Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 18
18 4. september 2009 FÖSTUDAGUR Karatefélagið Þórshamar heldur upp á þrjátíu ára afmæli félagsins á morgun en það hefur starfað óslitið síðan 27. maí árið 1979. „Í tilefni dagsins verðum við með móttöku fyrir boðsgesti og síðan opið hús frá 15 til 17, segir Jón Ingi Þorvalds- son, formaður félagsins. „Klukkan 15.30 og 16.30 munu nokkrir af iðkendum fé- lagsins leika listir sínar og um kvöld- ið verður haldið teiti fyrir félagsmenn átján ára og eldri,“ bætir hann við. Jón Ingi hefur gegnt formennsku í félaginu með hléum frá árinu 2003 en hann byrjaði að æfa með Þórshamri árið 1990. Hann segir fólk iðka karate á mjög mismunandi forsendum. „Karate er hægt að iðka sem bardagalist, keppn- is íþrótt eða líkamsrækt allt eftir því hvaða markmið iðkandinn setur sér en þetta er mjög góð alhliða þjálfun sem reynir á allan líkamann. Þá veit- ir íþróttin innsýn í upphaf og þróun austurlenskra bardagalista og tileinka iðk endur sér alls kyns hefðir.“ Jón Ingi segir kynjahlutfall þeirra sem stunda karate hjá Þórshamri nokk- uð jafnt þó að það sé eilítið misjafnt eftir aldursflokkum, en æft er í flokki sex til níu ára, tíu til þrettán ára, fjórtán til átján ára og átján ára og upp úr. „Það eru aðeins fleiri strákar í yngri flokk- unum en í þeim eldri er þetta nokkuð jafnt,“ segir Jón Ingi. Hann telur að vel- gengni Eddu Blöndal, sem er ein helsta kempa félagsins til margra ára, hafi virkað mjög hvetjandi og laðað marg- ar stelpur til félagsins. Iðkun karate skiptist að sögn Jóns Inga í þrjá hluta. „Við gerum ákveðn- ar grunntækniæfingar ýmist ein eða með fleirum en æfum síðan kata þar sem grunnæfingar eru ofnar saman í bardaga við ímyndaðan andstæðing. Hver og einn iðkandi æfir þá fyrir- fram ákveðið munstur af hreyfingum og í þeim er bæði hægt að keppa í ein- staklings- og liðakeppni. Síðan leggj- um við stund á kumite en þá er keppt í frjálsum bardaga á milli tveggja ein- staklinga. Þórshamar er eina karatefélagið á höfuðborgarsvæðinu sem státar af eigin húsnæði en önnur karatefélög starfa sem deildir innan stærri íþróttafélaga. „Það veitir okkur ákveðna sérstöðu auk þess sem við höfum yfir góðri aðstöðu að ráða.“ vera@frettabladid.is KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR: FAGNAR ÞRJÁTÍU ÁRA AFMÆLI Fyrir konur jafnt sem karla Karate-iðkendur munu leika listir sínar í afmælisveislunni á morgun. Kynjahlutfall þeirra sem stunda karate hjá Þórshamri er nokkuð jafnt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM timamot@frettabladid.is STEVE IRWIN LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2006 „Ég er ekkert hræddur við að týna lífi. Ef ég lendi í þeirri aðstöðu að þurfa að bjarga kóalabirni, krókódíl, kengúru eða snáki þá mun ég gera það.“ Irwin var ástralskur dýra- verndunarsinni og sjónvarps- þáttastjórnandi. Hann lést við upptökur á þætti sínum The Crocodile Hunter þegar stingskata stakk hann í hjartastað. Þennan dag árið 1943 kom Íslands- klukkan eftir Hall- dór Laxness út og var henni vel tekið. Hún kom út í þremur hlut- um á árunum 1943 til 1946 og heita þeir Íslandsklukkan, Hið ljósa man og Eldur í Kaupinhafn. Fyrsti hluti sög- unnar segir frá Jóni Hreggviðssyni, bónda á Rein, og baráttu hans við yfirvöld. Snæfríður Íslandssól er kynnt til sögunnar í fyrsta hluta þar sem hún ferðast um landið með Arnasi Arn- æus og síðar þegar hún fær varð- mann til að leysa Jón Hreggviðsson úr haldi á Alþingi. Hún er svo í aðal- hlutverki í öðrum hlut- anum og er gift Magnúsi í Bræðratungu þrátt fyrir að hafa elskað Arnas. Þriðji hlutinn fjallar svo um Arnas Arnæus og örlög bókasafns hans í Kaupinhafn. Bókinni fylgdi viðvör- un til lesandans þar sem höfundur lét þess getið að um sagnfræðilega skáldsögu væri að ræða en þrátt fyrir það er ljóst að rætur sögunnar liggja djúpt í þjóðfélagsveruleika sögutímans. Heimild: Wikipedia ÞETTA GERÐIST 4. SEPTEMBER ÁRIÐ 1943 Íslandsklukkan kemur út Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hreiðar Karlsson Laugarbrekku 5, Húsavík, lést á Gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 29. ágúst sl. Jarðsungið verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Húsavíkurkirkju. Gjafakort fást í Blómabúðinni Esar, Húsavík. Jónína Á. Hallgrímsdóttir Hallgrímur Hreiðarsson Dagmar Kristjánsdóttir Kristjana Hreiðarsdóttir Áki Áskelsson Herdís Hreiðarsdóttir Björn Maríus Jónasson Karl Hreiðarsson Unnur Ösp Guðmundsdóttir og barnabörn. Bróðir okkar og mágur, Björgvin Sigurðsson áður til heimilis á Arahólum 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, föstudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju, laugardaginn 5. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar, Þór, Guðrún og Oddur. Ástkær móðir og tengdamóðir, Else Þorkelsson Funafold 48, Reykjavík, lést 2. september á Hjúkrunarheimilinu Eir. Björn Sigurðsson Einar Sigurðsson Sigrún Guðmundsdóttir Pétur Sigurðsson Jóhanna Ólafsdóttir Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Halldóra Gunnarsdóttir frá Steinsstöðum, til heimilis að Höfðagrund 19, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 1. sept sl. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju miðviku- daginn 9. sept. kl. 14.00. Árni S. Einarsson Guðbjörg Halldórsdóttir Gunnar Einarsson Ragnheiður Pétursdóttir Marteinn G. Einarsson Guðrún Sigurbjörnsdóttir Einar Halldór Einarsson Guðmundur Einarsson Sóley Sævarsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Bjarna Bentssonar fyrrv. yfirverkstjóra hjá Flugmálastjórn, Digranesvegi 80, Kópavogi. Unnur Jakobsdóttir Bent Bjarnason Helga Helgadóttir Anna Þórdís Bjarnadóttir Stefán R. Jónsson Jakob Bjarnason Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn og bróðir, Jón Ingi Óskarsson Álfaskeiði 51, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 1. september. Elsa Guðjónsdóttir Þórhallur Frímann Óskarsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, Jón Þorsteins Hjaltason (Glói) sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 29. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. september kl. 13.30. Sigríður Steindórsdóttir Steindór Jónsson Anna Þórný Jónsdóttir Helgi Vigfús Jónsson Ingibjörg Jónasdóttir Lára Magnea Jónsdóttir Ólafur Guðmundsson afabörn og langafabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.