Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 71

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 71
ANDVARI GLÆLOGNSKVIÐA ÞÓRARINS LOFTUNGU 161 eigi svo, þá segir konungur, að Þórarinn mundi uppi hanga fyrir dirfð þá, er hann hafði ort dræpling um Knút konung. Þórarinn orti þá stef og setti í kvæðið og jók nokkrum erindum eða vísum. Þetta er stefið: Knútur ver grund sem gætir Grikklands himnaríkis.1) Knútur konungur launaði kvæðið fimm tigum marka silfurs. Sú drápa er kölluð I Iöfuðlausn. Þórarinn orti aðra drápu um Knút konung, er kölluð er „Tögdrápa". — Llr þeirri drápu tilfærir Snorri það, sem hann kallar „einn stefjabálk". í stef- inu er hamingju Knúts þannig lýst, að hann sé „und sólar", þ. e. sá sem sólar- innar nýtur. En í sjálfum bálkinum er sagt frá siglingu hans hinni miklu norð- ur með Noregsströndum að Niðarósi, og því að lokum, að hann hafi gefið einum sona sinna gjörvallan Noreg en öðrum Danmörk. — Kvæðið er ort undir hætti þeim, sem nefndur hefur verið tög- drápuháttur eftir kvæðinu, því að það er elzt þeirra kvæða, sem vitað er, að ort hafi verið undir þeim hætti. Það er að öðru leyti með flestum einkennum drótt- kvæða. En lýsingin a'f siglingunni er mjög glögg og lifandi. Snorri segir líka um kvæðið: „Hér getur þess, að þeim er sjón sögu ríkari um ferð Knúts kon- ungs, er þetta kvað, því að Þórarinn hrósar því, að hann var þá í för með Knúti konungi, er hann kom í Noreg“. Þá skal hér næst gerð grein fyrir þjóð- félagslegum, stjórnmálalegum og trúar- legum aðstæðum í Noregi, þegar kvæðið var ort og flutt. Verður um það farið eftir frásögnum Snorra Sturlusonar, er fram til þessa dags hafa ráðið skilningi 1) Knútur ver ríki sitt eins og Kristur himna- ríki. allra manna um þau efni, þeirra er þau hafa reynt að skilja. Noregur hafði frá æskudögum Har- alds hárfagra talizt eitt riki, konungs- ríki, og voru konungarnir flestir a'f ætt Haralds. Meginstoðir þessa stóra og dreifða ríkis voru þó ættar- og héraðs- höfðingjar, er oftast töldust fara með um- boð konungsvaldsins í umdæmi sínu, en höfðu flestir vald sitt af hefð, auðlegð sinni og atgervi. Virðing þeirra og vald var mjög misjafnlega mikið, og fór það eftir atgervi þeirra, ættartrausti og því, hvernig byggðarlögum var háttað, en gat þó einnig farið eftir konungsvináttu og konungstrausti. Sumir þeirra viðurkenndu konungsvaldið fremur í orði en á borði, enda reyndist það laust í reipunum, nema þegar konungar voru bæði mikilhæfir og þokkasælir. Það skyggði og á virðinguna fvrir ríkisvaldinu, að næsta nágrannaríkið, Danmörk, var miklu 'fjölmennara og oft- ast samstæðara, en þaðan var öðru hvoru seilzt til yfirráða yfir Noregi og stundum með árangri. Þannig taldist Danmerkur- konungur hafa náð yfirráðum yfir meiri hluta Noregs eftir ósigur Ólafs Tryggva- sonar í Svoldarorustu sumarið 1000. En Danakonungur hafði lítil afskipti af hér- aðshöfðingjum Norðmanna, gaf þeim um flest frjálsar hendur. Voldugastir norskra höfðingja voru Hlaðajarlar, Ei- ríkur og Sveinn Hákonarsynir, er réðu Þrándheimi einir og fóru auk þess með umboð Dana og Svíakonungs um sína tíð í öðrum héruðum Noregs. Þeir voru af ætt, er valdamest hafði verið í Þránd- heimi síðan fyrir daga Haralds hárfagra og oft stjórnað þar sem konungar, þó að þcir bæru aðeins jarlsnafn. Illaðajarlar voru vitrir menn og hófsamir, Þránd- heimi grónir og Þrændunum margtengdir. En þokkasælastir þeirra allra voru þeir bræður Eiríkur og Sveinn, er með völd fóru 1000—1015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.