Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Síða 23

Samvinnan - 01.09.1975, Síða 23
hann innan í eitthvað grænt. „Þið hafið blessun mína, ég hef elskað alla mína daga“. Hún leit upp. Augun voru allt í einu orðin köld. Jenný stóð á fætur og vissi ekki hverju svara skyldi. Hún hafði einu sinni séð stóra, feita konu, sem sat og seldi aðgöngumiða að mark- aðsrólu. Frúin líktist þessari konu. Jenný hneigði sig hrædd. „Ég fer þá“. Hún gekk yfir gólfið og framhjá speglinum. Hún kveikti ekki ljós í forsaln- um. Hún flýtti sér að skella í lás að baki sér og lyfti andlit- inu feiginsamlega mót myrkr- inu útifyrir. Hún hélt alltaf á húfunni og setti hana ekki upp. Hún hálfhljóp eftir hellunum og beygði sig liðlega undir þyrnirunnann, sem aldrei var klipptur. Hliðið skall aftur á eftir henni. Síðan gekk hún hratt uppeftir í áttina að veg- inum, sem lá til stöðvarinnar. Að baki hennar stóð stóra hús- ið, umkringt eplatrjám og háu limgerði, áður en það hvarf í myrkrið. Fótatak hennar var eftirvæntingarfullt og ungt. Það byrjaði að rigna, fínlegir, litlir dropar féllu blíðlega á andlit hennar. Þ au stóðu í skjóli við limgerð- ið nokkrum klukkustundum seinna, ungur maður og ung kona, runnin saman í eina veru í myrkrinu, tvö hvít and- lit, nálægt hvort öðru. Jenný skynjaði þögnina, sem fylltist niði af þungu dropafalli regns- ins og hvíslaði: „Kristinn, en hvað það er gott, að þú komst“. „Ég var búinn að skrifa, að ég kæmi“. „Ég trúði því ekki, fyrr en ég sá þig. Ég hef verið svo ein- mana“. „Eru þau ekki almennileg við £>ig?“ Hann horfði upp að hús- inu. Á annarri hæð mátti greina Ijós bak við þéttofin hvít gluggatjöld. „Jú, en að þú skyldir samt koma“. Hún lét hendina líða yfir kinn hans. Nú mátti tím- inn vel hætta að líða. Henni ^SAKON er mörgum kostum gœdd • Ljósritunarhraði allt að 50 eintök á mín. • Mjög hagstætt verð á ljósritunarpappír. • Pappírsforði á rúllu og stærð ljósrits alltaf skorið eftir stærð frumrits. • Ljósritar upp í 298 mm. á breidd og óendanlega lengd. • Ljósritar alla liti, prent, handskrift, ljósmyndir, teikningar og úr bókum. TÖKUM AÐ OKKUR LJÓSRITUN D^ÍIÆ\O[f^]Q=0^ K JARAN HF: Á MEÐAN BEÐIÐ ER skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, sími 24140 Enginn kann ó öllu skil ,BÓKIN UAA BARNIÐ' gefur svör við yfir 800 atriðum sem upp kunna að koma i sambandi við barnauppeldi og foreldrum er nauðsyn að kunna skil á. Höfundurinn — dr. Benjamin Spock — er virtasti barnalæknir heims og i bókinni er sá reynsluauður, sem hann hefur viðað að sér við áratuga þrotlaust starf i þágu barna og mæðra — raunar fjölskyldunnar yfirleitt. Þýðandinn — Bjarni Bjarnason læknir — er einn helzti áhugamaður i læknastétt varðandi allt, sem snertir heilbirgðismál, og hann hefur einnig hagnýtt áratuga reynslu sina við þýðingu bókarinnar. Halldór Hansen yngri ritar formálaog minnistþar starfa dr. Spocks. ,,Bókin um barnið” er tvimælalaust ein bezta gjöf, sem nokkur móðir getur fengið, enda segir hið fornkveðna, að ,,barn er móður bezta yndi.” Þessi bók verður hverri móður góð stoð við umönnun og uppeldi barns 6Ö3. barna SKARÐ • BÓKAÚTGÁFA • Lækjargötu 10 Sími 1-3510 • Pósthólf 147 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.