Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 22

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 22
112 KRISTMANN GUÐMUNDSSON ANDVARI þegar ég kom og þegar ég kvaddi — og það getur verið, að þú skiljir það ekki, en liandtak getur líka sagt meira en nokkur orð fá túlkað, sagt hið ósegjanlega.” í þetta skipti varð þögnin svo löng, að ég gat ekki orða bundizt: „Er hún ennþá á spítalanum?“ Hann kinkaði kolli. „Já. Hún fær að fara þaðan eftir hálfan mánuð, en hún verður að fara mjög vel með sig í allt surnar, að minnsta kosti. Og hún á enga að, þarna fyrir vestan, svo að við faðir minn höfum boðið henni að dvelja á heimili okkar þangað til hún hefur náð sér að fullu.“ Mér varð á að brosa, og Garðar virtist skynja það, þótt hann horfði í aðra átt. Hann leit á mig — og hrosti líka. „Já,“ sagði hann, og rödd hans var glaðlegri en hún átti að sér. „Þetta er alvara, skilurðu. Við höfum reyndar ekki talað um það, en vitum það samt bæði — við skiljum ekki héðan í frá. Ég hef hugsað mér, að við tilkynntum trúlofun okkar um leið og hún flytur heim, svo að enginn skuggi geti fallið á hana í augum almennings. Og — já — borgaralegt velsæmi, rnaður verður líka að taka tillit til þess.“ „Jæja, Garðar vinur, þú hefur þá fundið hamingjuna,“ sagði ég. Og óneitan- lega samgladdist ég þessum ágæta vini mínum, hann var góður drengur og átti skilið að fá óskir sínar uppfylltar. Og sjálfsagt gat orðið úr þessu fyrirmyndar- hjónaband, enda þótt það væri byggt á nokkuð draumkenndunr grundvelli. Ég dvaldist enn fáeina daga á heimili Garðars, en ekki ræddurn við meira um stúlkuna hans. — Þótt ekki bæri mikið á því, varð ég samt var við, að heldur fátt var með þeim feðgum. En ég kunni ágætlega við gamla manninn. Hann var raunsær, hélt sér við jörðina, og honum var lítið gefið um skáldskap og aðra draumóra, eins og hann komst að orði. — „Ég held, að það sé bara til bölvunar," sagði hann í hálfkæringi. „Það villir fólki sýn, tælir það burt frá veruleikanunr — sjáðu bara strákinn, hann Garðar. Ekki hefur hann haft gott af þessum Ijóðalestri sínum; stútfullur af rómantískri dellu. En ég er að vona, að hann lagist, þegar hann giftir sig og eignast börn.“ Ég var nú ekki eins viss urn það. Síðan kom skipið, er flutti mig suður. Ég kvaddi feðgana með þökkum, óskaði Garðari allrar blessunar og fór mína leið. Stuttu síðar sigldi ég til útlanda og hitti ekki Garðar vin minn í tvö ár samfleytt. Hann var lítið fyrir bréfaskriftir, þó fékk ég frá honum nokkrar línur: Hann hafði gift sig og sagði mér nafn konunnar. Jódís hét hún. En þá var því nær ár liðið frá fundurn okkar, og þótt hann væri orðfár um atburðinn, hvarflaði sá grunur að mér, að þetta nryndi vera önnur stúlka en sú, sem hann hafði verið hrifinn af árið áður. — Líklega hefur hún dáið, hugsaði ég; eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.