Samvinnan - 01.09.1975, Side 3
Eru Vestfirðir í hættu?
ByggSastefna og jafnvægi í byggð landsins eru
slagorð af því tagi, sem svo oft og lengi hefur
verið klifað á, að almenningur er orðinn ónæmur
fyrir þeim. Flestir gera sér Ijóst, að æskilegast er,
að byggðin sé sem jöfnust um landið allt og fáir
óska eftir, að landið breytist í borgríki við Faxa-
flóa. Vart getur dapurlegri sýn en byggð, sem
komin er í eyði; auð og yfirgefin hús með tómum
gluggum í dauðakyrrð, dæmd til að grotna niður
smátt og smátt. Slík sjón kemur við hjartað í
hverjum einasta manni.
Hitt vita færri, hvernig byggðin hefur þróazt frá
upphafi vega og hvers vegna sífellt hefur sigið
á ógæfuhlið í þessum efnum. Áreiðanlega gera
menn almennt sér okki grein fyrir, hve mikilvægt
mál er hér um að 'æða og hve miklu varðar að
takist í tíma að breyta þróuninni til betri vegar.
Röskun byggðajafnvægis er ekki óviðráðanlegt
fyrirbæri í ætt við náttúruöflin: Stjórnvöld geta
miklu um það ráðið með margvíslegum aðgerðum,
hvort fólk flyzt frá einum stað til annars. Þetta
hefur verið gert með góðum árangri erlendis.
Byggðajafnvægi er aðeins einn þáttur stjórnsýslu,
sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi hér á landi.
Samvinnan hefur birt í tveim síðustu heftum
stórmerkar greinar um byggðamál eftir Bjarna
Einarsson, bæjarstjóra á Akureyri. í fyrri grein-
inni var rakin þróun þyggðar á Islandi frá land-
námstíð, en í þessu hefti er vikið að hlutdeild
samvinnuhreyfingarinnar í þessum efnum og ýms-
um fleiri þáttum.
Fjölmörg atriði munu vekja athygli í grein
Bjarna, til dæmis það sem hann segir um Vest-
firðina. Hann telur, að þeir séu tvímælalaust sá
landshluti, sem sé í mestri hættu með að leggjast
í auðn. Eins og kunnugt er hófust skipulegar að-
gerðir til að stöðva þessa þróun 1964 með gerð
áætlunar um samgöngubætur innan Vestfjarða.
En Bjarni telur, að sú áætlun hafi ekki gengið
nógu langt og hafi ekki verið fylgt eftir með
öðrum aðgerðum. Vandamálið sé því enn fyrir
hendi.
Fyrir þá, sem ekkert skilja nema það sé lagt
fyrir þá útreiknað í tölum, ætti að vera fróðlegt
að lesa vangaveltur Bjarna um, hvað það mundi
kosta að flytja alla Vestfirðinga suður: „Ibúar
Vestfjarða voru 1973, 9983 sem svarar 2377 með-
alfjölskyldum. Blokkaríbúðirnar einar mundu kosta
yfir 13 milljarða. Ég veit ekki hvers virði aðrir
fastafjármunir en íbúðir Vestfirðinga eru, en varla
er það undir tvöföldu verðmæti íbúðanna. Heildar-
kostnaður við flutninginn er þá varla undir 40
milljörðum. Og þá spyr ég, hve miklu má kosta
til árlega að fyrirbyggja þetta þjóðarólán? Víxil-
vextir af 40 milljörðum eru 6.4 milljarðar á ári.“
Dómur Bjarna um samvinnuhreyfinguna og þátt
hennar f að viðhalda jafnvægi í byggð landsins
er sannarlega uppörvandi fyrir samvinnumenn, en
hann segir meðal annars:
„Ég er ekki í vafa um, að ef þýðing starfsemi
samvinnufélaganna fyrir þróun byggðar á íslandi
væri könnuð kæmi í Ijós, að hún hefur ráðið úr-
slitum í að byggð hefur haldizt á fjölda þeirra
staða sem nú eru lífvænlegir. Ég vil sjálfur taka
svo djúpt í árinni að segja, að hefði samvinnu-
félaganna ekki notið við væri ísland þegar orðið,
eða að verða — borgríki við Faxaflóa."
Þriðja greinin í greina-
flokki Samvinnunnar
um náttúruvernd fjallar
um votlendi og vernd
þeirra og er eftlr Arn-
Þór Garðarsson( nátt-
úrufræðing og prófess-
°r við líffræðideild Há-
skóla íslands. Eins og
áður hefur verið getið
er efni flokksins sótt í
náttúruverndarþing sem
haldið var á síðastliðnu
vori. í fyrri greinum
fjallaði Árni Reynisson,
framkvæmdastjóri Nátt-
úruverndarráðs, um
friðlýsta staði, þjóð-
9arða og fólkvanga, og
Agnar Ingólfsson nátt-
úrufræðingur tók fjörur
°9 grunnsævi til með-
ferðar. Náttúruvernd er
eitt þeirra þörfu mála,
sem almenningur hefur
vaknað til vitundar um
á allra síðustu árum.
