Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. september 2009 11 SAMFÉLAGSMÁL Þrílit bindi sem seld voru til styrktar átakinu „Karlmenn og krabbamein“ seld- ust upp og skiluðu þar með átak- inu ríflega einni milljón króna. Bindin sem voru til sölu í versl- unum Herragarðsins voru blá, hvít og fjólublá en þeim litum er ætlað að minna á þrjú algengustu krabbamein hjá körlum; í blöðru- hálskirtli, lungum og ristli. Einn af hverjum þremur karl- mönnum greinist með krabba- mein en rannsóknir hafa sýnt að batahorfur þeirra sem greinast hér á landi eru almennt góðar. Mikilvægt sé að greina meinið snemma og að karlar séu meðvit- aðir um einkenni krabbameina, er haft eftir Gústa Gústafssyni, markaðs- og fjáröflunarstjóra hjá Krabbameinsfélaginu í fréttatil- kynningu. - sbt Styrktarbindi seldust upp: Krabbameins- átaki afhent rúm milljón SÁTTIR Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri hjá Krabbameinsfélag- inu, Valtýr Helgi Diego og Vilhjálmur Svan, verslunarstjóri Herragarðsins í Kringlunni. BERLÍN, AP Foreldrum í Þýskalandi hefur verið gefið formlegt leyfi til að skíra son sin Djehad, sem er önnur útgáfa orðsins jihad, eða heilagt stríð. Hæstiréttur í Berlín stað- festi úrskurð tveggja undirdóm- stóla þess efnis að fordæmi séu fyrir slíkri nafngift í arabalönd- um. Nafninu hafði verið hafnað af þýskum yfirvöldum sem töldu það vera til þess fallið að skaða drenginn vegna tenginga við íslamska hryðjuverkastarfsemi. Í þýskum lögum er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að skíra börn nöfnum sem teljast þeim skaðleg. - kg Deilur um nafn í Þýskalandi: Mega skíra son sinn Djehad Brunnu inni með kvóta Súðvíkingar gátu ekki nýtt 150 þorsk- ígildistonna byggðakvóta þar sem engin útgerð uppfyllti skilyrði um vinnslu í landi. Eitt af skilyrðunum til þess að fá úthlutað byggðakvóta í Súðavík er að aflinn sé unninn á staðnum. Engin útgerð uppfyllti þetta skilyrði. SJÁVARÚTVEGSMÁL FERÐAMÁL Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 203.400 en 202.200 á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða og á Suðurlandi, að því er segir í tölum Hagstofunnar. Hlutfallslega fjölgaði gistinótt- um mest á Norðurlandi, úr 22.300 í 25.000, eða um tæp 12 prósent. Gistinóttum á höfuðborgarsvæð- inu fjölgaði úr 114.500 í 117.200. Gistinætur á Austurlandi voru svipaðar milli ára eða 12.700. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækk- aði gistinóttum úr 20.700 í 17.700 eða um 15 prósent. Á Suðurlandi fækkaði gistinóttum um 4 pró- sent. - kh Aukning í ferðaþjónustu: Gistinóttum fjölgaði milli ára UTANRÍKISMÁL Fiskveiðistjórnun- arkerfi Færeyja, Grænlands og Íslands verða „krufin“ á sérstök- um fundi á Stykkishólmi næsta sumar. Ekkert er mikilvægara efna- hagskerfum landanna þriggja en sjávarútvegurinn. Því ber þess- um löndum að auka samstarf sitt á sviði sjávarútvegsmála og gera nákvæma úttekt á stjórnun fisk- veiða. Svo segir í ályktun Vestnorræna ráðsins, að loknum ársfundi þess í síðustu viku, sem getið var um í blaðinu á mánudag. Það var, að tillögu Ólínu Þorvarðardóttur, varaformanns ráðsins, samþykkt að fiskveiði- stjórnunarkerfi vestnorrænu ríkj- anna verði meginmálefni næsta fundar. Ólína bendir á að í ríkjum ráðs- ins séu mjög ólík fiskveiðistjórnun- arkerfi og að í þeim telji margir að sitt kerfi sé það besta í heimi. Einn- ig heyrist þar gagnrýni á þau. „Ætli menn að endurskoða stjórnun veiðanna er mikilvægt að þekkja í þaula valkostina,“ segir Ólína í tilkynningunni. Einnig skal hvetja ríkisstjórnir landanna til að koma á samstarfi um nemendaskipti milli mennta- og fjölbrautaskóla landanna. Þá var ákveðið að leggja til við ríkisstjórnir ríkjanna að þær auki samstarf um bók-, iðn- og starfs- nám fyrir ófaglært fólk í löndunum þremur. - kóþ Varaformaður Vestnorræna ráðsins segir mikilvægt að læra af reynslunni: Fiskveiðistjórnunin krufin ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Ólína bendir á að í ríkjum ráðsins séu mjög ólík fiskveiðistjórnunarkerfi. FÓLK Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á Miklatúni á morgun. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði í tilefni dagsins, svo sem klifurvegg, kassaklif- ur, sápukúlufjör og Iss Piss-fim- leikatrúða. Þá mun íþróttafélag- ið Valur kynna starfsemi sína og mun Sigfús Sigurðsson meðal annars kynna handknattleik. Þá verður einnig hægt að skoða Kjarvalsverk á Kjarvalsstöðum og skottmarkaður verður opinn þar sem íbúar munu selja ýmis- legt notað og nýtt úr skottum bíla sinna. Hátíðin hefst klukkan 14. - kh Hverfishátíð í miðborginni: Skottmarkaður á Klambratúni NÝTT UPPHAF HJÁ NÝJA KAUPÞINGI Nýi Kaupþing banki fagnar því að bankinn hefur nú verið endur- fjármagnaður af ríkinu. Jafnframt er það mikið ánægjuefni að sátt hefur náðst milli ríkisins og skilanefndar Kaupþings um uppgjör krafna og framtíð nýja bankans. Með þessu er styrkum stoðum skotið undir starfsemi hans. Enn einn áfanginn í endurreisn Nýja Kaupþings náðist í gær er ríkið og skilanefnd Kaupþings undirrituðu samninga sem fela m.a. í sér að skilanefndinni fyrir hönd kröfuhafa Kaupþings gefst kostur á að eignast um 87% hlutafjár í nýja bankanum á móti ríkissjóði. Skilanefndin hefur frest til 31. október til að taka ákvörðun. Nýja Kaupþing mun hér eftir sem hingað til heyra að öllu leyti undir íslensk lög og íslenskar eftirlitsstofnanir. Dagleg starfsemi og þjónusta bankans raskast ekki við þessa breytingu og engin breyting verður á stöðu innlánseigenda. Endurfjármögnun Nýja Kaupþings og samningurinn við skilanefndina eru mikilvæg skref í markvissri endurreisn bankans til hagsbóta fyrir viðskiptavini hans og samfélagið í heild. Með vinsemd, Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.