Andvari - 01.01.1875, Blaðsíða 11
Fjárhagur og reikníngar íslands.
7
Jjíngsina fjármál fslands, því þarmefe uröu reikníngamálin
utanveltu, og a8 sumu leyti enn meira flækt í hin dönsku
mál, og Íslendíngum ör&ugra a& grei&a þau tír, en stjórn-
inni varð góð ástæða úr því aptur, til þess að bera fyrir
sig fjárhagsforræ&i ríkisþíngsins. Fyrst í stað bygði þ<5
stjórnin á því, að hfer væri einskonar millireikníngar milli
Islands og Danmerkur, og að ísland hefði í raun og veru
cngan reikníngshalla, þegar öllu væri á botninn hvolft.
Um haustið 1850 er það tekið fram, meðal annars, að
tlgjaldi& til skólans á íslandi ætti að réttu lagi að draga
frá útgjaldadálkinum, |)areð það kemur í stað eigna
skólans, sem hafa verið teknar inn í ríkissjóðinn”.1
þar af er augljóst, að stjórnin vildi þá viðurkenna, að
eignir skólanna á íslandi 'væri íslands eign, en ekki Dan-
merkur, en ef svo var, þá urðu jarðir allra stofnana einnig
að vera íslands eign, og það ekki einúngis þær, sem óseld-
ar voru, heldur og einnig þær, sem voru seldar, hvort
heldur fyr eður síðar, því hafi konúngur ekki haft rétt til
að draga í Danmerkur sjóð stólsjarðirnar 1784, þá gat
liann heldur ekki haft það 1674, og hafi hann ekki átt
löglegt vald til þessa eptir 1660, sem sjálft stjórnarráðið
viðurkennir, þá heíir hann enn síður haft það á&ur en
alveldis-stjórnin hófst. í frumvörpum sínum til þjó&fund-
arins 1851 ætlaði stjórnin að koma þessu öðruvísi fyrir,
til þess að komast hjá reikníngshallanum svona þegjandi.
þá var tekjum og útgjöldum landsins skipt í tvennt, og
annar hlutinn lag&ur til ríkisins en annar til landsins,2
og þetta var svo kænlega gjört og ni&urjafnað, að þær
tekjur, sem landssjó&num voru lagðar, stó&ust rétt á end-
‘) Ný Felagsrit XXII, 65—66 eptir áætlun til fjárhagslaganna 1850,
sbr. Tíðindi frá jijúðfundi Íslendínga, bls. 507.
a) sbr. Tíðindí frá jijóðfundi fslendlnga, bls. 506—507.