Andvari - 01.01.1932, Side 56
52
Heyþurkunarvél.
Andvari
veturinn, eða lengur. Þetta hefir frá því fyrsta verið
gert með því að þurka grasið. Veðurlag er hér mjög
breytilegt, og það er kunnugra en frá þurfi að segja,
hve erfiður þáttur í landbúnaði vorum heyþurkunin er,
vegna þess hve tíðin er oft óhagstæð. Eins vita allir,
hve mikinn vinnukraft þarf til að þurka mikið hey. Og
á þessum túnum, þegar eitt af erfiðustu viðfangsefnum
landbúnaðarins er bæði ónógur og dýr vinnukraftur,
þarf ekki mörgum orðum að því að eyða, að fátt gæti
verið bændum hagkvæmara en það, ef hægt væri að
láta vélar vinna einmitt þessa vinnu. Því að það er hvort-
tveggja, að vélar eru almennt til þess ætlaðar, að spara
vinnukraft — og sjálfsagt mundu heyþurkunarvélar vinna
margra manna verk ekki síður en aðrar vélar — og
svo hitt, sem þó væri mest um vert, að menn næðu
allt annari aðstöðu í baráttnnni við hið óblíða íslenzka
veðráttufar. Nú sem stendur getur svo farið, að það
standi á sama, hvað miklum vinnukrafti bóndanum tekst
að safna að sér um sláttinn og hver ósköpin hann vill
og getur tekið á sig að greiða fyrir vinnuna — allt
getur það orðið tll lítils, vegna þess að veðráttan ræður
því, hvort mögulegt er að gera skepnufóður úr því, sem
á túninu vex. Og oft er um það rætt og ritað, að ekki
verði það metið til peninga, að hey hrekjast og skemm-
ast svo, að illt er að ætlast á um, hve mikils, eða rétt-
ara sagt, hve lítils virði þau eru sem skepnufóður —
eftir alla fyrirhöfnina og kostnaðinn.
Auðvitað gleymir því enginn, að til eru svo dýrleg
sumur hér á landi, að heyskapur verður öllum til á-
nægju, sem nálægt honum koma. En skorturinn á vinnu-
kraftinum og kaupgreiðslan er þó óbreytt, þó að eftir-
tekjan sé meira virði þegar vel viðrar.
Það eru því eftirfarandi þrjú atriði, sem mestu hljóta