Samvinnan - 01.09.1975, Side 6
STARFSEMI
SAMVINNU-
FÉLAGA
HEFUR RÁÐIÐ
ÚRSLITUM
ágóðavonar. Dæmin um fisk-
vinnslustöðvar, bíla- og búvéla-
verkstæðin og önnur fram-
leiðslu- og þjónustufyrirtæki
eru svo mörg, að óþarft er upp
að telja. Einnig eru mörg
dæmi um að kaupfélög hafi
stutt efnilega athafnamenn
með framlögum til fyrirtækja
þeirra, jafnvel með minni-
hlutaþátttöku. Hefur kaupfé-
lagið þá í senn verið aflgjafi
og skapari trausts og festu.
Eitt skemmtilegasta dæmið um
slíkt er stofnun Flugfélags
Akureyrar á sínum tíma. Lengi
er hægt að halda áfram á
þennan hátt og ræða um
framlög kaupfélaganna til efl-
ingar menningarlífs á félags-
svæðum sínum o. s. frv. En ég
get ekki stillt mig um að
minnast á tvennt, sem ég
heyrði á byggingaráðstefnu á
Akureyri ekki alls fyrir löngu.
Ungur maður stóð í ræðustól
og sagði frá hve miklum erfið-
leikum húsnæðisskortur ylli í
sínu byggðarlagi, og þar væru
engir byggingaverktakar. Þá
gat hann þess, að til umræðu
væri að kaupfélagið færi af
stað með slíka starfsemi,
byggði íbúðir og seldi til að
bæta ástandið.
Annar ungur maður kvartaði
undan erfiðleikum í húsbygg-
ingum í sínu byggðarlagi, m.
a. vegna þess, að húsbyggjend-
ur hefðu ekkert kaupfélag til
að styðja sig við.
Ég get ekki skilið við þennan
þátt án þess að ræða um þann
stað, sem samvinnuhreyfingin
hefur átt hvað mestan þátt í
að byggja upp og treysta, Ak-
ureyri.
í sögu Akureyrar hafa skipzt
á skin og skúrir eins og í sögu
annarra byggðarlaga. Tími há-
karlaveiða leið og síldin kom í
staðinn og hvarf aftur. Ein-
stakir athafnamenn hafa lagt
mikið af mörkum til eflingar
bæjarins. Sum einkafyrirtæki
hafa horfið af sjónarsviðinu en
önnur hafa haldið áfram, og í
dag eru mörg merkileg fyrir-
tæki rekin á Akureyri. En það
er lán Akureyrar, að í öllum
sviftingum íslenzks atvinnulífs
hefur bærinn átt gífurlega
sterkan bakhjarl þar sem er
starfsemi Sambandsins og
K. E. A. Iðnaðarfyrirtæki sam-
vinnumanna hafa verið bæn-
um sú trausta undirstaða, sem
staðið hefur af sér öll hret.
1973 voru unnin 1663 mannár
i iðnaði á Akureyri, iðnaði
samvinnumanna og öðrum, en
það voru 35,2% allrar atvinnu-
starfsemi í bænum. Og launa-
greiðslur kaupfélagsins og
Sambandsins námu það ár
samtals um 580 millj. kr. sem
var 18,8% allra greiddra launa
á Akureyri.
Ég er ekki í vafa um, að ef
þýðing starfsemi samvinnufé-
laganna fyrir þróun byggðar á
íslandi væri könnuð kæmi í
ljós, að hún hefur ráðið úrslit-
um í að byggð hefur haldizt á
fjölda þeirra staða sem nú eru
lífvænlegir. Ég vil sjálfur taka
svo djúpt í árinni að segja, að
hefði samvinnufélaganna ekki
notið við væri ísland þegar
orðið, eða að verða, borgriki
við Faxaflóa.
• ÁSTAND BYGGÐARINNAR
1973
Nú er sjálfsagt kominn tími
til að ég reyni að fjalla örlítið
um byggðaþróun með tilliti til
framtíðarinnar.
Fyrsta desember 1973 voru
íslendingar 213.499. í þéttbýli
bjuggu 185.965 eða 87,1% en
í sveitum 27.534 eða 12,9%.
Afleiðing þeirrar þróunar,
sem ég hef lýst hér að framan
er eftirfarandi skipting á
landshluta:
Rvík og Reykjan. 126.416 59,2%
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland
Austurland
Suðurland
13.649 6,4%
9.983 4,7%
33.251 15,7%
11.758 5,5%
18.442 8,6%
Síðan 1901 eða síðan 1940
hefur fólki fækkað einungis á
Vestfjörðum, en hlutfallstala
allra landshluta nema Reykja-
ness hefur lækkað mikið. Við
skulum nú aðeins líta á hvern
landshluta fyrir sig.
Á Reykjanessvæðinu búa nú
126 þúsund í þvílíku nábýli, og
við það góðar samgöngur, að
allt svæðið er í raun runnið
saman í eina félagsheild. 99,1%
íbúanna búa í þéttbýli en 0,9%
í sveit. Það skiptir ekki höfuð-
máli hvar á þessu svæði er búið
með tilliti til atvinnu eða þjón-
ustukaupa. Þarna er atvinnu-
og þjónustuúrval mest. Hins-
vegar eru vandamál fjöldans
farin að segja til sín þó fólk
veiti þeim kannski ekki athygli
nema þegar það er fast í um-
ferðarkösinni. Ég þekki ekk-
ert land á okkar þróunarstigi,
sem býr við eins hátt hlutfall
höfuðborgarsvæðis af sinni
heildaríbúatölu.
