Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 48

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 48
138 FINNBOOI GUÐMUNDSSON ANDVARI Þó að Stephan sé mikill íriðarsin ni, viðurkennir hann í kvæðum sínum, að hægt sé að kaupa friðinn of dýru verði, að betra geti veriÖ að falla með sæmd en lifa við skömm. Andúð hans beinist fyrst og fremst gegn fánýti styrjalda og ýmsum annarlegum sjónarmiðum, er tíðast hafa ráðið úrslitum í upphafi styrjalda. Sigurður Nordal, er rækilegast og snjall- ast hefur ritað um Stephan C. Stephans- son, lýkur formála fyrir úrvali sínu úr ljóðum hans, rituðum í ágúst-september 1939, með þessum orðum: „Það er einkennilegt að vera að ljúka þessu máli einmitt á þeim tíma, er hin nýja járnöld, baráttan um ríkið af þess- um heimi, virðist enn vera að tefla dýr- mætustu vonum og hugsjónum Stephans G. Stephanssonar, réttlæti, friði og frelsi, í fullan voða. En þó að þær geti um stund- ar sakir sýnzt eins og hvítvoðungar i tröllahöndum, eru þær samt eilífar. Þær megna ekki um sinn, og ef til vill aldrei, að hafa hemil á rás hinna ytri viðburða. En þær lifa áfram 1 hverjum þeim ein- staklingi, sem „lætur ekki dæma sál sína úr sjálfs sín eigu“ — vill ekki láta flokks- fylgi hlekkja sig né ofríki ægja sér, reynir að varðveita hjarta sitt ókólnað af kæru- leysi, vilja sinn óbrotinn af örvæntingu og vit sitt ótruflað af hleypddómum. Stephan var maÖur ókvalráður. Hann leitaði hvorki undanbragÖa í sínum þrönga verkahring né frá því að kenna til með sekt og þjáningum víðrar verald- ar. Hann varð hamingjumaður á því að vaka, vinna og vaxa. Andvökur geta orÖið okkur tær og óþorrin Iieilsulind, þegar mest á reynir, af því að við stöndum þar augliti til auglitis við skáld, sem í lífi sínu stóð við hvert orð í ljóðunum." Nú langar mig til að hverfa aftur að upphafinu, og þó cinkum nð ummælum Þorvalds Eiríkssonar, er hann sagði forð- um: „Feitt er um ístruna. Gott land höf- um vér fengit kostum, en þó megum véi varla njóta.“ — Þó að Þorvaldur hafi víslega aldrei mælt þessi orð, tala þau samt sínu máli, túlka í rauninni hið forna við- horf til Vínlands hins góða. Vér gætum sagt, að forfeÖrum vorum hafi farið sem refnum í sögunni, er sagði, að vínberin væru súr, fyrst hann fékk ekki náð þeim. En í því felst þó einnig annað og meira: hugboðið um, að hollast væri að halda heim „til íslands, til ættjarða sinna“, þar mundi hamingja þeirra verða mest, þótt landskostir væru víða betri. hdér þykir kenna svipaðs viðhorfs hjá Stephani G. Stephanssyni. Að vísu snýr hann ekki aftur heim til íslands (nema sem gestur snöggvast 1917), heldur sækir hann æ lengra vestur á bóginn, unz hon- um finnst hann í Alberta loks vera kom- inn heim, „glaður yfir að vera sloppinn út úr raginu“, eins og hann komst að orði í fyrrnefndu bréfi til eins vinar síns í Dakota. Hann vill standa frjáls og óháð- ur utan við mesta margmennið, en þó halda sambandinu við það órofnu — í anda síðustu vísunnar í kvæðinu Mála milli, einum hinna mörgu lofsöngva hans til hinnar víðu eyðimerkur vestursins. Þar viðurkennir hann, að einveran geti einnig verið kröpp og „um auðnir þröngt og mjótt“, en sambandið við umheiminn, pósturinn, sem á milli fer, geri þar allan muninn á, svo að á fjarstu strönd ég vík að vin, öll veröld sveit mín er. Þó að Stephan taki svo til orða, deilir hann í öðru kvæði, Ferðaföggum, á svo kallaða heimsborgara og alþjóðrækni, er hann segir: Heimsborgari er ógeðs yfirklór. Alþjóðrækni er hverjum manni of stór, út úr seiling okkar stuttu höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.