Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 65

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 65
sem var miðdepill Samarkands á dögum Tím- úrs. Þarna er „moska“ og þrjú „madrasahs" musteri (skólar Múhameðstrúarmanna) eru á torginu. Eitt þeirra heitir eftir Úlúg-Beg, annað heitir Sjír-Dar og hið þriðja Tilla- Hari. Musteri þessi eða skólar hafa ekki verið notuð í langan tíma. En hér voru öldum sam- an höfuðstöðvar Múhameðstrúarmanna í Mið- Asíu. Hér fengu lærisveinar sína menntun; hér voru pílagrímar þjálfaðir og Allah ákall- aður. Musterin á Registan eru heimsfræg fyrir byggingarstílinn. Þau eru byggð nokkru fyrr en hið fræga Taj Mahal í Indlandi, en eru í svipuðum stíl. Þessi musteri og önnur í Sam- arkand hafa orðið fyrir nokkru hnjaski í jarðskjálftum og öðru i aldanna rás, en Rúss- ar vinna nú ötullega að því að lagfæra það sem skemmzt hefur. Þeir hafa nýlega rétt við einn mjótuminn á Registan, sem var farinn að hallast mjög og lá við falli. Við skoðuðum að síðustu grafmusterið Gúr- Emir, en þar er gröf sjálfs Tímúrs. Kista Tímúrs, sem var opnuð fyrir 28 árum i rann- sóknarskyni, er gerð úr heilum, svörtum steini mjög sjaldgæfum, sem nefndur er „nefríte", og var okkur sagt, að steinn þessi væri stærst- ur sinnar tegundar, sem fundizt hefur í heim- inum. Á kistu Timúrs er grafin þessi áletrun: „Væri ég á lífi nú, myndi mannkynið skjálfa". Gúr-Emir er stórkostlegt musteri, og hinn býkúpulagaði hjálmur þess í bláum lit gnæfir við himin langt að. Klukkan var orðin þrjú e. h„ og nú töldu gestgjafar okkar mál til komið að snæða hádegisverð. Við ókum í úthverfi Samarkands, þar sem kaupfélag hafði verzlunarmiðstöð. Þar var stórt útiveitingahús í eins konar húsagarði. í miðjum garðinum var stór tjörn og í henni fiskar. Við reyndum þar stanga- veiði, en án árangurs. Hér var setzt að snæðingi í sérstökum skála í garðinum. Skálinn var opinn á allar hliðar. Mikið veizluborð hlaðið mat var í miðjum skála, en í öðrum endanum var úzbeskur pallur með borði, svipaður þeim sem við sát- um á kvöldið áður. Te skyldi drekka á pallin- um að lokinni máltíð. Það væri synd að segja, að við værum svöng, þegar við stóðum upp frá borðum eftir tveggja stunda máltíð. Við skoðuðum kaupfélagsbúðirnar i verzl- unarmiðstöðirini. Hér voru margar verzlanir, sérgreindar eftir vöruflokkum. Vöruúrval var hér miklu minna en á Vesturlöndum; þó fengust hér flestar nauðsynjar. Það var komið sólsetur, þegar við komum á flugvöllinn í Samarkand og halda skyldi aftur til Tasjkent. Eftirminnilegur dagur var senn á enda. Við hefðum gjaman viljað dvelja lengur í Samarkand, en til þess vannst ekki tími í þetta sinn. Það er ógleymanlegt að hafa komið til Samarkands, hinnar fornu menningarborgar. Nafn borgarinnar er úz- beskt og þýðir „ávöxtur og sykur“. Hér var vagga úzbeskrar menningar og lista. Borgin var áður fyrr vin í hinum miklu eyðimörkum, sem fyrr þöktu stærsta hluta landsins, en ör- fokasandurinn hefur í vaxandi mæli orðið að víkja fyrir áveitum og ræktun. Við kvöddum Samarkand með góðar end- urminningar. Eftir klukkustundarflug var lent á flugvellinum í Tasjkent. Það var gott að halla sér á eyrað á hótelinu eftir ánægju- legan dag. Föstudagur 22. ágúst rann upp, sólríkur og heitur. Við ókum fyrst um Tasjkent, komum í úzbeska samvinnusambandið og mættum þar á fundi með fjölda starfsfólks. Hér voru ræð- ur fluttar og sagt frá íslandi. Þá heimsóttum við stjórnarbyggingu Úz- bekistans þar sem sovétið hefur aðsetur. við heilsuðum upp á forsætisráðherra ríkisins og áttum við hann viðræður. Við ókum út fyrir borgina og snæddum há- degisverð í húsagarði við höfuðstöðvar hér- aðssamvinnusambandsins. Vinkonan okkar úzbeska frá því í fyrrakvöld réð hér ríkjum. Húsagarðurinn var blómum skrýddur, hér vaxa rósir og fjöldi suðrænna blóma. Veizlu- borðið var í skugga trjánna, því óþægilegt hefði verið að sitja í sólinni. Hér hófst nú ein stórmáltíðin enn, með ræðuhöldum. Við vorum farin að þekkja svolítið úzbeska mat- inn, en hann bragðaðist okkur yfirleitt mjög vel. Við sátum hér að snæðingi í um tvær stundir. Að lokinni máltíð skoðuðum við kaupfélags- búðir, sem þar voru í nágrenninu. Þá var ekið á hótelið, og við fengum klukkustundar hvild. Síðan var farið að sam- yrkjubúi, sem staðsett var skammt fná hót- elinu. í úzbekistan eru nú um 1000 samyrkjubú, cg að meðaltali munu um 450 fjölskyldur starfa á hverju búi, kolkhozí, eins og þau eru nefnd