Andvari - 01.01.1932, Blaðsíða 48
44
Athyglin.
Andvar
og úrlausn er fengin á einni. Með þeim hætti samlag-
ast viðfangsefnið því, sem fyrir er í meðvitundinni, dregur
að sér það, sem því er skylt, og fær ljós þaðan. Vér
segjum um mann, að hann sé að velta einhverju fyrir
sér, þegar hann er að íhuga eitthvað. Líkingin er auð-
sjáanlega dregin af því, þegar menn eru að skoða hlut
í krók og kring, velta honum á ýmsar hliðar, til að sjá,
hvernig með hann eigi að fara, t. d. stein, sem á að
hafa í hleðslu. Aldrei erum vér athugulli heldur en þegar
vér athugum þannig frá sérstöku sjónarmiði, erum að
leita að svari við ákveðinni spurningu. Spurningalistin
er mikil list, og sá kennari, sem vel kann að spyrja,
er naumast klaufi.
En hve góður sem kennarinn væri og hve vel sem
hann hefði athygli nemanda sinna á valdi sínu, þá getur
aldrei allt starf þeirra verið í því fólgið að láta kenn-
arann leiða sig í bandi áhugans um öll ríki hugsunar-
innar. »Sjálfur leið þú sjálfan þiglc ætti að vera tak-
mark uppeldisins. Kennarinn ætti fyrst og fremst að
kenna nemendunum að spyrja sjálfa sig, leiða athygli
sína sjálfir.
Fáir menn eru svo vel gefnir, að hvaða námsgrein
sem er eigi jafngreiðan aðgang að áhuga þeirra, eða
verði jafngott eldsneyti fyrir áhugann. Fyrir flestum rekur
fyrr eða síðar að því, að verða að læra margt, sem
hugur þeirra er í fyrstu fráhneigður, og jafnvel í þeim
greinum, sem manni yfirleitt þykja skemmtilegar, er
margt, sem er svo erfitt, að athyglin hörfar frá því eins
og fælinn hestur, ef hún er ekki keyrð sporum. Hér
kemur til kasta sjálfráðu athyglinnar, þeirrar athygli, sem
ekki beinist að efninu fyrir þá sök, að það sé í sjálfu
sér aðlaðandi, eða fallist ljúflega í faðm við það, sem
maður áður vissi, heldur vegna einhvers fjarskylds mark-