Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Page 8

Samvinnan - 01.09.1975, Page 8
STARFSEMI SAMVINNU- FÉLAGA HEFUR RÁÐIÐ ÚRSLITUM áþekkt menningarlegt og póli- tískt mikilvægi, sem halda hvorri annarri í jafnvægi. Ef vandamál kemur upp í einu héraði verður það ekki, eins og í Frakklandi, að þjóðar- vandamáli“. Þetta er talin höfuðástæðan fyrir hinu góða jafnvægi sem ríkir i vestur-þýzku samfélagi, þetta landfræðilega jafnrétti. Hve ólíkt er þetta ekki íslandi? Gamla tveggja skauta skipu- lagið um Skálholt og Hóla tryggði sams konar jafnvægi. Fjögurra bæja skipulag alda- mótanna gerði það einnig. En einnar borgar skipulagið elur á misrétti í þjóðfélaginu, sem er ekki síður alvarlegt en mis- rétti á milli stétta, á milli ríkra og fátækra. Jafnvægi í byggð landsins er forsenda friðar og samræmis í þjóðfélaginu. Að mínu viti felast öll önnur fé- lagsleg rök fyrir jafnvægi í byggð landsins í þessu, og tí- unda ég það ekki frekar. Efnahagslegu rökin eru einn- ig mjög einföld. Hin klassíska röksemd um nýtingu allra auð- linda lands og sjávar er enn í fullu gildi. Auk þess má benda á, að íbúafjöldi höfuðborgar- svæðisins er að fara fram úr hagkvæmnimörkum. Nýlega voru kynntar hugmyndir um nýja borg inni á Gufunesi. Þegar hefjast þarf handa við byggingu hennar er höfuðborg- in komin fram úr hagkvæmni- mörkunum. Eins þegar gerð umferðarmannvirkjanna miklu á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hefst. Á sama tíma eru allir bæir í öðr- um landshlutum undir hag- kvæmnimörkum. Þetta þýðir einungis, að rekstrarkostnaður höfuðborgarinnar á hvern ein- stakling vex með hverjum sem við bætist, en minnkar í öðrum bæjum. Og að síðustu skulum við velta fyrir okkur hvað kosta mundi að flytja alla Vestfirðinga suður. íbúar Vest- fjarða voru 1973, 9983 sem svar- ar 2377 meðalfjölskyldum. Blokkaríbúðirnar einar mundu kosta yfir 13 milljarða. Ég veit ekki hvers virði aðrir fasta- fjármunir en íbúðir Vestfirð- inga eru, en varla er það undir tvöföldu verðmæti íbúðanna. Heildarkostnaður við flutning- inn er þá varla undir 40 millj- örðum. Og þá spyr ég, hve miklu má kosta til árlega að fyrirbyggja þetta þjóðarólán? Víxilvextir af 40 milljörðum eru 6,4 milljarðar á ári. • ÞRÓUNARMARKMIÐ Skipulagning byggðar á fs- landi er einn þýðingarmesti þáttur opinberrar stjórnsýslu á næstu árum, og til þessara mála er nauðsynlegt að verja verulegum hluta af stjórnsýslu- þreki ríkisins. í slíku starfi hlýtur ríkisvaldið að setja sér markmið til að stefna að, og skiptir miklu máli að slíkt markmið sé í senn stórhuga og raunsætt. Ég vil leggja á- herzlu á það, sem ég hef reynt að benda á, að þeir fjármunir, sem varið er á skynsamlegan hátt til þess að tryggja hag- kvæma byggðaþróun eru ekki viðbótarkostnaður fyrir þjóð- félagið heldur frekar hið gagn- stæða, þeir eiga að lækka rekstrarkostnað þjóðfélagsins sem heildar. Markmiðssetning í þessum málum hlýtur að miðast við þau tvö atriði, sem ég hef nefnt, að stuðla að félagslegu jafnvægi á milli landshluta annars vegar og að draga úr rekstrarkostnaði þjóðfélags- heildarinnar hins vegar. Stjórnvöld hljóta að ganga út frá áframhaldandi þéttbýlis- þróun, en jafnframt hljóta þau að stefna að því, að sú þróun stuðli að framgangi höfuð- markmiðanna tveggja og að hún fari í öllum landshlutum þannig að jafnvægi á milli landshlutanna batni. Einfald- ast er að setja það markmið fram, að það fólk, sem vitað er að þurfi að velja sér annan að- setursstað en sina uppeldissveit flytji til þéttbýlisstaðar innan síns héraðs eða innan síns landshluta. Þetta er þó ekki að öllu leyti raunhæft. Verulegt streymi fólks er ævinlega á milli landshluta. Menntun fólks er misjöfn, og vegna menntunar er óhj ákvæmilegt að talsverður hluti fólks flytji úr hinum strjálli byggðum til stærstu þéttbýlisstaðanna. Á hinn bóginn er alltaf talsverð- ur straumur fólks frá stærstu þéttbýlisstöðum