Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.09.2009, Blaðsíða 40
28 4. september 2009 FÖSTUDAGUR Magnað og blóðugt framhald af Halloween sem Rob Zombie færði okkur fyrir tveimur árum. Hinn stórhættulegi og snargeðveiki raðmorðingi Michael Myers heldur áfram að myrða fólk á hrottalegan hátt! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 16 16 16 16 16 L L HALLOWEEN 2 kl. 5.45 - 8 - 10.15 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 5 - 8 - 11 INGLOURIOUS BASTERDS LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 TAKING OF PELHAM 123 kl. 5.40 - 8 - 10.30 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8 - 11 ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 T ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.40 SÍMI 462 3500 THE GOODS LIVE HARD SELL HARD kl. 6 - 10 INGLORIOUS BASTERDS kl. 8 - 11 TAKING OF PELHAM 123 kl. 6 THE TIME TRAVELER’S WIFE kl. 8 16 16 12 16 16 12 L 16 SEPTEMBER ISSUE kl. 6 - 8 INGLORIOUS BASTERDS kl. 6 - 9 THE TIME TRAVELER’S WIFE kl. 5.30 - 8 - 10.30 STELPURNAR OKKAR kl. 10 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 SÍMI 530 1919 12 14 16 16 G.I. JOE kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE GOODS LIVE HARD SELL HARD kl. 5.50 - 8 - 10.10 TAKING OF PELHAM 123 kl. 5.30 - 8 - 10.30 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 Stranglega bönnuð innan SÍMI 551 9000 Heimir og Gulli Bítið á Bylgjunni. 42.000 MANNS! „EIN BESTA MYND TONY SCOTT SEINNI ÁRIN“ -S.V., MBL H.G.G, Poppland/Rás 2 SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS BÓNORÐIÐ „ “ HERE COMES THE BRIBE... 16 16 16 16 16 16 16 V I P V I P 10 L L L L L L L L L L L L L L 12 EIN ALLRA BESTA DISNEY-PIXAR MYND TIL ÞESSA STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI SEM ENGIN FJÖLSKYLDA MÁ MISSA AF T.V. - KVIKMYNDIR.IS ROGER EBERT WHALE WATCHING MASSACRE kl. 6 - 8 - 10 - 12 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 3:40 - 8 - 10 - 12 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 8 - 11 UP M/ Ensk.Tali kl. 8 UP M/ Ensk.Tali kl. 5:50 UPP M/ ísl. Tali kl. 3:40(3D) - 5:50(3D) UPP M/ ísl. Tali kl. 3:40 5:50- DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10 - 12 PUBLIC ENEMIES kl. 10 G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 4 THE PROPOSAL kl. 5:50 - 8 - 10:20 HARRY POTTER 6 kl. 5 THE HANGOVER kl. 3:40 RWWM kl. 6:10 - 8:20 - 10:20 UP M/ Ensk.Tali kl. 5:50(3D) - 8(3D) - 10:10(3D) UPP M/ ísl. Tali kl. 4(3D) - 6:10(3D) UPP M/ ísl. Tali kl. 4 PUBLIC ENEMIES kl. 10:20 G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 4(3D) O OSTHE PR P AL 8 0kl. :2 REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE kl. 8 - 10 UP M/ ísl. Tali kl. 5:40 UP M/ Ensk.Tali kl. 5:40 THE PROPOSAL kl. 8 DRAG ME TO HELL kl. 10 - bara lúxus Sími: 553 2075 HALLOWEEN II kl. 5.50, 8 og 10.10 16 INGLORIOUS BASTERDS kl. 7 og 10 16 G.I.JOE: THE RISE OF COBRA kl. 5.40 og 10.10 12 MY SYSTERS KEEPER kl. 8 12 - Þ.Þ., DV 14 SÝNINGARDAGAR BÍÓHLAUP Græna ljósið er á Facebook www.facebook.com/graenaljosid Fumsýnd 4. september í Háskólabíói „HIN SANNA MIRANDA ÚR THE DEVIL WEARS PRADA“ - KRISTA SMITH, VANITY FAIR Hvalaskoðunarmorðin í Reykja- vík – Reykjavík Whale Watching Massacre (RWWM) – eru kynnt af aðstandendum hennar sem fyrsta íslenska spennuhrollvekj- an, böðuð blóði og gori. Til að sjá myndinni fyrir lævi blöndnu lofti fengu þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson Sjón til að skrifa hand- ritið. Það vekur líka athygli að við kynningu á myndinni hefur meiri áhersla verið lögð á framlag hand- ritshöfundarins en leikstjórans. Kannski vegna þess að aðstand- endur hennar vita að samanburð- ur á fyrri