á rússnesku. Landbúnaður Sovétríkj- anna grundvallast bæði á samyrkjubúum og svo einnig ríkisbúunum, sovkozí, en þeim hef- ur farið fjölgandi á undanförnum árum. Eft- ir að kommúnistar tóku völd í Rússlandi með byltingunni 1917, tók ríkið allt land eignar- námi. Síðan voru stofnsett samyrkjubú. Bændurnir vinna á þessum búum, og afrakstr- inum er deilt á milli þeirra og fólksins, sem á búunum vinnur. Ríkið tekur þó til sín á- kveðinn hluta í tekjuskatt, og lagðar eru til hliðar árlega fjárhæðir til þess að mæta fjár- festingu. Hver bóndi eða fjölskylda hefur á leigu lítinn blett, % til 1 ekru, og þetta land er fjölskyldunni heimilt að nýta til eigin þarfa. Þessar afurðir getur svo fjölskyldan selt á mörkuðum. Samyrkjubúið á öll íbúðar- hús starfsfólksins. Búin eru rekin á sam- vinnugrundvelli. Starfsfólkið kýs sér stjóm og framkvæmdastjóra. Raunverulega má líkja þessu meira við fyrirtæki en búrekstur. Samyrkjubúið, sem við skoðuðum, mun vera i stærra lagi. Þar voru ræktaðir ávextir, baðmull og nautpeningur. Við komum í „menningarmiðstöðina". Þar fræddi framkvæmdastjóri búsins okkur mn reksturinn. Þarna er stór samkomusalur, sem m. a. er notaður fyrir leiksýningar og kvik- myndasýningar. Við skoðuðum bamaheimili, en samyrkjubúið sér um börnin, meðan hjón- skipta um föt. Nú skyldi halda í leikhús. í Tasjkent eru nokkur leikhús, hljómleikahöll og ópera, sem byggð var í síðasta stríði. Við fórum i nýtt leikhús, og í kvöld skyldi vera frumsýning á úzbeskri kvikmynd. Við höfðum fund með leikhússtjóranum, áður en sýning hófst. Þar var mættur framleiðandi kvikmyndarinnar, ungur maður. Myndin var sýnd á breiðtjaldi, var í litum, vel gerð tæknilega. Aðalleikarinn var Úzbeki. Myndin sýndi baráttu byltingarmanna við höfðingjana í Úzbekistan 'árið 1920, sem end- aði með sigri þeiira fyrmefndu. Þar með lauk valdaferli Khansins í Khíva og Emírsins í Búkhara. Laugardagur 23. ágúst. í dag skyldi fljúga til Georgíu. Við skoðuðum söfn fyrir hádegi og snæddum svo hádegisverð á flugvellinum í Tasjkent. Um flugvöll þennan virtist vera mikil umferð. Hér er miðstöð fyrir Asiuflug sovétmanna. SAS-flugfélagið hefur hér við- komu á leiðinni til Austurlanda. Dvölin í Úzbekistan var nú á enda. Þrír dagar voru alltof stuttur tími til þess að kynn- ast landi og þjóð. Við fengum þó margt að sjá á þessum stutta tíma. Þjóðlífið í Úzbekistan er gjörólíkt því sem við þekkjum á íslandi. Stjómarhættir eru hér aðrir og loftslag gjörólikt. Landið er baðað í sól mestan hluta árs. Fólkið er sérstaklega viðkunnanlegt, glaðvært og frjálst í fram- komu. Það á aldagamla menningu að baki. Það var mjög athyglisvert að sjá hina geysimiklu uppbyggingu í Tasjkent, og Sam- arkand var ævintýraborg liðinna alda. Það sem verður minnisstæðast okkur íslending- unum úr dvölinni í Úzbekistan verður þó kvöldið á árbakkanum í sveitaþorpinu. Við hádegisverðinn á flugvellinum mætti stjórn samvinnusambandsins í Úzbekistan. Nú kom sérstakt tækifæri til ræðuhalda, og var það óspart notað. Við þökkuðum gest- gjöfum okkar fyrir þrjá viðburðaríka daga í Úzbekistan, og þá ekki sízt félaga Kasanov, sem var með okkur allan tímann. Við höfð- um einnig ástæðu til þess að þakka félaga Sergei Gornóstaév. Hann reyndist bezti farar- stjóri og góður í raun. Hann bjó yfir sjó af fróðleik og gekk meðal okkar undir nafninu „gangandi alfræðibókin". Og hún Natasja hafði afrekað miklu þessa þrjá daga. Hún var framúrskarandi góður Kaupfélagsverzlun i Sovétrikjunum. in vinna á búinu. Ekki gafst mikill tími til þess að kynnast vinnubrögðum á samyrkju- búinu, enda áliðið dags. Það var líka búið að koma upp stóru veizluborði í garði fyrir utan aðalbyggingu búsins. Hér hófst svo ný úzbesk máltíð. Forstöðumenn búsins og sér- stakur fulltrúi frá flokknum voru hér mættir. Það voru haldnar margar ræður með tilheyr- andi og Natasja fékk varla tíma til að borða. Að loknum miklum kvöldverði var ekið á hótelið cg við fengum klukkutíma til þess að túlkur og aðlaðandi persónuleiki. Við stigum upp í þotuna kl. 2:30 síðdegis. Ferðinni var heitið til Tíblísí, höfuðborgar Georgíu. Á leið okkar flugum við yfir Kýzýl-Kúm- eyðimörkina i Úzbekistan. Þar sást ekki sting- andi strá. Ósjálfrátt kom sú spurning upp í hugann, hvernig umhorfs væri nú í Úzbekist- an, ef landið hefði ekki orðið hluti af hinum sósíalísku Sovétríkjum. Svar við þeirri spurn- ingu fæst aldrei. 4 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.