Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 46
Árni Larsson: Það sjást nokkrir menn. Þeir eru svartklæddir, fötin hanga hólkvíð utan á grindhoruðum likömum þeirra. Fötin eru að mestu gljálaus, þó ekki mött, en áferð- in þung og minnir á slit. Mennirnir klæðast svörtum samfestingum kámugum af olíu, sem drekkur í sig rykið og skítinn svo að þeir eru næstum kolsvartir eins og himinn einnar nætur getur orðið þegar lítið er um fánýtar stjörnur. En þeir standa undir steingráum morgun- himni hver á sínum stað eins og svartir mjó- slegnir hestar á opnu svæði, sem finna tak- mörk sín við háa ryðgaða bárujárnsgirðingu, málningin horfin frá sínum ókennilega lit, flosnuð af og loðir viðast við bárótt járnið eins og steinrunnin lauf sem frostið litar hvít. Mennirnir hafa verk að vinna og þeir kunna tökin á hlutunum. Þeir vinna hægt og öruggt til þess að vera endingarbetri; að þola betur að vinna hægt og öruggt áfram, kannski næstu daga. Þeir standa beygðir yfir verki sínu, hreyfingarnar bundnar vana og sljóar eins og alltof hæggeng kvikmynd sem hugurinn þekk- ir og veit vera að snúast af hjólinu, sama myndin sýnir aftur og aftur sama vonlausa stritið eins og Sisýfosarsteininn þunga: hve vonlausir hljóta þeir annars ekki að vera. Og það eru þeir. Enn hafa þeir ekki rekið augun í þann sem kemur við söguna núna: þann dauða. Að lík- indum hefur það verið síðasta glappaskot hans að parkera skrokknum af sjálfum sár svo fjarri augsýn nokkurs manns. Meira að segja frostið þennan morgun lætur heiminn þegja yfir fundi þessum, sem hinn hlutlausi áhorfandi á einn aðild að og fær nú að skemmta sér við. Einn og hreyfingarlaus liggur hann á hvítri jörðinni; snjórinn hefur þiðnað dálítið I kring- um hann. Handleggirnir eru hálfkrepptir um olnboga; önnur höndin vísar í áttina að fót- leggjunum sem hvíla aðskildir; slitnir leður- skörnir vísa hvor frá öðrum eins og leggir í stóru V. Svona liggur hann eins og sjálfdauð skepna, einn og fjarskalega hlutlaus á þessum stað, og virðist sanka þeim rökum að vitund- inni, að þeir séu búnir að kveðja, kyssa hann endanlega á framlágt ennið, bless. Hvað sem öðru líður, lítur enginn upp og reynir að bera kennsl á hann, né leita á hon- um, ekki endilega eftir peningum eða skil- ríkjum, fremur þukla eftir pilluglasi eða kannski flösku með eitri. Það er sennilegra að hann hafi orðið allur af einni göróttri benzínmixtúru. En þess verður ekki krafizt að hinir granda- lausu leiti af sér allan grun, þann sem er ekki einu s rni til staðar, þreifi undir rauðan tób- aksklútinn sem bundinn er um hálsinn: þreifi eftir svosem hverju, hverjum andskotanum? Þeir láta hann liggja einan, grafinn þögn- inni, eins og í sjálfsögðu samkomulagi um að ekkert verði hægt að gera. Ekkert. Um síðir kæmi einhver og afgreiddi þann dauða, vipp- aði skrokknum upp á vagn og trillaði nánum í kaldari geymslu fyrir kvöldið, unz tími gæfist til að stinga honum niður, niður í frosna jörðina; líkgeymslu alheimsins. Snæri snúið um ökkl- ann og upp á það þrœtt lítið pappaspjald með hreinlegri áletrun NO 6231 DATO 12-4. En því miður gefst ekki ráðrúm til að verða sér úti um neinn útsendara til að athuga gang sögunnar, kanna líkur fyrir slíkri hirðingu á næstunni, auk þess sem slík fyrirhöfn væri óþarfi. Þarna gerist ekkert I þá áttina. Hver og einn hefur verk að vinna, og mennirnir eru sokknir niður I verkið. Allir eru á sinum stað, og þeir hafa ekki rekið augun í hinn dauða, eiga öngvan þátt í hinum orðna hlut. Allt hefur sinn vanagang undir sólarlausum himni þessa morguns, enda þótt jörðin undir þessum himni hafi að geyma þráláta blekkingu sem nærvera mannsins skapar þarna, að þeir eigi að gera eitthvað. En þeir geta ekkert gert, af því að þeir hafa ekki minnstu hugmynd um nokkurn hlut, vita ekki neitt. Þeir hafa ekki rekið augun í gamla stór- köflótta sparijakkann, skítuga flibbalausa skyrtu sem er opin I hálsinn svo að það skin í hann beran. Gráar buxurnar minna fremur á poka, upplitaðar í klofinu af hlandi, og skórn- ir á fótum mannsins slitnir og kómískir á að líta I hinum afslöppu hvíldarstellingum í af- viknu skoti; í horninu upp við háu bárujárns- girðinguna og gulan kaffiskúrinn, lítið hús sem stendur á tveimur hjólum I snjónum eins og yfirgefinn sirkusvagn sem slitnað hefur úr tengslum við hina löngu vagnalest á ferð um heiminn. Nei, I öllu þessu eiga þeir öngva hlutdeild. Það er ekki á valdi eins eða neins að gera nokkurn hlut (segja þeir seinna?) nema það eitt sem þeir eru uppteknir af þessa stundina. En fæðist ekki i vitund áhorfandans sú hyggja, að svona nokkuð sé vítaverð uppgjöf? VAR hann nokkuð annað en helvltis umrenningur? Kemur ekki að þvi, að einhver tali hærra en vanalega og hrópi í skrækróma ákefð yfir tómlegt sviðið eins og sápuþveginn trúboði: Svona á ekki að lifa! Já, og af gefnu tilefni er nú ekki hægt að hrópa: Ja hérna. Loksins. Þar kom að því. Að hann skyldi ekki þola lengur hina fínu mannúðarrútínu; af götunni á hælið fylltur af vitamínum, antipusum og kjarnafæðu. Af hælinu út á götuna aftur hress og stæltur og búinn undir næsta túr. Síðan á hælið aftur, já aftur og aftur eins lengi og hann þyldi, bara hann þyldi nú þessi dýru lögboðnu atlot. Svo allt í einu dirfist hann að geispa golunni alveg eftirmálalaust, búinn að spandéra lífi sínu út f bláinn. Þessi líka djöf- ull. Og nú getur hann legið þarna frjáls og háður ekki neinu og veitt af örlæti dauðans. Nei, sá dauði verður aldrei vakinn. Það eru komnir bláir blettir á hann þar sem skín i hann beran, svo að hinum friðsæla svefni verður ekki raskað; hann verður aldrei krafinn sagna. Samt er eins og hann segi óspurður, að hann hafi alltaf legið þarna og verði þar kyrr á morgun. í svipnum býr einhver stað- festa sem er varanlegri en tærir vatnsdrop- arnir i úfnum skeggtjásunum, eins og teygðir drættirnir sem blasa við sjónum í sólskorpnu andlitinu þynnist út i tóm sem verður ekki hugsun gripið, þeir tilheyri ekki lengur þessum tima en skipist í mynd þess höfuðs sem leit dagsins Ijós á skóflublaði hins grunlausa mó- tekjumanns; þúsund ára höfuð sakamannsins 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.