Samvinnan - 01.09.1975, Side 16
isi.i;\sk voiiivhi
0« VI HMI ÞEIRRA
Vernd votlenda er mjög oft samtvinH'
uð vernd votlendisfugla, en það erti
fyrst og fremst endur og aðrir vatna'
fuglar, svo og vaðfuglar hverju nafn1
sem nefnast.
Ég mun gera hér stuttlega
grein fyrir íslenzkum votlend-
um og því starfi, sem þegar
hefur verið unnið til verndar
þeim.
í upphafi vil ég þó gera þann
fyrirvara á máli minu, að ýms-
ar undirstöðurannsóknir á ís-
lenskum votlendum skortir
mjög, og er þess því varla að
vænta að hér geti á neinn
hátt orðið um tæmandi úttekt
að ræða.
íslendingar hafa nú um all-
langt skeið verið aðilar að al-
þjóðlegu samstarfi um vernd
votlenda. Þetta starf hefur
fyrst og fremst verið á vegum
Alþj óðavotlendisstof nunarinn -
ar (International Waterfowl
Research Bureau), en einnig
hefur Náttúruverndarráð fyrir
íslands hönd átt aðild að
skráningu helstu votlenda á
Norðurlöndum, en slik samnor-
ræn skrá var gefin út í Kaup-
mannahöfn árið 1973.
Aðildarlönd Alþjóðavotlend-
isstofnunarinnar hafa komið
sér saman um „Sáttmála um
votlendi, sem hafa alþjóðlegt
gildi, sérstaklega fyrir fugla-
líf“. Endanlegur texti þessa
sáttmála var samþykktur í
Ramsar í íran 2. febrúar 1971
og hefur hann nú nýlega öðlast
gildi eftir að tiltekinn fjöldi
ríkja hefur fullgilt hann. Nátt-
úruverndarráð hefur samþykkt
að mæla með aðild íslands að
þessum sáttmála. Hins vegar
þótti rétt að kynna alþjóð mál-
efnið sem best, áður en frekar
væri aðhafst. í þvi skyni beitti
ráðið sér fyrir því við Land-
vernd, að gefið væri út rit um
votlendi í útgáfuflokki Land-
verndar um umhverfismál, og
kom það rit út vorið 1975.
Ég tel óhætt að segja að
Náttúruverndarráð hefur unn-
ið skipulega að verndun vot-
lenda. Samstarf á alþjóðavett-
vangi hefur orðið okkur mikil
hvatning til aðgerða og mikil
stoð i mótun hugmynda og
undirbúningsvinnu allri.
• HVAÐ ER VOTLENDI?
í orðabókum er orðið vot-
lendi skýrt sem rakt eða vott
landsvæði. í daglegri notkun
merkir orðið því fyrst og
fremst mýrar og flóa hvers
konar.
Þessi daglega notkun hefur
reynst þrengri en hagkvæmt
er i sambandi við náttúru-
vernd. Þannig er oft erfitt að
draga skýr mörk á milli mýrar,
stararbreiðu og opins vatns og
svipuð vandamál koma upp
víða við sjávarstrendur.
Þar að auki er vernd vot-
lenda mjög oft samtvinnuð
vernd votlendisfugla, en það
eru fyrst og fremst endur og
aðrir vatnafuglar, svo og vað-
fuglar hverju nafni sem nefn-
ast. Fuglar þessir verpa flestir
í mýrlendi eða í nánd við vötn,
en ala margir hverjir aldur
sinn utan varptíma á fjörum,
einkum þó leirum, á grunnsævi,
vötnum eða vatnaströndum.
í alþjóðasáttmálanum um
verndun votlenda er því notuð
mjög víðtæk skilgreining. Vot-
lendi („wetlands") merkir þar
grunnsævi (innan við 6 m
dýpi), fjörur, stöðuvötn og
straumvötn auk hvers konar
mýrlendis. Við könnun og
skrásetningu íslenskra vot-
lenda hefur reynst hagkvæmt
að fylgja þessari skilgreiningu
í megindráttum. Segja má, að
vernd votlendisfugla hafi alls
staðar orðið þungamiðjan í
vernd votlendis. Stafar þetta
einkum af því að:
★ Magn og fjölbreytileiki vot-
lendisfugla er oft fljót-
fengnasti mælikvarðinn sem
völ er á til þess að meta
náttúruverndargildi vot-
lenda, þ. e. a. s. náttúrulega
framleiðni eða afkastagetu
og líkleg sérkenni lífríkis
þeirra.
★ Alþjóðasamstarf á þessu
sviði er brýn nauðsyn vegna
þess að votlendisfuglar eru
langflestir farfuglar að
meira eða minna leyti og
skeyta því ekki pólitískum
landamærum ríkja.
★ Vernd fuglalífs er ein af
þeim hliðum náttúruvernd-
ar sem veit beint að öllum
þorra manna. Vernd fugla-
lífs er rótgróin og viður-
kennd nauðsyn víða um
heim.
• ÞRIÐJUNGUR AF NÝTAN-
LEGU MÝRLENDI RÆST
Votlendi í víðtækri merkingu
ná yfir stórt svæði hér á landi
og við landið. Heildarflatarmál
þeirra eru um 10.000 — 15.000
km2. Þar af er:
grunnsævi um 2000—4000 km2
fjörur 400 km-
og mýrlendi og vötn eru talin
vera um 8000 km2.
Af mýrlendinu má áætla að
um 3000 km2 séu hálendismýr-
ar en um 5000 séu láglendis-
mýrar. Sérfræðingar eru nokk-
urn veginn sammála um að
ekki beri að þurrka hálendis-
mýrar, m. a. vegna augljósrar
uppblásturshættu. Þessi sama
hætta er einnig fyrir hendi
sums staðar á láglendi, einkum
í grennd við sjávarstrendur
16