Andvari - 01.01.1932, Side 78
74
Síldarleit úr lofti 1931.
Andvnri
fyrir ausfan. Var flug þetta farið til þess að leita af
sér grun á vestursvæðinu. Þegar nú svo mikil síld
reyndist að vera þar, fóru allmörg skip, þar á meðal
allir ísfirzku bátarnir, þangað, og ætla að leggja síld
sína upp á Sólbakka, vegna hinnar afarseinu afgreiðslu
hjá ríkisverksmiðjunni. Þetta síldarflug er því hið gagn-
samlegasta, sem farið hefir verið enn á þessu sumri.
Tilkynning 26. ágúst: Álftin flaug síldarflug í dag
frá Siglufirði austur með Iandi, inn Skjálfandaflóa, út
fyrir Tjörnes, inn Axarfjörð, norður með Sléttu, austur
fyrir Rifstanga, þaðan til baka norðan við Mánáreyjar,
til Siglufjarðar og þaðan til Akureyrar. Sá allmikla síld
norðaustur af Siglufirði og milli Héðinsfjarðar og Ólafs-
fjarðar; suðaustan við Flatey og á miðju Grímseyjar-
sundi var mikil síld, ennfremur nokkrar torfur um 4
sjómílur norðvestur af Gjögri.
Tilkynning 31. ágúst: Álftin flaug síldarflug frá Siglu-
firði um Haganesvík, Skagafjörð, fyrir Skagann og yfir
Húnaflóa til Hólmavíkur og til baka aftur, og sá síld
talsverða norður og austur af Skagatá, og lítið eitt út
af Haganesvík.
Tilkynning 3. september: Álftin flaug í síldarleit frá
Akureyri, út Eyjafjörð, fyrir Haganesvík, Skagafjörð,
Húnaflóa, með Ströndunum, til ísafjarðar, og sömu leið
til baka. Síld sást á Eyjafirði norður af Hrísey, og út
af Ólafsfirði, og einnig norðaustur af Skagatá, og feikna
mikil síld sást austur af Reykjarfirði nyrðra og úti í
miðjura Húnaflóa. Einna líkast að þar væri ný ganga
að koma.
Vikuskýrslur.
Auk hinna einstöku tilkynninga, voru samdar yfirlits-
skýrslur um athuganir þær, er gerðar voru á hverri