Andvari - 01.01.1932, Side 88
84
Enn um kornyrkju á íslandi.
Andvari
í héruðunum í kring um Þrándheim, í byggðunum fyrir
norðan Bodö, og alla leið með vesturströnd Noregs
allt norður að 70° norðurbreiddar.
Víðast hvar er hitinn heldur hærri í þessum héruðum
en hér á landi, en sums staðar eru hitaskilyrðin svipuð
sem hér á Suðurlandi. Víða vorar þar seinna og byrjar
fyrr að frjósa. Næturfrost eru þar mun tíðari að vor-
og sumarlagi en hér á suðurströnd Islands.
(Jrkoman er þar víða mjög svipuð og hér, og sums
staðar rignir miklu meira um gróðurtímabilið maí—sept.
en á suðurláglendi Islands.
Eftir því sem ég hefi athugað skilyrðin — þ. e. hin
veðurfarslegu skilyrði betur, bæði hér á landi og í ýms-
um sveitum Noregs, eftir því hefi ég betur sannfærzt
um það, að íslenzku sumurin eru ekki of köld fyrir
bráðþroska bygg og hafrategundir.
Það, sem hefir mest áhrif á kornþroskun, er hitinn
og úrkoman, og hvernig þessu tvennu er varið yfir
gróðurskeiðið, þ. e. maí—sept. Talið er, að kornteg-
undirnar þurfi ákveðið hitamagn til að ná fullum þroska
ásamt ákveðnu regnmagni, en þetta er þó sveigjanlegt.
Hitamagnið er reiknað í hitastigum á þann hátt, að hiti
hvers sólarhrings, sem hver tegund þarf til fullþrosk-
unar, er lagður saman allan sprettutíma tegundarinnar
og fæst þá hitasumman, og úrkoman mæld í m/m.
Þessu til skýringar:
Við skulum gera ráð fyrir, að sprettutími sé 100
dagar og meðalhiti hvers sólarhrings sé 11 °C lofthiti,
verða þá hitastigin 1100°C, sem kallað er samanlagt
hitamagn, og er notað sem mælikvarði til þess, að gefa
hugmynd um ólika hitaþörf korntegunda.
Talið er í Noregi, að bygg og hafrar þurfi 1250 —
1550 °C samanlagt hitamagn, og hæfilegt regnmagn sé