Andvari - 01.01.1932, Qupperneq 53
Andviri
Athyglin.
49
færa hwerf nýtt atriði rétt undir þá hugsjón, sem það
heyrir til, þarf góða greind, sem ekki kallar hwítt svart
og svart hvítt, heldur sér hlutina eins og þeir eru. Og
sé hæfileikinn tii að stjórnast af hugsjónum skilyrði þess
að menn geti eflt hæfileikann til sjálfráðrar athygli al-
mennt, þá má búast við, að munur sé mikill á mönnum
í þessu efni, ekki síður en á greindinni.
Athygli vor ræður ekki að eins því, hvað kemur oss
til meðvitundar af umheimi, heldur ræður hún og því,
hvað festist í minni; hún ræður og gangi hugmynda
vorra, endurminninga og ímyndana að mjög miklu leyti.
Hún er kjarninn í allri rökhugsun, og hún ræður hreyf-
ingum vorum. Valdið yfir athyglinni er valdið yfir sjálf-
um oss.
En þó að valdið yfir athyglinni sé einhver hinn dýr-
mætasti eiginleiki, sem maður getur eignast, og vert
að kennarinn geri það sem hann getur til að efla hann
hjá nemendum sínum, þá dregur það ekki úr þeirri skyldu
kennarans að reyna með öllum hætti að glæða áhugann
á efninu sjálfu og gera námið með þeim hætti léttara.
Erfiðleikarnir, sem liggja í efninu sjálfu, verða allt af
nógir til þess að æfa hæfileikann til að leggja á sig
erfiði, séu kröfurnar til skilnings á því nógu háar. Vís-
vitandi athygli kostar allt af meiri áreynslu og þreytir
þvi meira en sjálfkvæm athygli, og því minni sem and-
le2 og líkamleg orka nemandans er, því léttari byrðar
verður að leggja á hana. Ljúft starf þreytir minna en
óljúft, þess vegna dregur ánægjan í kennslustundunum
hálft hlass.
Allir vita, hve erfitt er að halda athyglinni vakandi,
þegar maðurjer þreyttur. Hugurinn reikar þá frá efninu
°2 alls konar óviðkomandi hugmyndir steðja að. Að
nemendur taka ekki eftir, getur oft verið af því að þeir
4