Andvari - 01.01.1932, Page 38
34
Athyglin.
Andvari
um hugmyndirnar. Það er ákaflega erfitf að halda at-
hyglinni stundinni lengur við hugmynd, sem er í sjálfu
sér einföld eða felur í sér fá atriði, og ekki stendur í
sambandi við aðrar hugsanir vorar, er geti sett hana í
nýja og nýja umgerð og þannig brugðið nýju og nýju
ljósi yfir hana. Hve Iengi skyldi t. d. barn, sem er að
læra kverið, geta haldið athyglinni við hugmyndina
»breyzkleikasynd*, þar sem hugmyndin hjá því er ekk-
ert annað en orðin í setningunni: >Breyzkleikasynd, er
oft hendir sama mann, heitir brestur«. Aftur á móti gæti
guðsmaður, sem nóga hefði lífsreynsluna og hluttekningu
með mannanna börnum, ef til vill verið tímunum saman
niðursokkinn í að hugsa um hugtakið »breyzkleikasynd«,
af því að í hans huga er það eins og krossgötur með
útsýn í allar áttir mannlífsins, og hvenær sem hugurinn
hefir reikað um stund eftir einni af þessum götum,
hverfur hann aftur inn á gatnamótin til að leggja út á
nýjar. Þannig er því allt af varið, þegar athyglin virðist
dvelja lengi við sama efni; það er sama efni í ýmsum
samböndum, eða séð frá ýmsum hliðum, en ekki sama
efni óbreytt.
Onnur spurning um athyglina er sú, hve marga hluti
hún geti gripið yfir í einu vetfangi, þ. e samtímis, án
þess að hvarfla frá einum til annars. Auðveldast er í
því efni að gera tilraunir með sjónaráhrif. Til þess er
snarsjáin venjulega notuð, áhald, er getur sýnt hluti
örlítið brot úr sekúndu. í snarsjánni eru þá sýndir
nokkrir bókstafir, helzt samhljóðendur, eða punktar, eða
strik, eða flatarmyndir, eða mismunandi litir deplar, eða
orð o. s. frv. Fyrst sýnt t. d. tvennt, þá þrennt, og
svona bætt við, unz náð er hæstu tölu hluta, sem ein-
staklingur getur greint. Niðurstaða tilraunanna er sú,
að þegar prófað er með einföldusti hluti, eins og með