Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 14

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 14
104 ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR ANDVARI heimildir um þau er að finna í Bréfa- bókum Brynjólfs biskups Sveinssonar. Þar getur um ónshús á bæjum á Langa- nesströndum og víðar í Austfirðinga- fjórðungi. í Vopnafirði einum saman eru ónshús nefnd á tíu bæjum, og kem- ur hvarvetna fram að þau eru í baðstofu- enda, vanalega eitt stafgólf og ætíð óþiljuð. Hið sama má sjá, hvar sem þeirra er getið annars staðar á landinu. Þannig getur um ónshús innar af bað- stofu að Miðdal í Laugardal árið 1695, og er það með „einsömlu birki." Sem dæmi tilgreini ég hér kafla úr úttekt Eyvindarstaða í Vopnafirði frá því laust eftir miðja 17. öld: „Baðstöfan með þremur stafgólfum, 8 stöfum, 4 bit- um, fernum sperrum, einum syllum með áfellum, tvennum langböndum, mæni- ás og reisifjalvið. Ónshúsið með tveimur stöfum, mæniás og þvertré."47) Á Austara- Miðfelli í Strandarhreppi er árið 1660 greint frá baðstofu í þremur stafgólfum með bjórþili og fjalvið í tveimur staf- gólfum og ónsstofu lítilli með birkivið.48) Af því sem hér hefur verið tínt til finnst mér liggja einna næst að álykta að ónshúsið hafi í raun réttri ekki verið sérstakt hús, heldur óþiljað stafgólf i enda baðstofu, þar sem ofninn hefur verið staðsettur. Ilversu gömul slík tilhögun hefur verið, er að sjálfsögðu ekki hægt að gizka á með neinni vissu. Öruggar heimildir um ónshús tengt baðstofu eru frá Bessastöðum um miðbik 16. aldar. Um ónsbúsið að Kirkjubóli er öllu óviss- ara, eins og áður er tekið fram. Senni- legast finnst mér að ónshús hafi komið fram, þegar baðstofan var almennt að breytast í íveruherbergi, líklega á 15. öld. Þau virðast menjar um gufubaðið. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði til skýringar nafngiftinni baðstofa um íveruherbergi. Af ritum þeirra Odds Ein- arssonar og Arngríms lærða má ljóst vera að þcir telja grjótofna almenna í bað- stofum á 16. öld. Frásögn Odds ber ekki með sér að baðstofuofnar hafi þá verið notaðar til annars en upphitunar. Lýsing Arngríms bendir að sumu leyti til gufu- baðs. Þó felst í frásögn hans, að ís- lendingar noti ofna „til þess að bægja frá sér ofsakulda." í sömu átt hníga þau orð Páls Vídalíns að baðstofa hafi verið kynt til „híbýlabótar." Þegar kemur fram á 16. öld virðist hlutverk baðstofunnar fara ört vaxandi, og mun hún í bréfum og máldögum þeirrar aldar oftast nefnd af bæjarhús- um, ekki aðeins á venjulegum bænda- býlum, heldur einnig á kirkjustöðum, klaustrum svo og á sjálfum biskupssetr- unum. Stundum eru tilnefndar fleiri en ein baðstofa á sama bæ. Þannig getur um baðstofu og forbaðstofu í kaupbréfi fyrir Arnardal í Skutulsfirði árið 1460, fornu- og stórubaðstofu á Munkaþverá árið 1519.4B) í Skálholti er getið um biskupsbaðstofu, Asmundarbaðstofu og prestabaðstofu árið 1550.50) Á kirkjustöð- um og stórbýlum eru oft nefndar stóra- og litlabaðstofa. Þegar greint er frá jarða- kaupum, kaupmálum eða öðrum samn- ingum, fara þeir á bændabýlum jafnan fram í baðstofu, sem eftir þessu að dæma er þá orðin aðalhús bæjar. Á kirkjustöð- um eru hins vegar að jafnaði nefndar stofur auk baðstofu. Þó segir í Fitjaannál að Gísli biskup Jónsson sæti yfir víni í baðstöfu að Görðum á Álftanesi, er hann kcnndi banasóttar. Var hann þá studdur til hvílu, líklega í baðstofunni. Eftir þcssu að dæma hefur hún þótt virðu- legast herbergi á þeim kirkjustað. Ekki er unnt að draga neinar heildar- ályktanir af heimildum um notkun og innréttingu baðstofunnar á 16. öld. Hins vegar má viða sjá að hún hefur verið staðsett aftast bæjarhúsa.51) Þó má fá nokkra ábendingu, einkurn urn notkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.