Andvari - 01.01.1932, Page 69
Andvari
Um slysatryggingar.
65
athugun og undirbúningur sérstakrar nefndar (Þorst.
Þorsteinss. (form.), Gunnar Egilson og Héðinn Valdi-
marsson), er skipuð var eftir ályktunum alþingis 1923
og 1924 (þál. um slysatryggingar 1923 og þál. um skipun
nefndar til að semja frv. um slysatryggingu 1924).
Tillögur nefndarinnar voru lagðar til grundvallar fyrir
breytingunum, sem gerðar voru 1925 að öllu verulegu.
Tryggingarsviðið var þó nokkuð fært út í meðferð þings-
ins (lögregluþjónar, tollþjónar, vitaverðir og starfsmenn
við vita, tvírónir bátar).
Helztu breytingar voru þessar:
1. Gert var skylt að tryggja erlenda menn jafnt ’og
innlenda — áður var skylt að tryggja að eins inn-
lenda menn.
2. Tryggingarsviðið var fært út þannig, að gert var
skylt að tryggja verkamenn við tiltekin störf og
starfsgreinir í landi, sem mest slysahætta fylgir.
Gefin var tiltekin takmörkuð heimild til frjálsrar
tryggingar. — Með þessu var iðntryggingin stofnuð
og slysatryggingin þar með orðin tvíþætt.
í öðru lagi var tryggingarsvið sjómannatrygging-
arinnar fært út þannig, að tryggingarskylda skipa
og báta var nú bundin við, að útgerðin væri rekin
í 1 mánuð í senn eða lengur, í stað þess sem áður
var miðað við heila vertíð.
3. Skaðabótasviðið var fært út. Auk dánarbðta skyldi
tryggingin nú einnig greiða tiltekna dagpeninga
— 5 krónur á dag — ef menn yrðu óvinnufærir
af afleiðingum slyss lengur en 28 daga, en þó
aldrei lengur en 180 daga.
4. Iðgjöldin voru öll lögð á herðar atvinnurekanda,
að undanteknu því, að ríkinu var gert að greiða
hluta iðgjalda fyrir róðrarbáta og vélbáta minni en
5