til strjálli byggða, þó sá straumur hafi hingað til oftast verið mun minni en hinn. Eini landshlut- inn utan Reykjaness, sem hef- ur innan sinna marka þéttbýl- isstað, sem boðið getur upp á úrval atvinnu í nokkrum sam- jöfnuði við höfuðborgina er Norðurland. Hinir landshlut- arnir hljóta þvi að missa veru- legan hluta þess fólks sem afl- að hefur sér mestrar skóla- menntunar. Ef fólksfjöldi Vesturlands, Suðurlands, Vest- fjarða og Austurlands á að vaxa í samræmi við vöxt þjóð- arinnar verða þessir landshlut- ar að fá til sín fólk t. d. frá Reykjanessvæðinu í stað þess menntafólks, sem flytur þang- að. Ég ætla ekki að setja hér fram ákveðna hugmynd um markmið byggðaþróunarað- gerða, þessi markmiðssetning verður að byggjast á rannsókn- um á því hvað sé raunhæft og mögulegt. • AÐGERÐIR TIL ÁHRIFA Á BYGGÐAÞRÓUN Því miður er engin töfrafor- múla til um hvernig hafa megi áhrif á þróun byggðar. En við vitum að þetta er hægt, því við höfum um það mörg dæmi frá öðrum löndum, þar sem rekin hefur verið áhrifamikil byggða- stefna, og einnig vitum við það vegna eigin reynslu, því að ýmsar aðgerðir íslenzkra stjórnvalda og annarra til á- hrifa á byggðaþróun hérlendis hafa heppnazt. Það sem gera þarf í stuttu máli sagt er að skapa forsendur fyrir því, að fólk vilji búa á þeim stöðum þar sem stjórnvöld óska eftir að það búi. Áhrifamesti aðilinn er ríkis- valdið. Ég held að okkur sé ö!l- um Ijóst, að það ætlunarverk ríkisins að hafa áhrif á búsetu í landinu er flókið og viðamik- ið. Þvi hlýtur það að vera grundvallaratriði að rikið reki öfluga stjórnsýslustarfsemi á þessu sviði, að fyrir ríkið starfi einhvers konar stjórnsýslu- deild sem vinni að stefnumót- un og framkvæmd stefnu ríkis- ins á þessu sviði. Þetta verk- efni, hefur enn ekki hlotið við- urkenningu sem sjálfstætt stjórnsýsluverkefni jafnrétt- hátt öðrum. Það er ennþá með öðrum verkefnum í stjórnar- deild, áætlanadeild Fram- kvæmdastofnunarinnar. Það er verkefni þessarar deildar að tryggja að almenn- ar fjárveitingar ríkisins gangi ekki gegn þeim markmiðum, sem sett hafa verið um þróun byggðar. En auk þess þarf sér- stakt fjármagn að vera til reiðu til að nota til þess að verja til sérstakra aðgerða. Svo á að heita, að slíkt fjár- magn sé nú fyrir hendi í hin- um eflda Byggðasjóði. í ljós mun koma hvort þetta fjár- magn sé nægilegt eða ekki. Nytsamt hjálpartæki þeirra sem við stjórnsýslu á sviði byggðamála fást, er gerð á- ætlana um alhliða uppbygg- ingu ákveðinna landshluta. En slíkar áætlanir eru hjálpar- tæki en ekki höfuðatriði, eins og margir virðast álíta. Hér er fyrst og fremst um dynamisk stjórnsýsluverkefni að ræða, og því mega byggðaáætlanir ekki vera of þunglamalegar. Sveitarstjórnirnar og samtök þeirra eru aðili sem haft getur veruleg áhrif á gang þessara mála. Tilkoma landshlutasam- taka sveitarfélaga sem sóknar- aðila á ríkisvaldið og samræm- ingaraðila fyrir aðildarsveitar- félögin og önnur öfl í lands- hlutunum, hefur þegar haft mikil áhrif. Landshlutasam- tökin geta auðveldað mjög starf stjórnardeildar ríkisins sem um mál þessi fjallar að því tilskyldu að náið samstarf takist á milli þessara aðila, svo sem reyndar hefur gerzt nú þegar. Eigendur og umráðamenn atvinnutækja eru þriðji aðil- inn sem haft getur og hefur haft mikil áhrif á þróun byggð- ar i landinu. í öðrum löndum hefur verið gert mikið til þess að laða einkafjármagn til þeirra landsvæða sem ætlunin er að styrkja, og hafa ríkis- stjórnir beitt til þess ýmsum ráðum svo sem hagstæðum Ján- um, afskriftaframlögunv skattaívilnunum o. s. frv. Sjálf- sagt er að reyna að beina einkafjármagni hér á landi út til landshlutanna og styðja allt það heilbrigt framtak sem fram kemur í hverjum lands- hluta. Hins vegar er ég ekki tilbúinn til að taka afstöðu til þess hve langt eigi að ganga í ívilnunum. Við þekkjum 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.