Andvari - 01.01.1932, Side 95
Andvari
Hákarlaveiðar í VestmannaeYjum
fyrrum.
Hákarlaveiðar voru stundaðar í Vestmannaeyjum fram
undir aldamótin síðustu. Farið var í hákarlalegur eða
til hákarla upp úr vertíðarlokum, og á haustin eftir vetur-
nætur, og í skammdeginu og alveg fram á þorra, og
farið við og við, er veður gafst. Var legið úti þegar
veður og vindur leyfði, sjaldan meira en eitt eða tvö
dægur, en þó kom það fyrir, þegar hákarl var tregur, að
útilegurnar voru lengri, stundum 5—6 dægur eða meira.
Hákarlinn var beztur, þ. e. veiddist mest, í Fjalla-
sjónum, alveg út undir ]ökulsá á Sólheimasandi. —
Hákarlalega (eða lega, reglul.), fara í hákarlalegur, sama
sem fara til hákarla.
Hákarlanesti, -is. í hákarlalegurnar höfðu menn venju-
lega með sér mat til þriggja daga, brauð og harðfisk,
smjör og kjöt. Kaffi var hitað á eldavél, svokallaða
»konfýr«, fjórum sinnum á sólarhring, á morgnana í
dögunina, á hádegi, um dagsetur og síðast um miðnótt;
til að hita undir katlinum var haft kol og spýtur, og
stundum skerpt með hákarlabeitunni, feitu hrossakjöti
og selspiki.
Til hákarla var venjulega farið á áttæringum og 18
til 20 manns á, um tíma lítið eitt á þilskipum. Sú var
venja, að skipseigendur Iétu til hverrar ferðar 4 potta
af brennivíni, og sumir hásetanna höfðu með sér 1 pela
eða hálfflösku, formaður hafði með sér 1 pott, og höfðu
margir þeirra þann sið, að geyma hann þangað til á