ferð yfir hafið bláa að vorlagi. En slík töf á engan rétt á sér, hún á ekki heima í erli morgunsins. Svo áhorfandinn lætur sér nægja að þreifa fyrir sér. Hann gengur nær og rekur blankskóaðan fótinn f skrokkinn: Um ekkert er að villast. Þessu er lokið. Hann veit það. En þeir. Hvaðan kemur sú ætlun að þeir viti um þennan hlut, sem hulinn er sjónum þeirra, þeir sem eru grunlausir hver á sínum stað í grenndinni þennan kyrra morgun og vita ekki neitt? Svo hlusta þeir, er það ekki, hverju breytir það annars? Og það sem kann að heyrast, verður það ekki borið undir skynj- unina um þær fíngerðu taugar sem hnýttar eru í sálarfleyið og flytja undarlegar teg- undir hljóoa sem láta kannski á sér skilja undir blönkum himni dagsins, að eitthvað hafi gerzt einhvern tíma, áðan ef til vill, áðan og er ekki meir? Já, hvaðan kemur sá þanki? Af frosinni jörðinni þaðan sem hann liggur sýnast mennirnir stækkaðir; þeir eru mjórri, lengri, svartari eins og þeir séu vaxnir inn í hlutföll ofskynjunar. Öðru hverju koma þessi hvitbláu leiftur, umlykja allt og slíta þá frá umhverfinu sem eru önnum kafnir eins og svartir langir skuggar í öllu sínu veruleysi frammi fyrir augunum dauðu sem halda áfram að stara, hvítar rifur fylltar af gljálausum marm- ara svo að himinn þessa staðar verður ekki kannaður að lit. Né öðru. En því í ósköþun- um er hann annars látinn horfa á þennan hátt, hver býður svo að horfa, stara á ekki neitt frá öngvu lífi? Gefur ástandið ekki tilefni að toga í hárin löng og framstæð sem vaxa fram úr mattri hvítu og loka eða opna? Með rykk. Eða reima þau aftur eins og gamla skó svo neind svipsins spilli ekki friði sakleysingjans sem á þarna leið um. Seinna. Einhvern tíma seinna. Skýtur slíkt ekki ísmeygilegum rótum í iðju- semi hugarins meðan verið er að rýna gegn- um blá glerin á svarta vettlingana: vinnandi? En svo, hvað svo þegar öllu er á botninn hvolft, öllu hverju? Er nokkurn skapaðan hlut að sjá, má hann ekki horfa í ró og næði eins og áður — eins og alltaf framvegis? Það skiptir öngvu hvort eð er. Þeir sitja hljóðir. Þeir eru að horfa yfir hversdagslegt umhverfi staðarins, augu þeirra hvarfla frá einu til annars. Kannski eru þeir að horfa á eitthvað sérstakt, grímurnar eða vettlingana sem þeir hafa lagt frá sér í troð- inn snjóinn, eða reykinn snúast upp í kalt loftið í gráhvítum sveiflum frá sígarettuglóð- inni sem falin er f lófa svo hún ofhitni ekki í hægu morgunkulinu. Ef til vill eru þeir ekki að horfa á neitt sérstakt, sitja bara og bíða kvöldsins, að það komi loksins að nýju með lausn undan þessu öllu, svo þeir geti tekið þátt í vanalegu tilbreytingarleysi þess í fangi einhverrar konu, deilt áhrifum einnar flösku með góðri konu og tekið hana síðan eins og vera ber. Og þeir sitja hljóðir þennan morgun og horfa á eitt og annað eða ekki neitt. Það gerist ekkert. 4 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.