Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 10
4. september 2009 FÖSTUDAGUR
BÚRMA, AP Lögmenn Aung San Suu
Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar
í Búrma, hafa áfrýjað stofufang-
elsisdómi hennar.
Suu Kyi var dæmd í eins og hálfs
árs stofufangelsi í ágúst fyrir að
leyfa bandarískum manni að
gista á heimili hennar í tvo daga.
Maðurinn synti yfir síki að húsi
hennar, þar sem hún hefur setið
í stofufangelsi í sextán ár af síð-
ustu tuttugu. Lögmenn Suu Kyi
áfrýjuðu dómnum á þeim forsend-
um að hann byggðist á lögum sem
hefðu fallið úr gildi ásamt stjórn-
arskránni fyrir tveimur áratugum.
Búist er við að dómari taki afstöðu
til áfrýjunarinnar í dag. - bs
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma:
Suu kyi áfrýjar dómi
AUNG SAN SUU KYI Lögmenn hafa áfrýj-
að stofufangelsisdómi yfir Suu Kyi.
TYRKLAND, AP Tyrkir, Írakar og
Sýrlendingar eiga nú í deilum út
af vatnsréttindum í fljótunum
sögufrægu, Efrat og Tígris, sem
eiga upptök sín í Tyrklandi. Stífl-
ur og virkjanir draga úr vatns-
streymi í ánum, sem kemur sér
illa þegar íbúum í þessum heims-
hluta fjölgar og eftirspurn eftir
vatni eykst.
Fulltrúar landanna þriggja hitt-
ust í Ankara, höfuðborg Tyrk-
lands, í gær. Erfiðlega hefur þó
gengið að ná sáttum.
„Þetta er mjög mikilvægt og
Írak fær nú þegar miklu minna
af vatni vegna stíflanna í Tyrk-
landi og Sýrlandi,“ segir Nagesh
Kumar, vatnsfræðingur frá Ind-
landi. „Það geta brotist út milli-
ríkjaátök í þessum heimshluta
vegna vatnadeilnanna.“
Írakar vilja að bæði Tyrkir og
Sýrlendingar hleypi meira vatni
yfir landamærin, auk þess sem
Sýrlendingar vilja líka fá meira
vatn frá Tyrklandi.
Tyrkir segjast hins vegar eiga
erfitt með að missa meira vatn úr
landi, því þá skerðist orkufram-
leiðslan of mikið.
Auk þess geri þeir nú þegar
betur en samningar kveða á um,
því þeir hleypi 517 rúmmetrum
af vatni yfir landamærin á hverri
sekúndu, í staðinn fyrir þá 500
rúmmetra sem um var samið milli
ríkjanna.
„Í Tyrklandi er engin ofgnótt af
vatni,“ segir Taner Yildis, orku-
málaráðherra Tyrklands. „Við
getum ekki aukið þetta magn enn
frekar.“
Þurrkar í Írak bæta hins vegar
enn á vandann. Annað árið í röð
hefur lítil úrkoma og lítið vatns-
magn í Efrat og Tígris valdið því
að ræktarland í Írak stendur undir
skemmdum og drykkjarvatn er af
skornum skammti.
„Hér er alvarlegur vatnsskort-
ur,“ segir Abdul-Latif Jamal
Rasheed, vatnsmálaráðherra í
Írak. „Úrkoma hefur minnkað
um 40 prósent og þurrkarnir eru
meiri.“
Fljótin Efrat og Tígris eiga upp-
tök sín í Tyrklandi en streyma
síðan yfir til Íraks og þaðan til
hafs í Persaflóa. Milli Tyrklands
og Íraks streymir Efrat auk þess
í gegnum Sýrland, en Tígris renn-
ur á kafla meðfram landamærum
Sýrlands.
Meira en þrír áratugir eru síðan
Tyrkir og Sýrlendingar byrjuðu á
að reisa stíflur í fljótunum tveim-
ur. Allar götur síðan hafa deilur
um vatnsréttindi staðið á milli
landanna þriggja, svo stundum
hefur þótt hætta á stríðsátökum.
gudsteinn@frettabladid.is
Milliríkjadeil-
ur um vatn úr
ám harðna
Fulltrúar Íraks, Sýrlands og Tyrklands hittust í gær
til að leysa úr deilum um vatnsréttindi í fljótunum
Efrat og Tígris. Stíflur í Tyrklandi og Sýrlandi draga
úr vatnsmagni yfir landamærin.
ÍRAK
SÝRLAND
TYRKLAND
Efrat
Tígris
LÍTIÐ VATN Í ÁNNI EFRAT Þurrkar hrjá íbúa Norður-Íraks og lítið vatnsmagn í ánum
Efrat og Tígris eykur á vandann. NORDICPHOTOS/AFP