Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1932, Page 51

Andvari - 01.01.1932, Page 51
AncUari Athyglin. 47 og getur að eins með áreynslu haldið athyglinni við hann, getur með tímanum skapað sér áhuga á honum og veitzt léttar og léttar að iðka hann. Hitt er annað, hvort sá, sem hefir styrkt hæfileika sinn til sjálfráðrar athygli við reikning, hefir þar með orðið hæfari til að beina athyglinni almennt að óljúfu viðfangsefni, t. d. að latneskri málfræði, ef hann er henni fráhneigður að eðlisfari. Þetta er erfitt úrlausnar, en nokkru ljósi hefir nýlega verið brugðið yfir það, af enskum manni, er C. W. Valentine heitir. Hann hvggur, að þetta sé undir því komið, hvort æfing athyglinnar stjórnast af hugsjón eða ekki. Tökum t. d. manninn, sem var að Iesa undir próf, og sigraðist á öllum erfiðleikum efnisins, vegna þess að ásetningurinn að ná prófi var svo sterkur. Mundi það gera honum auðveldara að beita athyglinni við aðra óljúfa grein, næst þegur hann væri að búa sig undir allt annað próf? Það mundi það líklega gera, ef það væri hugsjón hans yfirleitt, að maður ætti að ljúka hvaða námi sem er með prófi. Hann heimfærir þá hugsunina um þessa sérstöku grein undir þá hug- sjón, að allar greinir skuli enda með prófi, og sú reynsla, sem hann fekk, þegar hann var að búa sig undir fyrra prófið, styrkir hann nú og glæðir hjá hon- um von, því að það, sem honum tókst áður, á honum eins að geta tekizt nú. En gerum ráð fyrir, að hann hefði enn víðtækari hugsjón, sem sé þá, að gera skyldu sína, og teldi prófin til þeirra hluta, sem skylda er að Ijúka. Þá fengi athyglin við hverja óljúfa námsgrein styrk frá öllum þeim hvötum, er skylduhugsjóninni fylgja. Loks getum vér hugsað oss, að hugsjónin væri sú, að efla almennt hæfileika sinn til vísvitandi athygli. Þá verður hvert erfitt viðfangsefni nýtt tilefni til að nálgast bugsjónina; hugurinn stefnir beint á brattann, og það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.