verkum þeirra beggja er – með fullri virðingu – ekki leikstjóranum í hag. Þátttaka Sjóns vakti vissu- lega talsverðar vonir hjá þeim sem hér skrifar að RWWM gæti orðið ísmeygileg hrollvekja, þar sem meiri áhersla yrði lögð á taugatrekkjandi andrúmsloft en sjónrænar limlestingar sem nóg framboð er af og þarf að vera ansi uppfinningasamt núorðið ef það á að ganga fram af manni. Það eru því óneitanlega nokkur vonbrigði að RWWM er ekki sá hvalreki á fjörur hryllingsunn- enda sem myndin sjálfsagt hefði getað orðið. Plottið er þetta: Sundurleitur hópur túrista fer í hvalaskoðun- arferð á Faxaflóamið. Þegar skip- stjórinn ferst af afar óvenjulegum slysförum á hafi úti og hásetinn, sem hefur óhreint mjöl í poka- horninu, lætur sig hverfa sitja túristarnir einir eftir. Illu heilli er enginn til bjargar nema úrkynj- uð mæðgin úr hvalveiðibransan- um, sem hafast við í ryðguðu hval- veiðiskipi og veiða ferðamenn og náttúruunnendur í stað hvala. Þau flytja þá með sér í hvalveiðiskip- ið og þegar þangað er komið hefst leikur kattarins að músinni, þar sem fjölskyldan byrjar að myrða mannskapinn, einn af öðrum. Blóðið fær vissulega að fljóta en það er hins vegar dýr íþrótt að gera bíóofbeldi í sama „gæða- flokki“ og við eigum að venjast úr til dæmis Saw-bálkinum, Hostel og fleiri myndum. RWWM tekst því aldrei að verða að hreinrækt- uðum splatter sem maður þarf að horfa á á milli fingra sér. Góð hrollvekja reiðir sig hins vegar ekki endilega á ofbeldi heldur andrúmsloft. Þar kemur til kasta Sjóns, sem sýndi síðast í Rökk- urbýsnum hversu meistaraleg tök hann hefur á að skapa óhug með lesandanum með nokkrum vel völdum orðum. Hér er ekki fyrir því að fara. Uppbygging- in er brokkgeng, persónur rista hver aðra en að öðru leyti grunnt, samtöl eru í besta falli skemmti- lega hallærisleg og atburðarásin er full af lausum endum. Stundum er sagt að ekki sé hægt að gera góða mynd án sæmilegs handrits. Á hinn bóginn sé hægt að taka fullgott handrit og gera eftir því slaka mynd. Hér skal ósagt látið hvort hafi gerst í þessu tilfelli en því er ekki að neita að RWWM er ekki svipur hjá sjón, ef svo má að orði komast. Það er svo sem ekki úr miklu að moða fyrir leikhópinn; túristahóp- urinn er flatur og hrottarnir sótt- ir í kunnuglegan hugmyndaheim að hætti Hrafns Gunnlaugssonar, með tilheyrandi orðfæri og borð- siðum. Helgi Björns og Guðrún Gísladóttir túlka það sem fyrir þau er lagt bara býsna vel, eins og þeirra er von og vísa, en senuþjóf- urinn er þó Stefán Jónsson í hlut- verki hins súrrandi tryllta Sigga. Stefán stígur skrefið til fulls og glansar í dásamlegum ofleik. Ekki er ólíklegt að hann hafi sótt fyr- irmyndina í ónefndan hvalveiði- frömuð hér á landi. Það bjargar myndinni hins vegar fyrir horn að hún tekur sig ekki hátíðlega. Það glittir í húmor, sem á stundum verður nógu absúrd til að maður skelli upp úr. En það er kannski böl myndarinnar líka; hún veit ekki alveg hvað hún vill vera – hroll- vekja sem hræðir úr manni líf- tóruna, splatter sem vekur velgju eða gamanmynd sem gerir út á ýkt og yfirgengilegt ofbeldi í anda Íslendingasagnanna. Fyrir vikið verður hún ekkert af þessu og leysist þegar verst lætur upp í tómt rugl, samt aldrei nógu mikið til að verða nógu „kitsch“ svo hægt sé að njóta. Það er synd og skömm því möguleikarnir eru til staðar. Hvalurinn er þarna – en því miður missir skutullinn marks. Bergsteinn Sigurðsson Kvalaskoðunarferð KVIKMYNDIR Reykjavík Whale Watching Massacre Leikstjóri: Júlíus Kemp Aðalhlutverk: Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir, Stefán Jónsson og fleiri. ★★ Brokkgeng hrollvekja sem á sínar stundir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.