Andvari - 01.01.1932, Síða 87
Andvari
Enn um kornyrkju á íslandi.
Spurningunni um það, hvort korntegundir hins kalda
veðurfars, þ. e. bygg og hafrar, nái fullum þroska hér
á landi, virðist reynslan nú hafa svarað að nokkru, þó
að ég á hinn bóginn viti, að reynsla sé enn þá ófengin
mjög víða á landinu.
Hornyrkjutilraunir þær, sem gerðar hafa verið á níu
undanförnum árum, hafa, það sem þær ná, fært sönnur
á, að snemmþroska bygg og hafrategundir geta vaxið
hér, ef rétt er að þeim búið, og þær hafa enn fremur
sýnt, að ræktun þeirra getur svarað kostnaði. Uppskeran
getur orðið svipuð því, sem hún verður venjulega í
norðlægum löndum, þar sem veðurfarsskilyrðin eru lík
þeim, sem hér tíðkast á Suðurlandi.
Því hefir verið haldið fram, að veðrátta hér á landi
væri óhagstæð akuryrkju, og má vel vera, að svo sé,
en mér virðist, að lítið hafi verið til þess gert að rann-
saka það rækilega, hvort kornrækt gæti átt hér við og
væri framkvæmanleg, líkt því sem er við erfið skilyrði í
norðanverðum og vestanverðum Noregi.
Þrátt fyrir það, þótt veðráttan sé ekki hagstæð korn-
yrkju hér á landi, þá má þó benda á, að hún er stunduð
víðar á hnettinum en þar, sem skilyrðin eru að öllu
leyti ákjósanleg.
Eg get bent á ýmis héruð í Noregi, sem kornyrkja
hefir verið stunduð frá ómunatíð, þrátt fyrir marga
veðurfarsgalla, t. d. í Valdresi í fjallabyggðum Noregs,