Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 68

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 68
158 INGEGERD FRIES ANDVARI í göngunum um haustið, heldur svalt og fraus í hel í skúta hér á öræfunum. Daginn eftir héldum við áfram, þar sem fljótsdalurinn virtist lokast og þrjóta, yfir grýtt og sandorpin höll, yfir smá- læki og klappir. Við vorum í allt að 700 metra hæð yfir sjó, gróðurinn varð smám s'aman fáskrúðugri, blóm dalsins þraut með öllu. Þegar við komum upp úr daln- um, grúfði dimrn þoka yfir landinu og fól okkur alla útsýn. En ef til vill gátum við huggazt við orð Þorvalds Thorodd- sens, er hann stóð uppi á Trölladyngju: „Utsjónin suður á við var stórkostleg og svipmikil, en naumlega mun geta að líta frá einum stað yfir jafnstóra spildu jafn- Ijóta og hroðalega". Og hann ritaði um það svæði, sem við riðum yfir einmitt nú: „Landslagið er ljótt og þvínær engin til- breyting". Eina tilbreytingin var svört hrauntunga, þar sem hraunblokkirnar voru svo ósléttar, veikar og ótryggar, að við urðum að teyrna hestana. En í hraun- tungunni miðri falla fram tveir lækir, jaðraðir ótrúlega grænu, safamiklu grasi í öllum þessum eyðisorta. Hér skiljast manni ævintýrin um paradísardali í hraunbreiðunni! Einu varpstöðvar fjall- uglunnar á íslandi eru við einn slíkan grænan geira með litlum læk: Laufrönd. Á einurn stað í námunda við ána sprett- ur fram volg lind, sem síast út um býsna væna sléttu og fóstrar gras og jafnvel nokkrar blómjurtir. Staðurinn nefnist Marteinsflæða. Eftir þetta tók við land, sem ekkcrt okkar þekkti. Við fundum vað á Skjálf- andafljóti og komumst klakklaust yfir. Gróðurlausir, brúnir og gráir sandar teygð- ust framundan okkur, og landið hækkaði jafnt og þétt. Það tók að rigna; en frammi, milli skýja og þokubelta, móaði í fyrir- heit ferðarinnar: Vonarskarð. 1 suðvestri djarfaði öðru hverju fyrir Tungnafells- jökli, en Vatnajökli í suðaustri. Brattur fjallshryggur, Tindafell, lokar skarðinu að norðan. Við riðum upp í vestri hlíð fells- ins. Svört fjöll gnæfðu nú yfir okkur; yfir jöklana og björgin 'fyrir neðan dreif snjókóf, sem tættist sundur og luktist aftur saman. Við riðum upp á hæð, þaðan sem við sáum niður yfir landsvæði, sem lykst að vestan háum fjöllum í hálfhring, en austast stendur svart fell. Þarna rann fram vatn í mörgum kvíslum. Einhvers staðar á þessum slóðum áttu þær að vera, laugarnar, þar sem við ætluðum að hvíla. Nú voru tveir úr hópnum sendir á undan. Þegar þeir voru komnir alllangt á brott, dundi yfir él sem gerði jörðina alhvíta. Þegar það leið hjá, sáum við í kíkinum, að mennirnir voru stignir af baki. Það var merkið, sem við höfðum komið okk- ur saman um, bithaginn var fundinn. Gott tjaldstæði var þar á næstu grösurn, og í hlíðarfæti Tungnafellsjökuls kraum- aði heimilislega í smálaugum, sem skutu upp hverjum gufuhnoðranum af öðrum. Við heftum hestana, létum þá velta sér í grasinu og tjölduðum. Hallið fyrir ofan var þakið ljósbrúnum leir, talsvert sleipum og rökum og torveldum yfirferðar, en á milli grasflákar með blóm: skær- lita bládeplu, fífil og litla steinbrjóta, hvíta og gula. Annars var hvergi líf að sjá, utan eina flugu. Heit laug skaut upp rnörgum mjóum gufustrókum á hverri mínútu. Vatnið mældist 90 gráða heitt, var heiðblátt og lyktaði af brennisteini; það kom upp í skál og rann út í læk. Hann féll til suðurs, því að við vorum komin yfir vatnaskilin -— út í Köldu- kvísl, sem fellur í Þjórsá. 011 lægðin var full með laugar, volga smálæki og augu, sem gufa steig af. Lækjargilið uppi í fjallinu var ‘fjölskipað kynlegum berg- tröllum. Beint fyrir framan okkur reis hár tindur og skartaði öllu því litskrúði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.