Andvari - 01.01.1932, Síða 82
78
Síldarleit úr lofti 1931.
Andvari
að aihuga skipaflotann. Síld sást á þessum stöðum:
Á Kálfshamarsvík nærri landi, út af Héðinsfirði, út og
norður af Hjalteyri og á Grímseyjarsundi 10 sjómílur
norður af Gjögri. Þessa viku hefir síldarafli yfirleitf
verið góður, en síldin eingöngu veiðzt á Húnaflóa, ná~
lægt Skaga, inni á Kálfshamarsvík og undir VatnsnesL
Vikuskýrsla 19.—25. júlí: Vikuna 19.—25. júlí flaug,
Súlan síldarflug samtals 5 tíma yfir svæðið milli Vest-
fjarða og Eyjafjarðar. Einkum var leitað á Húnaflóa
bæði austan og vestan megin, á Skagafirði víðsvegar
og á Eyjafirði. Vfir mikið af þessu svæði var flogið
oftar en einu sinni, en 3 síðustu daga vikunnar var
ekki hægt að fljúga vegna veðurs. Síld sást á þessumt
stöðum: Á Bjarnarfirði allmikið, suðaustur af Selskeri,
út af Hrollaugshöfða og út af Hofsósi í SkagafirðL
Ennfremur sá varðskipið Þór allmikla síld á Þistilfirði
um miðja vikuna. Fyrri part vikunnar veiddist vel á
Skagafirði og í vikulokin virtist þar enn allmikil síld.
Veður mjög óhagstætt seinni part vikunnar.
Vikuskýrsla 26. júlí — 1. ágúst: Vikuna 26. júlí tif
1. ágúst var tíð mjög óhagstæð, svo að ekkert var hægt
að sinna síldarflugi nema í lok vikunnar. Var þá flogið
um Húnaflóa, Skagafjörð og Eyjafjörð og sást mjög
mikil síld á Skagafirði á föstudaginn. Á þriðjudaginn
veiddist dálítið af síld fyrir innan Hrísey á Eyjafirði og
á fimmtudaginn talsvert inni á Skjálfandaflóa. Á föstu-
daginn og laugardaginn var ágætt veður og veiddist þá
geysimikil síld víðsvegar á Skagafirði, bæði austan- og
vestanmegin og fyrir utan og innan eyjar. Allan síðasta
þriðjung júlímánaðar hefir Skagafjörður verið aðal-
síldarsvæðið, enda þótt nokkur síld hafi einnig sézt og
veiðzt annars staðar. Á laugardaginn kom Álftin norður
og annast hún síldarleitina framvegis í_stað Súlunnar.