Andvari - 01.01.1932, Side 28
24
Athyglin.
Andvari
gefur að efni þess, sem hann Ies, því minna tekur hann
eftir stílnum, rithættinum, stafsetningunni. Sá, sem á hinn
bóginn les til að leita að prentvillum, eins og prófarka-
lesarinn, gefur að sama skapi minni gaum að efninu og
getur hæglega sézt yfir hugsunarvillur, er hann mundi
finna, ef hann læsi efnisins vegna. En hvað er það þá,
sem skiptir þannig ljósi og skugga i meðvitundinni, hvað
lyftir sumu svo það kemur í öldutoppinn, en leggur hitt
í lágina, í stuttu máli, hver eru skilyrði athyglinnar?
Vér getum skipt þeim í tvo flokka, í ytri og innri
skilyrði. Vtri skilyrðin eru sérstakir eiginleikar áverkan-
anna á skynfæri vor, innri skilyrðin eru eiginleikar og
ástand sjálfra vor. Hin ytri skilyrði athyglinnar eru fyrst
og fremst styrkur áverkananna á skynfæri vor. Því
sterkari sem áverkanirnar eru, því meir draga þær, að
öðru jöfnu, athyglina að sér, því skýrar koma áhrifin
til vitundar. Skothvellur rétt við eyrað á manni, eldingar
í náttmyrkri, megn þefur, ryðjast til rúms í meðvitund
vorri, hvort sem vér viljum eða ekki. Heyri einhver
ekki, þegar talað er til hans í venjuíegum róm, þá er
að hækka róminn. Á líkan hátt vekja stórir hlutir að
öðru jöfnu meiri athygli en litlir. Waran áverkananna
kemur líka til greina. Áverkan, sem varir mjög stutt og
ekki er því sterkari, fer fremur fyrir ofan garð og
neðan en önnur jafnsterk, er varir lengur. Endurtekning
orkar og í fyrstu í sömu átt. »Þuríður, Þuríður, Þuríður
mín, þykkt er á þér eyrað*, segir í vísunni, og vér skul-
um gera ráð fyrir, að hún hafi heyrt í þriðja sinn, sem
kún var nefnd, þó að nafnið hafi verið nefnt allt af í
sama róm. Götusalar og ökuþórar stórborganna raða
sér löngum í röð, og oft má sjá mann falla fyrir freist-
ingu þriðja eða fjórða, þó að hann virtist ganga öruggur
fram hjá fyrsta og öðrum. En þegar endurtekning verður