Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 70

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 70
HEIMILIS^ § Bryndís Steinþórsdóttir C1 >3 'S.snmmH HANDAVINNA YNQSTU LESENDANNA JÓLATEPPI EFNI: 35x55 sm af hessianstriga eSa bastdregli. Grœnt, rautt, svart og bleikt filtefni eða annað þétt meðalþykkt efni. Jólaklukka og snúra í sama lit og klukkan. Gœruskinnsafgangur eða aðrir skinnafgangar. (í stað þeirra er hœgt að nota bómull). Faldið teppishliðarnar með mjóum faldi. Faldið efri brún teppisins með 2x3 sm faldi og þræðið bambusstöng þar í. Búið til hanka eða skrúfið lykkjur í stöngina. Rekið kögur á neðri brún teppisins. Búið til snið af jólasveininum og sníðið síðan stígvélin svört, vett- lingana græna, kápuna og húfuna rauða, andlitið bleikt, augu og eyru svört en nef og munn rauðan. Límið síðan eða saumið stígvélin fyrst, næst kápuna, andlitið og húfuna. (Ath. að inn undir húfuna kemur hárið). Límið að síðustu eyru, augu, nef og munn, einnig skegg og vett- linga. Búið til gat á teppið með grófum bandprjóni og dragið snúruna þar í gegn, eins og jólasveinninn haldi um hana. Festið síðan snúruna á bjölluna í vinstra horn teppisins. Hnýtið hnút á hinn endann, sem kippt er í þegar hringja á bjöllunni. TASKA Þessi litla taska er fljótunnin jóla- gjöf, sem kemur sér vel að hafa með t. d. í jólaboð eða á jóladans- leikinn. EFNI: 18x42 sm af efni, fóðri og millifóðri eða öðru stífu efni. Lítill spegill. fsaumsgarn og hnapp- ar í lit við efnið. Sníðið töskuna úr efni sem á vel við kjólinn eða úr sama efni og kjóllinn er. Mælið fyrst 14 sm, sem er framhlið töskunnar, næst 14 sm bakhlið og 12 sm lok. Finnið miðjuna á lokinu og strikið hring, sem er minni en spegillinn. (Ath að það skiptir ekki máli hvort spegillinn er kantaður eða hringlagaður). Saumið eftir strikinu tunguspor eða hnappagataspor og látið hnútana vísa inn að miðju. Saumið síðan önnur skrautspor, t. d. lykkjuspor, leggsaum (kontorsting) og fræhnúta eða festið perlur í kringum speg- ilinn. Klippið því næst innan úr hringnum þar sem spegillinn á að koma. Þræðið millifóðrið á röngu efnisins og klippið hring úr því á sama hátt og á efninu sjálfu, en 2x3 mm stærri. Festið fóðrið síðan við útsauminn á röngunni. Búið því næst til slíður eða vasa fyrir spegilinn sem er festur á röngu fóðursins. Leggið því næst réttuna á fóðrinu á móti efnisréttunni og saumið með eins sm saumfari hliðarnar og fyrir endann á töskulokinu. Strauið saumförin út og klippið milli- fóðrið við sauminn. Snúið töskunni við og gangið frá opna endanum i höndum. Þræðið brúnirnar og stingið kantana með eins sm stungu ef vill. Saumið að síðustu hneppslur og festið hnappa á töskuna. JÓLAÓRÓI ÚR KÖNGLUM Búið til hring úr stálþræði eða tágum, þvermál er hæfilegt um 24 sm. Veljið stærstu könglana og festið þá með blómavír á hringinn, þannig að vírnum er brugðið á milli neðstu blaðanna og snúið upp á hann áður en fest er við hring- inn. Ef könglarnir eru of fáir er fallegt að festa litlar grenigreinar á milli þeirra. Festið síðan jafnlöng rauð silkibönd á hringinn, bindið þau saman og festið með einu bandi upp í loft eða glugga. Hnýtið sfðan mislöng bönd neðan í hringinn og festið köngla eða litla könglakransa með perlum á milli, í böndin. KJÖTVEFJUR með mismunandi fyllingum 1 kg nauta-, lamba-, hrossa- eða hvalkjöt. 100 g reykt flesk. 3—4 msk smjörl. eða steikingarolía. Salt, pipar, (hvitlauksduft) . % l vatn eða kjötsoð. SÓSAN: 3 msk hveití, dl vatn. Beztur er alikálfa- eða nautavöðvi í þennan rétt. Skerið kjötið í fingurþykkar, jafnstórar sneiðar, þversum á kjötþræð- ina og berjið. Blandið kryddinu saman og stráið yfir sneiðarnar. Skerið fleskið í ræmur og leggið eina ræmu á hverja kjötsneið. (Til að drýgja réttinn er gott að hafa kjötfars í fyllinguna og er þá um ein tsk látin á hverja kjötsneið). Vefjið sneiðarnar síðan þétt saman og festið með kjötprjónum eða seglgarni. Steikið kjötrúllurnar og sjóðið i 2—3 stundarfjórðunga eftir kjöt- tegund. Síið soðið og jafnið með hveitijafningi. Kryddið og bætið sósulit í ef vill. Berið kjötvefjurnar fram með soðnum eða frönskum kartöflum, rauðkáli og soðnu grænmeti eða hráu grænmetissalati. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.