Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 39
Frá Sauðárkróki.
jafnvel fjölmenn þéttbýl sveitar-
félög geta verið, er þau eiga að
sinna þeim skyldum, sem á þau
eru lagðar. Má þar nel'na skipu-
lag byggingarsvæða og nauðsyn-
legar framkvæmdir, sem eru skil-
yrði þess að uppbyggiug geti átt
sér stað. Ennfremur má nefna
skólabyggingar og vatnsöflun,
sem nú eru ofarlega í hugum
margra. Möguleikarnir til að
sinna skyldum og kröfum tímans
eru þá mjög háðir atvinnulífi og
afkomu á hverjum stað.
En sveitarfélögin eru of mörg
og fámenn í dag. Aukin áhrif
koma af þeirri ástæðu einni tæp-
ast til greina. Fjöldi þeirra er
vart fær um að sinna núverandi
skyldum þótt ekki bættust nýjar
skyldur við og aukin ábyrgð.
Bættar samgöngur, tækni og
auknar þjónustukröfur hafa fært
sveitarfélögin svo nærri hvert
öðru, að um byggðarlag er oft þá
fyrst hægt að tala, er menn til-
taka mörg sveitarfélög saman.
Rétt er að hafa hugfast, þegar
rætt er um áhrif sveitarfélaganna
á byggðamál, atvinnumál og al-
menn efnahagsmál, að þau geta
verið öllu virkari með óbeinum
afskiptum heldur en með beinni
þátttöku í atvinnulífinu.
Til þess að svo megi verða að
gagni, þurfa stór byggðarlög að
hafa möguleika á því að reka
markvissa fjármálastjórn. Sú
fjármálastjórn byggist á rúmum
tekjustofnum og ráðstöfun á þeim
möguleikum, sem skapast til
stuðnings sameiginlegum hags-
munum framleiðslugreinanna,
einkum til lengri tíma.
Hagstjórn sveitarfélaga
Aðalhagstjórnaraðili þjóðfé-
lagsins hlýtur að vera ríkisvaldið.
Þó býður sá sveigjanleiki, sem
tekjustofnakerfi sveitarfélaganna
býr yfir, upp á nokkra möguleika
fyrir sveitarfélögin til almennrar
hagstjórnar. Sveitarfélögum er
þannig í sjálfsvald sett, innan
vissra marka, að leggja meiri á-
herzlu á einn skattstofn frekar en
annan, að ívilna ákveðnum aðil-
um og skattleggja aðra þyngra.
Hins vegar hafa sveitarfélög sára-
sjaldan beitt slíkum aðgerðum á
markvissan hátt, í þeim tilgangi
að ná ákveðnu takmarki í þróun
sinni, enda búa fæst sveitarfélög
yfir þeirri þekkingu, sem nauð-
synleg er til að reka markvissa
efnahagsstefnu. Eru því venju-
lega settar fram ákveðnar kröfur
til ríkisvaldsins um hagstjórnar-
aðgerðir ákveðnum sveitarfélög-
um eða ákveðnum landshlutum í
hag.
Telja má víst, að ríkisvaldið
verði áfram sá aðili, sem höfuð-
áhrif hefur í þessu tilliti. Hins
vegar er það sjálfsagt fyrir hin
einstöku sveitarfélög að haga
fjármálaaðgerðum sínum þannig,
að þær samsvari þeirri stefnu,
sem telja má eðlilega. Hafi sveit-
arfélag t. d. áhuga á öðrum vexti,
er eðlilegt, að það hagi fjármála-
stefnu sinni eftir því innan þeirra
marka, sem landslög setja því.
Aðilar, sem veruleg áhrif geta
haft á þessu sviði, eru samtök
sveitarfélaga, bæði landshluta-
samtök þeirra og heildarsamtök-
in, sérstaklega með því að stuðla
að sameiningu sveitarfélaga.
Helztu verkefni
Sveitarfélögin annast lóða- og
byggingarmál, gatna-, holræsa-
og gangstéttargerð, gatnalýsingu,
vatnsveitur, hreinsun, fegrun,
eldvarnir, leikvelli, æskulýðs-
starfsemi, framfærslumálefni
aldraðra, söfn og listastarfsemi,
svo að nokkuð sé nefnt. Þá reka
einstaklingar eða samtök þeirra
ýmsa þjónustu með margháttaðri
fyrirgreiðslu sveitarfélaganna.
