Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 41

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 41
FINNBOGI GUÐMUNDSSON: Ameríka í íslenzkum bókmenntum Vorn viðhorf og ný1 Ef skyggnzt er um eftir Ameríku í ís- lenzkum bókmenntum, bregður þar að vonum mörgu fróðlegu fyrir. Vér skulum fyrst líta í Eiríks sögu rauða, þar sem seg- ir í 8. kap.: í Brattahlíð hófust miklar um- ræður, at menn skyldi leita Vínlands ins góða, ok var sagt, at þangat myndi vera at vitja góðra landskosta. — Tökum eftir orðalaginu miklar umræður og Vínlands ins góða. En það sýnir ljóslega, að skoð- anir hafa þegar í öndverðu verið mjög skiptar og í nafninu Vínland ið góða er fólginn áróður (sbr. Grænland) eða háð, nema hvorttveggja sé. Þessi átök, sem þarna er lýst, koma enn betur fram skömmu síðar í sögunni, þá er Þórhall veiðimann og Þorfinn karlsefni, tvo aðal- mennina í leiðangrinum til Vínlands, greinir á um leiðir og Þórhallur siglir brott, en yrkir að skilnaði tvær níðvísur, bina fyrri, er hann „bar vatn á skip sitt ok drakk: Hafa kváðu mik meiðar málmþings, es komk hingat, mér samir láð fyrir lýðum lasta, drykk inn bazta. Bílds hattar verðr byttu beiði-Týr at reiða; heldr’s svá’t krýpk at keldu; komat vín á grön mína.“ Sagan segir síðan frá vist Þorfinns karlefnis og manna hans á Vínlandi, við- ureign þeirra við Skrælingja og hversu þeir seinast þrátt fyrir hina miklu lands- kosti trénast upp á öllu saman og snúa aftur heim. Er stemningunni bezt lýst í orðum Þorvalds Eiríkssonar, er hann dreg- ur út örina einfætings: „Feitt er um ístr- una. Gott land höfum vér fengit kostum, en þó megum vér varla njóta." Það er athyglisvert, að Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, annarri aðalheim- ild um Vínlandsferðir, lýkur á einn veg: með heimferð Þorfinns karlsefnis til ís- lands. Og á svipaðan hátt lýkur Græn- lendinga þætti, stórfróðlegri frásögn af atburðum á Grænlandi á fyrri hluta 12. aldar. Þar er sagt frá heimkomu íslenzkra manna af Grænlandi með þessum eftir- minnilegu orðum: En þeir Hermundr kómu til íslands, til ættjarða sinna. Þótt Islendingar og aðrir norrænir menn, er fóru hinar fyrstu ferðir til Vín- lands, sneru heim aftur frá þeim Furðu- ströndum, lifði minningin um þær í munnmælum og síðar skráðum sögum, svo að þessi miklu lönd í vestri hurfu aldrei gersamlega úr vitund þeirra. Upp úr miðri 19. öld, þegar miklar umræður hófust á íslandi um Vinlands- 1) Erindi þetta var upphaflega flutt í ágúst 1961 í Sigtuna í Svíþjóð, á fundi Norræna félagsins um amerísk fræði (Nordiska sallskapet för Amerikastudier). Það var hirt með öðntm erindum fundarins á vegum félagsins í riti, er nefnist Amerika och Norden, Uppsala 1964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.