Andvari - 01.01.1932, Page 94
90
Enn um kornyrkju á íslandi.
Andvari
og mér þykir líklegt, að hún geti þrifizt víðar en á
Suðurlandi. Viðgangur kornyrkjunnar fer eftir því, hversu
vel henni verður tekið af íbúum sveitanna, og hve ötul-
Iega verður að því unnið, að útbreiða réttan skilning á
nytsemi hennar fyrir íslenzka jarðrækt. Ef litið er á það,
sem kornyrkjutilraunirnar hafa sýnt um uppskerumagn
af byggi, borið saman við ræktað graslendi, þá verður
samanburðurinn þannig: Fjögurra ára tilraunir með bygg
í stöðinni á Sámsstöðum, uppskera í FE. 4784 af ha,
en af túni, sem gefur af sér 75 hesta, 3410 FE. —
Má af þessu sjá, að landið getur gefið meira af sér í
korni en grasi.
Væri óskanda, að þeirri kynslóð, er nú lifir, heppn-
aðist að endurreisa kornyrkjuna, einstaklingum og
þjóðarheildinni til hagsbóta. Er óhætt að fullyrða, að
ef kornyrkja kemst hér á, muni hún setja nýjan svip
á íslenzka jarðrækt og færa hana í vissari og betri far-
veg en áður hefir þekkzt. Jarðvinnsla yrði almennari,
og menn kæmust samfara kornyrkjunni betur inn á þá
braut, að vinna jarðyrkjustörfin sjálfir með tækjum og
vinnuafli búanna. Samfara því fengi þetta starf, sem nú
er lítt iðkað hér, meiri festu. Vrði, þá er fram liðu
stundir, landsmönnum í blóð runnið að yrkja þá jörð
sjálfir, er þeir hafa umráð yfir, og þeim ber skylda til,
bæði gagnvart þjóðfélaginu og sjálfum sér að nytja á
sem fullkomnastan hátt.
Er það verkefni handa þeim, sem vinna vilja íslenzk-
um búskap gagn, að leggja hér hönd á plóginn. Þarf
það og að vera hlutverk löggjafarvaldsins, í þágu þessa
málefnis, að sjá um, að kornyrkja verði styrkt af hinu
opinbera, ekki síður en aðrar þær framkvæmdir, sem
nú njóta styrks samkvæmt jarðræktarlögum.
Klemens Kristiánsson.