Ríkisvaldið eitt fer að öllu
leyti með utanríkismál, dómsmál,
stjórn efnahags- og viðskipta-
mála, kirkjumál, menntamál —
þ. m. t. æðri skólar og sérskólar,
nema iðn- og tónlistarskólar —
útvarp, landssöfn, rannsóknar-,
vísinda- og fræðslustarfsemi, sam-
göngumál, þ. m. t. flugvellir, vegir
og brýr utan þéttbýlis, vitamál,
landshafnir og öryggiseftirlit.
Blandaðir þættir verkefna og
fjárhagslegrar ábyrgðar. Til
þeirra helztu má telja löggæzlu,
skóla, heilbrigðismál, félagsmál,
skipulagsmál, gatnagerð, hafnar-
mál, vatnsöflun, rafmagnsveitur
o. fl.
Á sérstöku yfirliti hér á eftir
hefur verið reynt að gera grein
fyrir helztu greiðslustraumum
milli ríkis og sveitarfélaga.
í 10. gr. gildandi sveitarstjórn-
arlaga nr. 58, 1961, eru tiltekin
verkefni sveitarfélaganna. Efst á
blaði er ákvæði um, að sveitar-
félagi sé skylt að annast fjárreið-
ur og reikningshald sitt. Um þetta
er nánar kveðið á í reglugerð nr.
55, 1963. Ekki skulu hér rakin
ákvæðin.
Reikningshaldið
Það er öllum ljóst, að reikn-
ingshaldið er nauðsynlegt til
þess að skapa því opinbera að-
hald um meðferð fjármuna, sem
það á að bera ábyrgð á.
Hins vegar er í verki ekki til
jafnríkur skilningur á þýðingu
reikningshaldsins eða bókhaldsins
fyrir rekstur þess opinbera. Um
þetta skortir hvort tveggja:
fræðslu um þýðingu reiknings-
haldsins og hagnýtingu nýrrar
bókhaldstækni.
Til þess að þetta megi verða,
þurfa sveitarfélögin sjálf að koma
því til leiðar, að settar verði ítar-
legar reglur um bókhald sveitar-
félaga. Með hagnýtingu nýrrar
tækni, svo sem notkun rafreikna,
má öðlast fjölmargar og mikil-
vægar upplýsingar um afkomu
sveitarfélagsins, sem þó ekki
snerta fjárhag líðandi stundar
beint, heldur geta verið til stuðn-
ings við almenna hagstjórn svo
og auðveldað almenna þjóðhags-
reikningagerð. Um samskiptin við
ríkisvaldið gildir það miklu að
hafa yfir að ráða haldgóðum upp-
lýsingum varðandi viðfangsefnin.
í dag er mjög erfitt að segja til
um þessa hluti með vissu. En
allar upplýsingar um afkomu
sveitarfélaganna eru orðnar of
gamlar þegar þær koma fram, og
í fjölmörgum tilvikum er erfitt
að bera fram upplýsingar sem
ekki orka tvímælis um nákvæmni.
Hlutverk ríkisvaldsins í þess-
um tilvikum er einnig brýnt. Það
þarf í samvinnu við sveitarfélög-
in að setja samræmdar og ítar-
legar reglur um reikningshald,
sem öll sveitarfélög fara eftir.
í því sambandi hlýtur það jafn-
Greiðslur ríkis og sveitarfélaga eftir verkefnaþáttum samkvæmt
fjárlögum og fjárhagsáætlunum 1969:
Þar af til sam-
eiginl. verkefna.
Ríki Ríki Sv.fél. Sveitarfélög
m.kr. m.kr. m.kr. m.kr.
Æðsta stjórn 54 102 Yfirstjórn o. fl.
Forsætis- og menntam. 1172 640 415 415 Skólamál og menn-
Utanríkismál 97 ingarmál
Atvinnumál 800
Dóms- og heilbrigðism. 652 118 102 102 Löggæzla, heilbr.m.
Félagsmál 2352 36 458 796 Félagsmál
Fj ármálaráðun ey ti 401
Samg. og iðnaðarmál 870 156 25 425 Götur, holræsi,
Viðskiptamál 584 hafnir o. fl.
Ýmislegt 18 260 Ýmislegt
Alls: 7000 950 1000 2100