Andvari - 01.01.1932, Page 83
Andvari
Síldarleit úr lofti 1931.
79
Vikuskýrsla 2. — 8. ágúst: Yikuna 2.— 8. ágúst var
flogið síldarflug 3 !daga, yfir Húnafióa, Skagafjörð og
Eyjafjörð, en fyrri hluta vikunnar var ekkert hægt að
fljúga vegna storms, enda gátu skip þá eigi heldur
stundað veiði. Á miðvikudaginn sá Álftin mikla síld
kringum Skaga og á Húnaflóa, einnig nokkuð á Skaga-
firði; barst þann dag mikil síld á land og síðan reitingur
það sem effir var vikunnar, og var sú síld mestmegnis
veidd á Húnaflóa og Skagafirði. Um miðja vikuna fengu
nokkrir bátar ieinnig síld á Grímseyjarsundi. Vfirleitt virð-
ist vera nóg um síld, en tíðin hefir verið í stirðara lagi.
Vikuskýrsla 9.—15. ágúst: Vikuna 9.—15. ágúst var
flogið síldarflug 4 daga yfir svæðið frá Húnaflóa austur
að Sléttu og yfir nokkuð af því svæði var flogið marg-
sinnis. Þessa viku hefir síld mikil sézt bæði á vestan-
verðu og austanverðu síldarsvæðinu. Á þriðjudaginn sást
ógrynni af síld kringum Flatey og víðar á Skjálfanda-
flóa, einkum austur við Tjörnes, en á miðvikudaginn var
flogið vestur á bóginn og sást þá mjög mikil síld kring-
um Skagann. Á fimmtudaginn var aftur flogið austur
með og sást þá enn allmikil sfld austur við Tjörnes, en
mest var þá um síld fyrir norðan og vestan Mánáreyjar,
en fremur lítið hjá Flatey. Bendir það á, að síldin sé
að færast lengra austur og norður með landinu. Þessa
daga var gott veður og afli mikill. Mest var veitt kring-
um Skagann og við Flatey. Reknetaveiði hefir verið
fremur treg.
Vikuskýrsla 16.—22. ágúst: Vikuna 16.—22. ágúst
flaug Álftin 3 daga síldarflug yfir svæðið frá Horni til
Sléttu og sá mikla síld, einkum við Flatey, norðan við
Mánáreyjar og á Grímseyjarsundi. Alla vikuna veiddist
geysimikil síld kringum Flatey og norður af Gjögri, gat
ríkisbræðslan ekki tekið nógu^ört á móti og urðu skip