Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 90

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 90
ÓLAFUR JENS PÉTURSSON: Henry George og „einfaldi skatturinn" SÍÐARI HLITTI IV. ÁHRIF KENNINiGARINNAR Henry George kvaðst ekki trúaður á skióta útbreiðslu kenninga sinna. Sú böl- svni átti ekki við rök að styðjast, því að Framfctrir og fátækt hafði ýmsa þá kosti til að bera, er sameinuðu hina ólíkustu menn til virkrar andstöðu gegn kvers kvns einokun og órétti. Höfundurinn reis gegn ríkiandi tíðaranda, — baráttu allra gegn öllum. Hann veitti fátækum von um að vera annað og meira en óþekkt stærð í milljónamúg, stappaði stálinu í innflytjendur, sem áttu naum- ast neins staðar liöfði sínu aS að halla, sætti menn, er litu hver annan óvildar- augum sökum andstæðra trúarhugmvnda. Hann gerSi grein fyrir stöðu einstaklings- ins í önn og erfiði hins daglega lífs og reis öndverður gegn þeirri trú, að fá- tæktin væri óhjákvæmileg fylgikona, því að mannlegur máttur gæti komiS henni fvrir kattarnef, ef vilji væri fyrir hendi. Hann boðaði frið með mönnum, ein- staklingum og þjóðum. Einstaklingar skyldu hjálpa hver öðrum til manndóms og þroska, þjóðir brjóta fjallháa tollmúra og útrýma tortryggni sín í millum. Til hinztu stundar lagði Henry George sig allan fram um að sannfæra landa sína um gildi kenninga sinna, og í fullu sam- ræmi við eSli og inntak þeirra lagði hann engu minni áherzlu á útbreiðslu þeirra með öðrum þjóðum. * Meðan Henry George var enn í mót- un vestur í Kaliforníu, höfðu menn tekið að mynda með sér samtök til sóknar og varnar í kjarabaráttu líðandi stundar. Kreppuárin á 8. tug aldarinnar voru mikill gróskutimi fyrir slík samtök. Þeirra öflugust voru Vinnuriddarar (Knights of Labor). Þessi samtök voru mynduð árið 1869 í Fíladelfíu og héldu fyrsta alls- herjarþing sitt árið 1878. Vinnuriddarar IögSu áherzlu á almennar dyggSir, en gerðu einnig heinar kröfur um samvinnu framleiSenda og neytenda, varðveizlu þjóSjarða í þágu væntanlegra frumbýl- inga, vikulegar kaupgreiðslur, gerðardóm í stað verkfalla, bann við barnavinnu, launajafnrétti karla og kvenna, átta stunda vinnudag og samræmdan gjald- rniSil fyrir allt samhandsríkið. Skipu- lag samtakanna var ætíð laust í reipurn, fyrst meS leynifélagsbrag, en um 1880 urðu þau opin almennum verkamönn- um, faglærðum iðnaSarmönnum, prest- um og iðjuhöldum, konurn jafnt sem körlum. Þarna var hátt til lofts og vítt til veggja, svo að hver sá, er þóttist vilja bæta hag allrar alþýðu, átti greiðan aS- gang. Jafnvel þótt sitt sýndist hverjum um heppilegustu leiðir til þjóðfélagsum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.