Samvinnan hefur orðið
vör við ríkan áhuga á
efni um náttúruvernd —
og ef til vill birtast
fleiri slíkar greinar í
næstu heftum.
Ljóð þessa heftis er
eftir Hrafn Gunnlaugs-
son, ungan höfund, sem
mikið hefur látið að sér
kveða á undanförnum
árum. Hrafn vakti fyrst
athygli sem einn af
höfundum Matthildar-
þáttanna í útvarpinu, en
hefur síðan haslað sér
völl sem Ijóð- og leik-
ritaskáld. Eftir hann
hafa komið út þrjár
þækur, Ástarljóð, sagan
Djöflarnir og sjónvarps-
leikritið Safla af sjón-
um. Samvinnan birtir í
hverju hefti Ijóðmæli,
jafnt eftir yngri sem
eldri höfunda. Margir
kunnir höfundar hafa
lagt ritinu lið í þessari
viðleitni, svo sem Hann-
es Pétursson, Þórarinn
Eldjárn, Ólafur Jóhann
Sigurðsson, Pétur
Gunnarsson, Sigurður
A. Magnússon, Steinar
Sigurjónsson og fleiri.
Málefni Grænlands hafa
verið mjög á döfinni
hér á landi, ekki sízt
í tilefni leikritsins ínúks.
Samvinnan birtir nú at-
hyglisverða grein eftir
kunnan grænlenzkan
ritstjóra um stærsta
vandamál landa hans:
áfengið. Við íslending-
ar erum smáþjóð, sem
á sér sérstæða sögu og
ríka menningararfleifð,
og skiljum því manna
bezt þá ískyggilegu
þróun, sem átt hefur
sér stað hjá grönnum
vorum Grænlendingum.
Samkvæmt þeim tölum
og upplýsingum sem
birtar eru í þessari
grein er í algert óefni
komið. Niðurlagsorð
höfundar eru þungur
dómur um stefnu Dana
i Grænlandsmálum, en
þar segir: „Tilraunin til
þess að gera Græn-
lendinga að annars
flokks Dönum hefur
reynzt dýrkeypt. Hún
hefur sært Grænlend-
inga svöðusári.
Sjúka þjóð er ekki
hægt að lækna með
því að fá henni meiri
„velmegun" og hærri
lífaldur. Enginn læknar
hana nema hún sjálf.
Það verður ekki fyrr en
Grænlendingar hafa aft-
ur fengið trú á sjálfum
sér, að áfengisvanda-
málið verður leyst.“
$ Samvinnan
Sentomber 1975, 69. árganflur, 7. heltl.
Útgetandi: Sambartd íslenzkra samvinnu-
fétaga. Ritstiórí: Gylfi Gröndal. Af-
greíðsfa og aufllýsíngar: Gunnar Guðna-
son. fiitstjórn og afgreiðsla: Suður-
ianósbraut 32, síml 81255. Kemur út
tiu sinnum á ári. Áskriflarverð: 1500
krónur. í iausasöiu 200 krónur hvert
hefti. Gerð myndamóta: Prentmyndestof-
an hf. Litflreinínfl á forsiðu: Prentmynd
sf. Prentun: Prentsmlðjan Edda hf.
3 Forustugrein og ritstjórarabb.
4 Starfsemi samvinnufélaga hef-
ur ráðið úrslitum. Grein um
byggðaþróun eftir Bjarna Ein-
arsson, bæjarstjóra.
10 Áfengi: þjóðarsjúkdómur
Grænlendinga. Grein eftir
Jörgen Fleischer, ritstjóra
Grænlandspóstsins.
12 Vangaveltur eftir Sigvalda
Hjálmarsson.
13 StfU Norræna hússlns. Grein
um finnska arkítektinn Alvar
Aalto.
14 Veggmynd um sauðfé, sagt frá
nýrri veggskreytingu eftir
Snorra Svein Friöriksson hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga á
Sauðárkróki.
16 íslensk votlendi og vemd
þeirra. Grein eftir Amþór
Garðarsson, náttúrufræðing.
18 Logn. ijóð eftir Hrafn Gunn-
laugsson.
19 Fyrstu sporin: Hið nýja er
sterkara en iiið gamla.
20 Eldur logar um nótt, smásaga
eftir Leck Fischer.
22 Bamasiðan.
26 Vísnaspjall
26 Verðlaunakrossgáta Samvinn-
unnar.
FORSÍÐAN:
Þessa skemmtilegu svipmynd af
skræpóttum og fagurgljáandi
skellinöðrum íyrir neðan kirkj-
una á Akureyri hefur Sigurgeir
Sígurjónsson ijósmyndari tekið.
Akureyri kemur mikið við sögu
i grein Bjarna Einarssonar bæj-
arstjóra þar á blaðsiðu 4.
3