Andvari - 01.01.1932, Page 23
Andvari
Sigurður Stefánsson prnstur í Ögurþingum.
19
lengur veitt þessu erfiða kalli þá þjónustu, er hann
sjálfur væri ánægður með. Fekk hann nú lausn frá
prestskap frá fardögum þetta ár.
Þegar Sigurður kom heim af þingi þetta vor, komu
hinir helztu menn úr sóknum hans að máli við hann
og tjáðu honum það, að þeim þætti miklu máli skipta,
að hann héldi áfram prestskap, meðan kraftar hans frek-
ast leyfðu. Fluttu þeir honum skriflegar óskir yfir þrjú
hundruð manna úr prestakallinu um þetta. Lét hann þá
að ósk safnaðanna og tilkynnti það við næstu messu-
gerðir. Hélt hann prestskap til dauðadags og hafði þá
þjónað Ogurþingaprestakalli nær því í 43 ár.
Síra Sigurður Stefánsson hafði lítinn sjóð fjármuna
úr föðurgarði. Þó væri rangt að segja, að hann hefði
engan arf tekið eftir foreldra sína, ef ætt og uppeldi
er einhvers metið. í foreldrahúsum voru honum flutt
þrenn fræði, og öll af mikilli alvöru og skapfestu, en
það var búsýsla, þjóðmálaáhugi og trúrækni. Verður eigi
annað sagt en að hann færi vel með arf sinn, því að
hann varð öndvegisbóndi, þjóðmálaskörungur og hinn
mesti klerkur. Varð honum eigi það á, sem mörgum
verður, er skipta þurfa kröftum sínum milli ólíkra skyldu-
verka, að þar legði eitt meir og meir undir sig orkuna
og áhugann, en annað yrði að hjáverkum, því að hvert
um sig var rækt sem það væri höfuðstarf. Sást af því,
að alit átti þetta djúpar rætur. En það var enn til
styrktar, að hann var mesti eljumaður og mjög vand-
látur við sjálfan sig.
Síra Sigurður var heldur fálátur við fyrstu kynning,
en alúðlegur og léttur í svörum, ef menn leituðu máls
við hann. Skildi hann fljótt, hvern mann hann hafði fyrir
sór. Hinn mesti gleðimaður var hann í vinahóp og