Andvari - 01.01.1932, Side 7
Andvari
Sigurður Stefánsson
prestur í Ögurþingum.
Stefán hét maður. Hann var Stefánsson og Þorbjargar
Þorláksdóttur, Höskuldssonar á Syðstugrund í Skaga-
firði. Faðir Stefáns eldra var Sigurður Sigurðsson,
Hallgrímssonar, þess er bjó á Steini á Reykjaströnd.
Faðir Hallgríms var Halldór lögréttumaður Þorbergsson,
Hrólfssonar hins sterka. Frá Hrólfi eru komnar miklar
ættir og er margt þroskamanna í þeim ættum.
Stefán fekk þeirrar konu, er Guðrún hét, dóttur Sig-
urðar hreppstjóra Guðmundssonar á Heiði í Göngu-
skörðum. Reistu þau bú á Ríp í Skagafirði árið 1853,
en árið 1855 fóru þau búferlum að Heiði í Göngu-
skörðum og bjuggu þar lengi síðan.
Sonur þeirra Stefáns og Guðrúnar var Sigurður
prestur. Hann fæddist á Ríp árið 1854 hinn 30. dag
ágústmánaðar, en fluttist með foreldrum sínum að Heiði
og ólst þar upp. Börn Stefáns og Guðrúnar, þau er úr
æsku komust, voru auk Sigurðar: Þorbjörg, er gefin
var Birni hreppstjóra ]ónssyni, er lengi bjó á Veðra-
móti í Gönguskörðum, og Stefán alþingismaður á Möðru-
völlum, síðar skólameistari á Akureyri. Var Sigurður
elztur þeirra systkina, en Stefán yngstur.
Stefán faðir Sigurðar var vel fjáreigandi. Hann
var hinn mesti búsýslumaður, ákafamaður í lund, ör
og tilfinningaríkur. Hélt hann hjúum sínum mjög til