Andvari - 01.01.1874, Blaðsíða 132
128
Stjórnarskrá íslands.
greinin er um landsdóminn, sem átti a& dæma í landstjdrnar-
málum, en sú grein var svo samvaxin abalfrumvarpi
alþíngis, ab liún gat ekki komizt ab í Jteirri stefnu, sem
stjórnin tók, og er þar meb einn merkilegur libur fallinn
úr stjórnarskránni, sem er Iandsdómurinn og hvernig honum
skuli haga. Hin greinin (53 gr. í frumvarpi alþíngis 1873)
skipabi svo fyrir, ab l(ddmsvaldib skal abgreint frá
umbobsvaldinu, samkvæmt reglum |)eim, sem ákvebnar
verba um |>ab ineb lagabobi”. j)ab er ekki hægt a& skilja,
ln ersvegna [ressi grein gat ekki stabizt og komib í stjórnar-
skrána, því þó ekki se í henni nema loforb, þá er þab
til ab minna á eitt mjög mikilsvert atribi í stjórnarmálum
íslaflds, sem lielir þörf brábra bóta. Á stjórnarskránni er
ekki ab sjá, sem stjórnin hugsi til þeirra um sinn, því
hún hetir tekib upp aptur eitt atribi, sem ekki haf&i veri&
í frumvörpunum 1867 og 1869, en var fyrst komib þar
1871, a& stjórnin gæti vikib þeim dómendum úr embætti,
sem hefbi umbobsstörf mebfram á hendi. Menn segja,
ab hin sögulega ástæba til þessa se komin frá landsyfir-
röttinum, og er J>ab þá vottur um, a& stjórnin hefir ekki
verib allskostar viss um lagatakmörkin á&ur, en veitt sér
sjálf vissuna síbar. — Enn er sú grein í þessuin kafia,
sem hefir stabib í frumvörpum stjórnarinnar 1867 og 1869
og í ölluin frumvörpum alþíngis, a& (lallir dómar skuli
fara fram í heyranda hljdbi, jafnskjótt og ab svo miklu
leyti, sem |)ví ver&ur vib komib”; þessi grein sýnist mundu
liafa mátt slanda hættulaust, en þó hetir henni verib
sleppt úr frumvarpi stjórnarinnar 1871 og nú úr stjórnar-
skránni.
V. Um kirkjumálin hefir stjórnarskráin nokkrar
breytíngar, bæ&i frá frumvörpum alþíngis og stjórnarinnar
ábur. í frumvarpi sínu 1867 haf&i stjórnin ekki stúngib