Andvari - 01.01.1932, Síða 57
Audvari
Heyþurkunarvél.
53
að skipta við heyþurkun: í fyrsta lagi, að heyið verði
vel þurkað og gott skepnufóður. í öðru lagi, að kostn-
aðurinn við þurkunina verði sem minnstur. Þetta er
með öðrum orðum, að fóðrið verði sem bezt og ódýrast.
í þriðja lagi væri það höfuðatriði, ef heyþurkunin gæti
farið fram á þeim tíma, sem hentugastur er vegna ann-
ara starfa, hvernig sem veðráttan er.
Grein þessi getur, því miður, ekki flutt þann gleði-
boðskap, að nú geti menn sleppt öllum áhyggjum út af
heyþurkuninni; nú skuli þurka með vélum, og gangi þá
allt að óskum. Þetta er ritað einungis í þeim tilgangi,
að vekja athygli manna á því, að nú er að vísu fundin
heyþurkunarvél, sem þurkar hey svo vel, að það mua
ekki verða betur gert með öðru móti og getur enn
fremur — eins og að líkindum ræður — unnið það
starf, á hvaða tíma sem er og hvernig sem viðrar. En
það eru fleiri hliðar á þessu máli. Þessum kostum fylgja
annmarkar, bæði kostnaður og ýmsir erfiðleikar.
Fyrir nokkrum árum var stofnað félag í Lundúnum,
og tók það sér fyrir hendur að gera tilraunir með
þurkun á jarðargróðri, sérstaklega sykurrófum, en þar
að auk ýmsum öðrum gróðri og þar á meðal heyi. —
Vísindamenn voru þarna að verki og höfðu yfir rann-
sóknarstofum að ráða og hvers kyns hjálp við rannsóknir
sínar og nóg fé. Þetta félag hefir nú þegar gert ýmsar
gerðir af þurkunarvélum, með ærnum kostnaði. Hafa
þær verið reyndar og þótt mikið gagn að þeim. En
ekki voru þeir, sem fyrir rannsóknunum stóðu, ánægðir
með þær; þeir héldu áfram störfum sínum og fundu
loks upp vél, sem þeim þykir taka hinum fyrri fram.
Flestar eru vélar þessar ákaflega stórar og dýrar og
ætlaðar sérstaklega til stóriðju. — Jafnframt bjuggu þeir
«1 miklu minni gerðir, sem þeir ætlast til, að séu hent-