Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1932, Page 38

Andvari - 01.01.1932, Page 38
34 Athyglin. Andvari um hugmyndirnar. Það er ákaflega erfitf að halda at- hyglinni stundinni lengur við hugmynd, sem er í sjálfu sér einföld eða felur í sér fá atriði, og ekki stendur í sambandi við aðrar hugsanir vorar, er geti sett hana í nýja og nýja umgerð og þannig brugðið nýju og nýju ljósi yfir hana. Hve Iengi skyldi t. d. barn, sem er að læra kverið, geta haldið athyglinni við hugmyndina »breyzkleikasynd*, þar sem hugmyndin hjá því er ekk- ert annað en orðin í setningunni: >Breyzkleikasynd, er oft hendir sama mann, heitir brestur«. Aftur á móti gæti guðsmaður, sem nóga hefði lífsreynsluna og hluttekningu með mannanna börnum, ef til vill verið tímunum saman niðursokkinn í að hugsa um hugtakið »breyzkleikasynd«, af því að í hans huga er það eins og krossgötur með útsýn í allar áttir mannlífsins, og hvenær sem hugurinn hefir reikað um stund eftir einni af þessum götum, hverfur hann aftur inn á gatnamótin til að leggja út á nýjar. Þannig er því allt af varið, þegar athyglin virðist dvelja lengi við sama efni; það er sama efni í ýmsum samböndum, eða séð frá ýmsum hliðum, en ekki sama efni óbreytt. Onnur spurning um athyglina er sú, hve marga hluti hún geti gripið yfir í einu vetfangi, þ. e samtímis, án þess að hvarfla frá einum til annars. Auðveldast er í því efni að gera tilraunir með sjónaráhrif. Til þess er snarsjáin venjulega notuð, áhald, er getur sýnt hluti örlítið brot úr sekúndu. í snarsjánni eru þá sýndir nokkrir bókstafir, helzt samhljóðendur, eða punktar, eða strik, eða flatarmyndir, eða mismunandi litir deplar, eða orð o. s. frv. Fyrst sýnt t. d. tvennt, þá þrennt, og svona bætt við, unz náð er hæstu tölu hluta, sem ein- staklingur getur greint. Niðurstaða tilraunanna er sú, að þegar prófað er með einföldusti hluti, eins og með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.