Næst skulum við líta á Suð-
ur og Vesturland. Þetta eru
víðáttumiklir landshlutar, mat-
arbúr Reykjanessins. Báðir eru
þeir nú að tengjast Reykjanes-
svæðinu með úrvals vegum og
stór hluti íbúa þeirra mun í
vaxandi mæli geta notið beinn-
ar þjónustu frá Reykjavík.
Vegna þess að þetta eru víð-
lendustu landbúnaðarhéruð
landsins, sem þar að auki eru
í beztu markaðssambandi við
Reykjanessvæðið, er dreifbýl-
ishlutfall þeirra beggja mjög
hátt. Á Vesturlandi búa 31,3%
í sveit en á Suðurlandi 37,6%,
og eru Vestmannaeyjar þó
taldar með Suðurlandi. Þetta
eru hæstu dreifbýlishlutföll
landsins, sem táknar m. a. að
báðir þessir landshlutar eiga
góðan varasjóð af fólki. Báðir
landshlutar eiga góðan aðgang
að öðrum auðlindum en land-
búnaðarlandi, fiskimiðum og
orkulindum. Ekkert bendir því
til að hafa þurfi áhyggjur af
framtíð þessara landshluta. í
báðum eru reyndar jaðarsvæði,
Dalasýsla og Vestur-Skafta-
fellsýsla, en bæði eru að fá
bætt samgöngutengsl við aðra
hluta sins landshluta. Ýmis
vandamál eru sjálfsagt óleyst
i báðum landshlutum, en þau
eru þess eðlis, að þau leysast
með fjármagninu einu saman.
Ef við lítum til þeirra þriggja
landshluta sem eru ótaldir,
Vestfjarða, Norðurlands og
Austurlands, blasir við okkur
allt önnur mynd. Allir eru þess-
ir landshlutar það langt frá
höfuðborginni að þeir fá ekki
notið beinnar þjónustu þaðan,
og verða íbúar þeirra því að
búa að sínu.
Á Vestfjörðum hefur fólki
fækkað um 2970 manns síðan
1940 eða um 22,9%. Einungis
23% Vestfirðinga búa í dreif-
býli, og sé litið til hinna eig-
inlegu Vestfjarða, svæðisins frá
Látrabjargi til Snæfjalla-
strandar, er þetta hlutfall enn
lægra. Þetta landsvæði á engan
varaforða fólks í sveitum. Og
þó tekjur þéttbýlisbúa Vest-
fjarða séu mjög háar, flytur
fólk enn frá þessum stöðum,
þangað sem það hefur aðstöðu
til að eyða peningum. Vestfirð-
ir eru tvímælalaust sá lands-
hluti, sem er í mestri hættu
með að leggjast í auðn. Skipu-
legar aðgerðir til að stöðva
þessa þróun hófust 1964 með
gerð áætlunar um samgöngu-
bætur innan Vestfjarða og við
þá. En hvorttveggja var, að
sú áætlun gekk ekki nógu langt
og henni hefur ekki verið fylgt
nægilega eftir með öðrum að-
gerðum, svo að vandamálið er
enn fyrir hendi.
Norðurl&nd er víðlendur
landshluti,, sem skiptist niður
í fimm landfræðilega afmörk-
uð héruð. 28,9% Norðlendinga
búa enn í sveit, misjafnlega
eftir héruðum. Höfuðstyrkur
Norðurlands er miðjan, Eyja-
fjörður ásamt Akureyri, en jað-
arsvæði eru þó í verulegri
hættu, svo sem Norður-Þing-
eyjarsýsla. Hinsvegar er Norð-
urland sá þessara þriggja
landshluta, sem auðveldast er
að efla með ýmsum klassisk-
um byggðaþróunaraðgerðum,
svo sem samgöngubótum og
staðsetningu fyrirtækja og
stofnana.
Á Austurlandi hafa skipzt á
skin og skúrir, en nú má segja
að þar ríki tiltölulega stöðugt
ástand. Dreifbýlishlutfallið þar
er 28%, sem er mun hærra en
á Vestfjörðum og aðeins lægra
en á Norðurlandi. Brýnt hags-
munamál Austlendinga eru
samgöngubætur innan lands-
hlutans. Hringvegurinn nýi
hefur bætt stöðu landshlutans
og ef tekst að tryggja rekstur
bílferju frá Austurlandi til
meginlands Evrópu má búast
við talsverðri sálfræðilegri af-
stöðubreytingu, þvi þá er
Austurland ekki lengur af-
skekktur landshluti heldur að
verulegu leyti framhlið lands-
ins.
• VANDAMÁL ALDURS-
SKIPTINGAR OG AT-
VINNUSKIPTINGAR
Eitt einkenni þjóðar okkar er
aldursskiptingin. Fæðingar-
tala hækkaði mjög á stríðsár-
unum og fór hækkandi eftir
stríð. Hún var mjög há á ár-
unum 1950—1960, en þann ára-
6