Andvari - 01.01.1932, Page 51
AncUari
Athyglin.
47
og getur að eins með áreynslu haldið athyglinni við
hann, getur með tímanum skapað sér áhuga á honum
og veitzt léttar og léttar að iðka hann. Hitt er annað,
hvort sá, sem hefir styrkt hæfileika sinn til sjálfráðrar
athygli við reikning, hefir þar með orðið hæfari til að
beina athyglinni almennt að óljúfu viðfangsefni, t. d. að
latneskri málfræði, ef hann er henni fráhneigður að
eðlisfari. Þetta er erfitt úrlausnar, en nokkru ljósi hefir
nýlega verið brugðið yfir það, af enskum manni, er
C. W. Valentine heitir. Hann hvggur, að þetta sé undir
því komið, hvort æfing athyglinnar stjórnast af hugsjón
eða ekki. Tökum t. d. manninn, sem var að Iesa undir
próf, og sigraðist á öllum erfiðleikum efnisins, vegna
þess að ásetningurinn að ná prófi var svo sterkur.
Mundi það gera honum auðveldara að beita athyglinni
við aðra óljúfa grein, næst þegur hann væri að búa
sig undir allt annað próf? Það mundi það líklega gera,
ef það væri hugsjón hans yfirleitt, að maður ætti að
ljúka hvaða námi sem er með prófi. Hann heimfærir
þá hugsunina um þessa sérstöku grein undir þá hug-
sjón, að allar greinir skuli enda með prófi, og sú
reynsla, sem hann fekk, þegar hann var að búa sig
undir fyrra prófið, styrkir hann nú og glæðir hjá hon-
um von, því að það, sem honum tókst áður, á honum
eins að geta tekizt nú. En gerum ráð fyrir, að hann
hefði enn víðtækari hugsjón, sem sé þá, að gera skyldu
sína, og teldi prófin til þeirra hluta, sem skylda er að
Ijúka. Þá fengi athyglin við hverja óljúfa námsgrein
styrk frá öllum þeim hvötum, er skylduhugsjóninni fylgja.
Loks getum vér hugsað oss, að hugsjónin væri sú, að
efla almennt hæfileika sinn til vísvitandi athygli. Þá
verður hvert erfitt viðfangsefni nýtt tilefni til að nálgast
bugsjónina; hugurinn stefnir beint á brattann, og það