Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Page 9

Samvinnan - 01.09.1975, Page 9
ÉÉ Næstu tíu ár eru mjög örlagaríkt tímabil, sem * * miklu mun ráða um, hvort unnt verði að koma + * á hér á landi skaplegu byggðajafnvægi. kosti og galla einkafjármagns- ins. Það fer eftir sínum lög- málum. En við erum það lán- samir íslendingar, að talsverð- ur hluti framleiðslutækja þjóð- arinnar er í höndum sam- vinnufélaganna, sem í eðli sínu eru byggðasamtök og bundin sínu félagssvæði. Þetta er kostur, og ég er eindregið þeirrar skoðunar, að þjóðfélagi okkar beri að notfæra sér hann. Við höfum dæmið fyrir augunum um það, hvernig samvinnuhreyfingin hefur byggt upp einn bæ, Akureyri, sem í reynd er nú hyrningar- steinn hinna „afskekktu" landshluta. Samvinnuhreyfing- in getur byggt upp fleiri bæi en Akureyri. Nú er unnið að gerð iðnþró- unaráætlunar fyrir ísland. Við gerð og framkvæmd þeirrar áætlunar er nauðsynlegt, að þörfin fyrir aukið byggðajafn- vægi verði tekin til greina. Uppbygging iðnaðar í hinum smærri bæjum, héraðamið- stöðvum, er mikil nauðsyn til þess að kyrrsetja stærri hluta þess fólks, sem yfirgefur sveit- ina innan héraðs. Þessi iðn- væðing er að því leyti auðveld að þarna er um að ræða gott og stöðugt vinnuafl. Ónefnd dæmi sanna, að þörf er fyrir trausta hönd samvinnuhreyf- ingarinnar í þeirri uppbygg- ingu. Samvinnuhreyfingin hef- ur yfir að ráða reynslu, rekstr- artækni og sölutækni, sem skipt getur sköpum í slíkri upp- byggingu. Það er mín skoðun, og ég tel, að ég hafi hér rennt nokkrum stoðum undir þá skoðun, að það sé þjóðhagslega mjög hagkvæmt að trúa sam- vinnuhreyfingunni fyrir veru- legum hluta þess fjármagns, sem varið verður til uppbygg- ingar í nafni byggðastefnu, til iðvæðingar og til annarra gagnlegra framkvæmda. Ríkis- valdið verður að skilja hvers konar tæki samvinnuhreyfing- in getur verið í þeirri uppbygg- ingu sem framundan er og það á að nota samvinnufélögin á þann hátt, sem tvímælalaust er þjóðhagslega hagkvæmt. Þegar rætt er um aðgerðir til að jafna aðstöðu til búsetu í landinu kemur margt til greina, því misræmið er mikið þó misjafnt sé. Ég ætla ekki að fara út í langa upptalningu Hver og einn finnur bezt hvar skórinn kreppir. En þegar gerð- ar eru áætlanir fyrir einstaka landshluta eða lögð drög að byggðastefnu ríkisins a hverj- um tíma, er nauðsynlegt ao' gætt sé mikillar hagsýni í að- gerðum, að gripið sé til rét.t- ustu og tímabærustu aðgerða á hverjum stað og tíma. Hæfi- leikinn til að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum er einn þýðingarmesti hæfi- leiki hvers stjórnanda, og það á svo sannarlega við ríkið, þó ég verði að játa, að mér finnst stundum dálítið djúpt á þeim hæfileika. Þetta hefur vita- skuld höfuðþýðingu hér á landi, þar sem fjárskortur er mikill, en verkefni ótæmandi. Samgöngubætur eru flestum ofarlega í huga eins og eðlilegt er, og þær hljóta að njóta veru- legs forgangs, og þá fyrst og fremst með það að markmiði að tengja byggðir sem bezt saman allan ársins hring og skapa þannig stærri viðskipta- og félagsheildir. Bætur á menntakerfi eru og ofarlega á óskalista flestra, þvi að menn finna sárt til aðstöðumunar á því sviði. í menntamálum ber að leggja vaxandi áherzlu á skipulagningu og uppbyggingu framhaldsskólakerfis lands- hlutanna, með ekki minni á- herzlu á verkmenntun en þeirri bóklegu. Orkumálin eru í brennideplinum og hafa verið lengi, því grundvallarnauðsyn er hverjum landshluta og hverjum stað að hafa jafnan aðgang að nægri orku við skap- legu verði. Þessari upptalningu má halda lengi áfram. En ég vil enn leggja áherzlu á nauð- syn hagsýni við val aðgerða og að félagsleg nauðsyn og þjóðfé ■ lagsleg arðsemi ráði vali. Ég vil að síðustu nefna einn þátt opinberra aðgerða, sem mikið hefur verið til umræðu. Það er stofnanaflutningur og dreifing opinberrar þjónustu um landið. Ég hef áður nefnt þann mikla mun, sem er á hlut- falli þjónustustarfsemi í at- vinnuskiptingu Reykjanes- svæðisins annars vegar og ann- arra landshluta hins vegar. Einnig hef ég bent á, að fram- leiðni vex ört í frumvinnslu og úrvinnslugreinum jafn- framt sem þjónustugreinar vaxa, sem er hagstæð þróun fyrir Reykj anessvæðið, ef frek- ari íbúafjölgun er íbúum þess svæðis hagstæð, sem mjög ber að efa, en mjög óhagstæð öðr- um landshlutum. Ein aðferð, sem nokkrar nágrannaþjóðir okkar hafa beitt, er að flytja ýmsar opinberar þjónustu- stofnanir frá höfuðborginni til annarra staða og stuðla að flutningi deilda frá öðrum stofnunum eða stofnun útibúa frá stofnunum í hinum ýmsu landshlutum. Þetta eru á ýmsan hátt á- hrifamiklar aðgerðir sem stuðla að leiðréttingu atvinnu- skiptingar úti á landi og fjöl- breyttara úrvali atvinnutæki- færa jafnframt því sem þær stuðla að bættri þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar. Innan skamms má vænta álits nefnd- ar, sem fjallað hefur um slíkar aðgerðir hér á landi. □ 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.